Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 210
TÍMARIT VFl 1967
208
ir ekki 400.000 tonn, eins og þær voru þá, held-
ur eru þær þegar orðnar rúm 700.000 tonn,
og það er búizt við því, að það muni ennþá
bætast við í þessum mánuði birgðir til viðbótar
upp á 100.000 tonn, þannig að þegar þeir hætti
veiðum nú í maílok, verði fyrir hendi birgðir
upp á rúm 800.000 tonn. Og á sama tíma eru
birgðir hjá Norðmönnum taldar vera um 170.000
tonn. Þessar gífurlegu birgðir þrýsta auðvitað
markaðinum niður, því það er ekki einungis að
það séu þessar þjóðir, heldur eru það líka aðrar
þjóðir, sem auka sína framleiðslu og eiga miklar
birgðir af síldarmjöli og síldarlýsi. Sem betur
fer erum við Islendingar ekki í þeim flokki að
eiga verulegar birgðir af síldar- og fiskmjöli sem
stendur. Ég held að allt síldarmjöl frá fyrra ári
sé selt, og ég held að loðnumjöl og þorsk-
mjöl, sem framleitt var á þessu ári, sé einnig selt
eða mjög óverulegt magn a.m.k. óselt, þannig að
við höfum ekki safnað mjölbirgðum, en engu að
síður bitnar það á okkur, að þessar miklu birgðir
eru fyrir hendi. Það var árið 1966 í ársbyrjun,
að ég held að fyrsta salan — kannski fyrstu
sölurnar — hafi farið fram á 22/0 sh. próteín-
einingin í tonni og svo lækkaði verðið smám sam-
an. Þegar var komið fram í byrjun vertíðar, þá
var verðið 19/6 sh. og það lækkaði svo niður
í 16/6 sh., og svo hækkaði verðið, þegar kom
fram á síðari hluta s.l. árs á því tímabili, þegar
bæði Norðmenn og Perúmenn höfðu hætt veið-
um, en lækkaði aftur, þegar kom fram á árið
1967. Og það er ekkert leyndarmál, að verðið er
ekki hærra nú í dag heldur en 15/9 sh. pr.
próteíneiningu í tonni. Þetta, ásamt verðfalli á
lýsinu, er það alvarlegt mál fyrir okkur, að stór
vandræði eru framundan, en lýsið hefur frá því
um þetta leyti í fyrra fallið úr f 76-0-0 tonnið
niður í £ 48-0-0, eða jafnvel f 46-0-0.
Eins og Vilhjálmur Guðmundsson hefur getið
um, þá er verðið, sem myndi vera hægt að
greiða fyrir það lélega hráefni, sem aflast í maí-
mánuði, svo lágt, að það þykir ekki frambæri-
legt. En Síldarverksmiðjur ríkisins hafa af þeim
sökum og vegna þess, að oftast hefur veiði í
maímánuði einnig verið treg og að okkur veitir
heldur ekki af þessum tíma til undirbúnings,
ákveðið að byrja ekki móttöku síldar fyrr en 1.
júní n.k. En sumarverðið verður að sjálfsögðu
ákveðið fyrir þann tíma.
Það er nú orðið flestum ljóst, að við erum
bundnir við heimsmarkaðina og fáum þar litlu
um þokað og verðum að sæta því verði, sem þar
er fáanlegt. Nú er afurðaverðið, eins og kemur
fram í skýrslu Vilhjálms Guðmundssonar, mis-
munandi ár frá ári og hefur verið sérstaklega
hagstætt núna þessi síðustu þrjú árin, þangað
til kemur fram í síðari hluta ársins 1966. Ég
held að það sé ákaflega nauðsynlegt, að sú þekk-
ing, sem betur fer margir hafa, breiðist út, að
markaðshorfumar eru það slæmar, að það verð-
ur að koma til alvarlegrar lækkunar á hráefnis-
verðinu, og menn hafa snúizt við því þannig,
flestir, að þeir telja, að þetta sé óhjákvæmilegt.
Einstaka menn hafa sagt: ,,Það á að afnema
útflutningsgjaldið og ná bræðslusíldarverðinu
upp þannig". Og þá er eins og því sé gleymt,
að útflutningsgjaldið, sem tekið er af bræðslu-
síldarafurðunum, rennur til sjávarútvegsins, og
að honum yrði síður en svo hjálp í því, að af-
numið sé það gjald, sem rennur til hans sjálfs,
ýmist beint til útgerðarmanna, þar sem greidd
eru vátryggingariðgjöldin af útflutningsgjaldinu,
eða til ýmissa nauðsynlegra stofnana sjávarút-
vegsins, sem ekki verða lagðar niður. Þá hefur
einnig verið talað um af einstaka mönnum: „Það
verður að bæta þetta upp, það er ekkert annað
að gera vegna þess að verðið er orðið svo lágt.“
Nú hefur hins vegar verið talað um það á und-
anförnum árum, að síldin gefi svo mikið í aðra
hönd, að hún geri allt vitlaust í þessu þjóðfélagi.
Það heimta allir menn, hvaða starfi sem þeir
eru í, launahækkun á þeim grundvelli, að þeir
beri svo mikið úr býtum, sem við síldarútveg-
inn hafa fengizt og fást. Og ég er þeirrar skoð-
unar — og ég held að menn hljóti að sjá það,
að það sé ekki gott að hugsa sér, að það
sé hægt að bæta síldarútveginum upp úr ríkis-
sjóði verðfall afurðanna með einhverjum tilfærsl-
um frá öðrum atvinnuvegum — þeim atvinnu-
vegi, sem hefur gefið — þrátt fyrir allt verð-
fall — mest í aðra hönd á hinum síðustu ár-
um af þeim atvinnurekstri, sem rekinn er í þessu
landi. Ég held þess vegna, að það sé ekkert
nema blekkingar, að það sé unnt að leysa málin
á þennan hátt að fella niður gjald, sem á að
styðja útveginn sjálfan, eða taka fé í uppbætur
af öðrum, sem ekki eru aflögufærir. Við verð-
um alveg eins og aðrar þjóðir, sem eins stend-
ur á um, að þeirra framleiðsluvörur falla í verði,
að taka afleiðingunum af því eins og menn og
lifa áfram í þeirri von, að það birti aftur og við
fáum aftur það góða verð, sem við höfum notið
á undanförnum árum, þó að það hafi bilað nú
síðustu tíu mánuðina. Og við verðum að muna
það, að við á árunum frá 1957 fram til 1963
höfum ekki átt kost á betra bræðslusíldarverði
heldur en nú eru horfur á að verði fáanlegt,
þrátt fyrir allt.