Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 211
TlMARIT VFl 1967
209
Þorskalýsi og þorskalifrarbræðsla
Þórður Þorbjamarson, Ph. D.
Bannsóknastofnun fiskiðnaðarms
Inngangur
Það er venja að skipta lýsi, sem framleitt er
úr fiski, í tvo höfuðflokka, lifrarlýsi og búklýsi.
Lifrarlýsið er eins og nafnið bendir til framleitt
eingöngu úr fisklifur, en búklýsið er unnið að
mestu leyti úr feitum fiskum eins og síld, sardínu
og ansjósu, sem veiddir eru í bræðslu, og að
litlu leyti úr fiskúrgangi frá flökun og annarri
fiskvinnslu.
Lifrarlýsisframleiðslan í heiminum hefir í
mörg ár numið 60—70 þús.*) tonnum á ári, en
af því magni hafa 50—60 þús. tonn verið þorska-
lýsi (1). Þorskalýsi nemur því 80—90% af öllu
lifrarlýsi sem framleitt er. Framleiðsla þess hefir
lítið eða ekki aukizt undanfarinn áratug, enda
er magnið háð þorskaflanum, en hann hefir stað-
ið í stað eða jafnvel minnkað á þessu tímabili.
Búklýsisframleiðslan hefir hinsvegar verið í
örum vexti og nam 840 þús. tonnum árið 1966
en það var tvöfalt það magn sem framleitt var
1960.
Helzti munurinn á lifrarlýsi og búklýsi er fólg-
inn í því, að í því fyrrnefnda er venjulega nokk-
urt magn af A-og D-vitaminum og stundum mjög
mikið, en búklýsistegundirnar eru tiltölulega
vitaminsnauðar. Af þessu leiðir að þorskalýsið
og aðrar lifrarlýsistegundir hafa að mjög miklu
leyti verið notaðar sem meðalalýsi og fóðurlýsi
fyrir kvikfénað eða farið í vitaminvinnslu, en
búklýsið hefir hinsvegar verið hert og notað í
smjörlíki og matarfeiti.
Þorskalýsi er einkum framleitt í löndunum,
sem liggja að Norður-Atlantshafinu. Bretar eru
stærstu framleiðendurnir, en Norðmenn og Is-
lendingar skipa 2. og 3. sæti. Framleiðsla Is-
lendinga hefir numið 7—11 þús. tonnum á ári
undanfarin ár. Til samans ráða þessar þrjár
þjóðir yfir % hlutum af heimsframleiðslunni.
Þar til tilbúnu vitaminin komu til sögunnar á
5. tug þessarar aldar var þorskalýsið einn helzti
*) Rússneska framleiðslan er hér ekki talin með.
A- og D-vitamingjafi, sem völ var á. Aðrar lifr-
arlýsistegundir eru þó miklu vitaminauðugri,
eins og t.d. lúðulýsi, túnfiskalýsi, karfalýsi og
sumar tegundir hákarlalýsis. 1 hákarlalýsi vant-
ar þó D-vitamin.
Þorskalýsi var lengi ein af verðmætustu af-
urðum sjávarútvegsins á Islandi. Þannig nam
verðmæti útflutts þorskalýsis árið 1915 5,95% af
útflutningsverðmæti sjávarafurða, 1925 8,33%,
1935 9,25% og 1948 9,1%. Síðan hefir hlutur
þorskalýsisins í útflutningsverðmætinu farið
mjög minnkandi og var árið 1964 kominn niður
í 2,1%.
Skýringin á þessari þróim liggur meðal annars
í því að heildarafli landsmanna hefir meira en
tvöfaldazt síðan 1948, aðallega vegna ört vaxandi
síldarafla, en þorskalýsisframleiðslan hefir stað-
ið í stað. Verðlag á þorskalýsi hefir einnig lækk-
að, miðað við verðlag á öðrum sjávarafurðum,
síðan tilbúnu A- og D-vitaminin komu til sög-
unnar. Mikið framboð á ódýrum tilbúnum vita-
minum hefir líka haft í för með sér, að ekki eru
lengur markaðir fyrir alla þorskalýsisframleiðsl-
una sem meðala- og fóðurlýsi, og fer því veru-
legur hluti hennar nú orðið til iðnaðar eins og
búklýsið. Loks hefir vitaminmagnið í islenzlcu
þorskalýsi farið lækkandi mörg undanfarin ár
og hefir það stuðlað að þessari þróun.
Lifur og lýsi
Liframagn í þorslci og efnahlutföTl
í þorskalifur.
1 lyfjaskrám er þorskalýsi skilgreint þannig,
að það sé lýsi, sem framleitt hefir verið úr fersk-
um lifrum úr þorski og öðrum fiskum af þorska-
ættinni (Gadidae).
Á Islandi koma varla aðrar tegundir til greina
í þessu sambandi en þorskur, ýsa, ufsi og langa.
Ef hlutföll hinna einstöku tegunda í þorskfiska-
aflanum væru lögð til grundvallar, ætti lifur úr
þorski að vera um það bil 82% af lifraraflanum,
en í reyndinni er hlutur þorsksins talsvert meiri,