Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 213
TlMARIT VFl 1967
211
langt fyrir utan þessi mörk. Þannig hefir sá,
sem þetta skrifar, rannsakað lifur úr desember-
veiddum gotfiski, sem innihélt 75% af lýsi, og
horlifur úr aprílveiddum sárafiski frá Hornafirði,
sem innihélt ekki nema 18% (7).
Hér verður sá hluti lifrarinnar, sem ekki er
lýsi, nefndur lifrarvefur. 1 vertíðarlifrinni er
lifrarvefurinn um það bil þriðji hluti hfrarinnar.
1 töflu 2 eru sýnd efnahlutföll í þorskalifrarvef,
eins og þau reyndust á tímabihnu frá því í nóv-
ember 1965 þar til í febníar 1966. Að efnasam-
setningu hkist hann spendýralifur, en er þó
nokkru vatnsmeiri.
TAFLA 2
Efnahlutföll í þorskahfrarvef
Gomposition of oilfree cod liver tissue
% af lýsis- lausum vef % of oilfree tissue % af lýsis- og vatns- lausum vef % of oil- and waterfree tissue
Vatn Water 80,3 —
Lýsí Oil — —
Þurrefni Solids 19,7 100
Protein (Nx6,25) Protein (Nx6,25) 15,6 79,4
Steinefni Minerals 1,8 9,3
Glykógen o.fl. Glycogen etc. . 2,2 11,3
Hlutfallið milli vatns og fastra efna í lifur
þorsksins er sem næst því að vera 4:1. Það er
eftirtektarvert, að þetta hlutfall er mjög litlum
breytingum háð, og skiptir ekki máli, hvort í
lifrinni eru 70% af lýsi eða 18% (6). Hjá feit-
um fiskum, eins og síld, sem safna lýsi í holdið,
er þessu annan veg farið. Þegar slíkir fiskar
fitna, ryður lýsið vatni úr vefjum þeirra og því
verður hlutfallið milli vatns og fastra efna í þeim
breytilegt, eftir því hve feitir þeir eru. Það er
þó ekki allskostar rétt, sem haldið hefir verið
fram, að summan af vatni og lýsi sé alltaf liin
sama í slíkum fiskum.
Rannsóknir hafa sýnt (8), að proteinin í lifr-
arvefnum hafa áþekka aminosýrudreifingu og
protein í síldarmjöli. 1 þeim er því mikið af hin-
um næringarfræðilega þýðingarmiklu aminosýr-
um, lysin og methionin. Brækkan (9) og Brækkan
og Boge (10) hafa meðal annarra sýnt fram á,
að mjög mikið er af flestum B-vitaminanna í lifr-
arvefnum. Hann er því sérstaklega verðmætt
fóðurefni frá náttúrunnar hendi.
A- og D-vitaminmagn í þorskalýsi
A-vitaminmælingar hafa verið framkvæmdar
reglulega á íslenzku þorskalýsisframleiðslunni
síðan 1937. Á mynd 2 er sýnt, hvernig A-vita-
minmagnið breyttist í vertíðarframleiðslu þriggja
Mynd 2. A-vitaminmagn í íslenzku þorskalýsi frá þrem-
ur verstöðvum á tímabilinu 1937—1959.
Vitamin A potency of cod liver oil produced in three
fishing centers in Icelend during the years 1937 to 1959.
verstöðva af gufubræddu lýsi á tímabilinu 1937
—1959 (11). Það er eftirtektarvert, að fyrri
hluta tímabilsins hefir vitaminmagn lýsisins
hækkað mjög verulega í öllum þrem verstöðv-
unum, en þó misjafnlega mikið, en síðan hefir
það lækkað aftur og er í lok tímabilsins, sem
hnuritið nær yfir, líkt og það var, er mæling-
arnar hófust.
A-vitaminmagnið í þorskalýsinu er líka nokk-
uð breytilegt eftir því, hvenær á árinu það er
framleitt. Þannig er vitaminstyrkleiki vorfram-
leiðslunnar venjulega mun meiri en lýsis, sem
framleitt er í byrjun vetrarvertíðar.
Þau atriði, sem einkum hafa áhrif á vitamin-
styrkleika þorskalýsisframleiðslunnar, eru aldur
og stærð fisksins og lýsisinnihald lifrarinnar.
Þorskurinn fær miklu meira af A- og D-vita-
minum í fæðunni en hann þarfnast vegna efna-
skipta. Því sem umfram er safnar hann að
miklu leyti í líffæri sín, aðahega í lifrina. Vita-
minmagnið í henni fer því stöðugt vaxandi með
aldri fisksins.
Lýsissöfnun þorsksins er með öðrum hætti.