Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 209
TlMARIT VFl 1967
207
Umrœður
Dr. Þórður Þorbjarnarson:
Ég vil þakka Vilhjálmi Guðmundssyni fyrir
þetta mjög svo ýtarlega og fróðlega erindi. Ég
ætla hér að fara nokkrum orðum um gæði síld-
armjöls og þau áhrif, sem þau geta haft á sölu-
möguleika fyrir þessa framleiðslu, í þeirri von
að það ef til vill stuðlaði að því, að það verði
ráðin bót á nokkrum minni háttar göllum, sem
hafa á undanförnum árum a.m.k. komið fram
á þessari framleiðslu. Því miður þá er nú fram-
leitt í heiminum talsvert mikið meira af alls kyns
fiskmjöli heldur en markaðirnir hafa í raun og
veru þörf fyrir. Og af því hefur leitt það, að
geysilegt verðfall hefur orðið á þessari fram-
leiðslu eins og þegar er búið að nefna hérna
nokkrum sinnum. Samkeppnin um markaðina
fyrir fiskmjöl er því miklu harðari nú heldur en
nokkru sinni áður. Og þeim gengur bezt að
selja, sem bezta hafa vöruna og geta selt hana
á lægsta verði. Islenzkt síldarmjöl hefur yfirleitt
á sér gott orð meðal kaupenda. En því miður
bárust margar kvartanir vegna lélegra mjölgæða
á sl. ári, og nokkrir kaupendur hafa jafnvel
haldið því fram, að framleiðsla síldarmjöls á Is-
landi væri í afturför. Þessar kvartanir voru svo
alvarlegs eðlis, að ég tel rétt að rekja hér í
nokkrum orðum í hverju þær voru fólgnar: 1
fyrsta lagi er kvartað yfir því, að íslenzkt síld-
armjöl sé ójafnt að efnainnihaldi, lit og mölun.
Það fylgir venjulega kvörtunum af þessu tagi,
að þessir gallar séu ekki nærri eins áberandi í
norsku mjöli. Og þetta er mjög alvarlegt fyrir
okkur, því að Norðmenn eru okkar skæðustu
keppinautar á mörkuðunum í V-Evrópu. Vil-
hjálmur Guðmundsson benti í erindi sínu á það,
að þessa galla mætti laga með því að setja
upp blöndunarturna í verksmiðjunum og blanda
stöðugt saman nokkurra klst. framleiðslu. Ég
held að við ættum að taka þetta mál til mjög
ýtarlegrar athugunar og reyna að koma upp
blöndunarturnum af þessu tagi við sem allra
flestar af okkar verksmiðjum. 1 öðru lagi er
kvartað yfir því, að íslenzkt síldarmjöl sé oft
kekkjótt og hart í pokum, eins og það er orðað.
Þessi galli er sagður nær óþekktur í norsku mjöli.
Hér hefur þessi ágalli færzt í aukna undanfarin
ár, og á vinnuhagræðingin í verksmiðjunum
ásamt mjög aukinni framleiðslu trúlega nokk-
urn þátt í þessu. Síðan farið var að geyma mjöl
á pöllum, eru pokarnir ekki hreyfðir líkt því
eins mikið og áður var, og því er mjölinu miklu
hættara við að hlaupa í kekki, heldur en meðan
gamla lagið var á haft. Norskt mjöl er sagt
með öllu laust við þennan galla, og hef ég þó
ekki getað sannreynt það. Hvernig á því stend-
ur, að þessir gallar skuli koma fram hjá okkur
en ekki þeim, gæti stafað af því, að þeir hafa
mjög strangt eftirlit með öllum sínum síldar-
mjölsútflutningi, og þar er vafalaust passað
mjög vel upp á það, að það sé ekki flutt úr
landi mjöl, sem er hart í pokum, og það ættum
við líka að taka upp hér. I þriðja lagi er fundið
að því, að magnið af nýtanlegu lysíni fari lækk-
andi í íslenzku mjöli. Lysín er sú mikilvægasta
af amínósýrunum í síldarmjölinu og er það nær-
ingarefni, sem kaupandi leggur langtum mest
upp úr. Hvernig á þessari lækkun stafar, það
veit ég ekki, en þó verð ég að viðurkenna það,
að við hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins höf-
um um það grun, en höfum ekki getað sann-
prófað hann ennþá. Alla þessa ágalla verðum
við að laga eins fljótt og unnt er, ef við
ætlum ekki að verða undir í samkeppninni. 1
hvert skipti, sem erlendur kaupandi fær gallað
mjöl frá Islandi, eigum við það á hættu, að við
missum af viðskiptum hans, og því höfum við
vissulega ekki ráð á í þeirri hörðu samkeppni,
sem nú er um að ræða.
Sveinn Benediktsson:
Ég vil þakka þeim tveimur ágætu ræðumönn-
um, sem tekið hafa til máls um þetta verkefni,
fyrir ágætar ræður, og sérstaklega frummælanda
Vilhjálmi Guðmundssyni, verkfræðingi, fyrir
þetta mjög svo rækilega erindi, sem hann hefur
tekið saman og flutt útdrátt úr hér.
Það steðja nú að mikil vandræði í sildariðn-
aðinum, sem vonlegt er, þegar um svo gífurlegt
verðfall hefur orðið að ræða eins og nú er, bæði
á síldarlýsi og síldarmjöli. Og virðist það þó í
svipinn öllu alvarlegra á mjölinu heldur en á lýs-
inu, vegna þeirrar miklu offramleiðslu miðað við
núverandi markaði, sem þar á sér stað. Ég held,
að það hafi ekki komið fram hér, sem væri þó
ástæða til að segja, en það þótti mikið í haust,
að birgðir Perúmanna af fiskmjöli voru þá
400.000 tonn, og það leiddi að verulegu leyti til
þeirrar langvarandi stöðvunar, sem varð á veið-
um þeirra frá því í byrjun nóvember og fram í
miðjan desembermánuð. En nú eru þessar birgð-