Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 212
210
TlMARIT VFl 1967
þvl að bæði er hann einna bezt lifraður af þess-
um fiskum, og eins er lifur hans haldið betur til
haga en hfur hinna.
Það getur verið ahbreytilegt, hve Ufrarmikill
þorskurinn er. Á árunum frá 1935 til 1944 var
lifrarmagnið mælt allnákvæmlega í vertíðar-
þorskinum í Vestmannaeyjum og við Faxaflóa.
Mælingarnar benda til þess, að í Vestmanna-
eyjum hafi Ufrarmagnið reynzt minnst 5,0%, en
mest 7,1% að meðaltali á vertíð, miðað við fisk
upp úr sjó, og við Faxaflóa minnst 4,4% og
mest 6,5% (2), (3), (4). Eitt af því, sem áhrif
hefir á lifrarmagnið, er aldur og stærð fisksins.
Því eldri og stærri sem hann er, því lifrarmeiri
er hann að öðru jöfnu. Þannig voru gerðar kerf-
isbundnar mæUngar á lifrarmagninu í netjafiski
við Faxaflóa á vertíðinni 1964 (5). Þær leiddu
í ljós, að í 70—80 sm stærðarflokkinum var
lifrarmagnið 4,59%, miðað við fisk upp úr sjó,
en fór jafnt hækkandi með hverjum stærðar-
flokki, þar til það komst upp í 10,5% í 120—130
sm fiski. Lifrarmagnið í netjafiskinum reyndist
að meðaltaU 6,26% á vertíðinni.
Kynþroskastig fisksins og vaxtarskilyrðin hafa
einnig áberandi áhrif á lifrarmagnið í þorskin-
um. Þannig er það alþekkt, að lifrin í vertíðar-
þorskinum við Suður- og Suðvesturlandið rýrnar
til muna frá því vertíðin byrjar, þar til fiskur-
inn er gotinn. Eins er almennt talið, að þorskur,
sem gengur á íslandsmið frá Grænlandi, sé til-
tölulega lifrarUtill, enda eru vaxtarskilyrðin að
jafnaði verri við Grænland.
1 lifur þorsksins er lýsið sem örsmáir dropar
inni í sjálfum lifrarfrumunum. Þar sem lifrin er
iðulega að tveimur þriðju hlutum lýsi, verða
frumurnar eins og úttroðnir belgir utan um
lýsisdropana. Kemur þetta allvel fram á smásjár-
myndinni á mynd 1.
Lýsisinnihald lifrarinnar getur verið allbreyti-
legt. Til þess liggja orsakir, sem margar eru
þær sömu og áhrif hafa á lifrarmagnið.
Mikill meirihluti íslenzka þorskalýsisins fæst
úr lifur vertíðarþorsksins, sem veiðist við landið
sunnan- og suðvestanvert. Lifur hans er feitust
fyrir og um áramótin, og eru þá iðulega í henni
70% af lýsi. Þegar komið er fram í maí og
hrygningu er að mestu lokið, er lýsisinnihaldið
hinsvegar komið niður í 60% eða jafnvel neðar.
Á vetrarvertíðinni 1946 (6) voru gerðar kerf-
isbundnar mælingar á lýsisinnihaldinu og öðr-
um efnahlutföUum í lifraraflanum í fjórum ver-
stöðvum. Aðalniðurstöður þessara rannsókna er
að finna í töflu 1. Eins og taflan ber með sér
Pröf. ölafur Bjamason
Mynd 1. Smósjármynd af lifrarsnelð, er sýnir lýsisfylltar
lifrarfrumur, gallgang og háræðar. Stækkuð 300 sinnum.
Microscopic photograph (magnification xSOO) of a cod
liver section ahovnng liver cells filled with oil, gáll-dnct
and capillaries.
er lítill munur á lifrinni frá Faxaflóahöfnunum
þremur. Hins vegar sker Ufrin frá Vestmanna-
eyjum sig nokkuð úr.
Þótt lýsisinnihaldið í meginhluta Ufraraflans
sé þannig frá 60—70%, koma fyrir tímabil, þeg-
ar Ufrin er bæði feitari og horaðri en þetta, og
lýsisinnihaldið í einstökum lifrum getur verið
TAFLA 1
Meðalefnahlutföll í þorskaUfur á vertíðinni 1946
Average composition of cod livers during the
vointer season in 19^6
Lýsi % af lifur Oil % o/ liver Vatn % af lifur Water % of liver Lýsislaust fast efni % af lifur Oilfree solids % of Ivver
Akranes 64,9 28,2 7,o
Sandgerði 64,3 28,4 7,3
Keflavík 65,6 27,7 6,7
Vestmannaeyjar . 68,2 25,6 6,1