Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 215

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 215
TlMARIT VFI 1967 213 ’unum án þess fyrst væri framleitt úr henni sjálf- runnið lýsi. Lýsi, sem framleitt var á þennan hátt, var nefnt soðið lýsi. Áður en lifrarbræðslur voru settar í togarana og þeir lögðu lifrina á land til bræðslu var mikill hluti hennar unnin með þess- ari aðferð. Eins og fram kemur í töflu 3, var hrálýsisframleiðslan að mestu úr sögunni upp úr 1930. Framleiðsla á soðnu og steinbræddu lýsi fjaraði lika út á fjórða tug aldarinnar. Stein- brætt lýsi kemur síðast fyrir í útflutningsskýrsl- unum árið 1938. Pottabrœðsla og gufubræðsla 1 Bretlandi var byrjað að bræða þorskalifur með óbeinni gufu- eða vatnshitun árið 1848 (15). 1 Noregi er talið að bræðsluaðferð þessi sé norsk að uppruna, en vafamál er, að það sé rétt. Vitað er, að Norðmenn fóru að bræða þorskalifur með óbeinni vatnshitun árið 1853 (16). Hefir sú bræðsluaðferð stundum verið nefnd pottabræðsla á Islandi, og verður því nafni haldið hér. 1 kjöl- far þessara aðferða sigldi síðan hin eigínlega gufubræðsluaðferð, sem ótvírætt er norsk, og fólgin var í því, að leidd var háþrýst gufa frá katli niður í sjálfan lifrarmassann. Með tilkomu þessara aðferða var fyrst mögulegt að framleiða fyrsta flokks þorskalýsi, og ollu þær því þátta- skilum í þessari framleiðslugrein. Eiríkur Magnússon (17) segir frá því, að séra Oddur Gíslason hafi komið sér upp „gufubræðslu- tækjum“ árið 1865. Séra Oddur hefir því trúlega orðið fyrstur Islendinga til þess að bræða þorska- lifur með gufu. Tryggvi Gunnarsson (18) setti einnig upp gufubræðslutæki á Oddeyri árið 1881 eða 1882. Svo virðist sem tæki Tryggva hafi fyrst og fremst verið ætluð fyrir hákarlalifur, en vera má, að þorskalifur hafi einnig verið brædd í þeim. Um tæki Tryggva er vitað að lifr- in var hituð með háþrýstri gufu frá katli, en óljóst er, hvemig hitunin fór fram í tækjum séra Odds. Elcki verður séð af Verzlunarskýrsl- unum, hvort margir hafi orðið til þess að feta í fótspor þeirra Odds og Tryggva, en litlar líkur eru til að svo hafi verið. 1 Vestmannaeyjum var gamla bræðslulagið allsráðandi fram yfir aldamótin. Það var ekki fyrr en 1904, að lifrarbræðslupottar voru teknir þar í notkun (19). Pottar þessir voru tvöfaldir, smíðaðir úr galvaniseruðu blikki og voru innmúr- aðir yfir þar til gerða eldstó. Fyrstu pottarnir, sem fluttust til Vestmannaeyja, tóku 250 1 af lifur (19), en síðar komu 400—500 1 pottar til sögunnar. Vatn var haft í bilinu milli ytra og innra byrðisins. Pottar þessir voru seinvirkir, og tók fulla tvo tíma að hita lifrina upp í tilskilið hitastig. Síðar voru þeir endurbættir á þá lund, að gufan, sem myndaðist í kápunni, þegar vatnið sauð, var leidd með pípum ofan í lifrarmassann. Flýtti þessi breyting mjög fyrir upphituninni. Lýsið, sem framleitt var í pottunum, var fyrsta flokks að gæðum. Heitið meðalalýsi kemur fyrst fyrir í Verzlunarskýrslunum árið 1903. Telja má víst, að þar hafi verið um lýsi frá pottabræðslu að ræða. Fyrst í stað var grútnum frá potta- bræðslunum fleygt, en síðar var farið að láta lýsið síga úr honum í þar til gerðum línpokum (19), áður en honum var kastað. Hin eiginlega gufubræðsla, sem fólgin var í því, að leidd var háþrýst gufa frá katli ofan í sjálfan lifrarmassann, var tekin í notkun í einni bræðslu í Vestmannaeyjum árið 1909 (20) en í Keflavík ekki fyrr en 1922 (21). Bræðslukerin voru trektlaga tréker, og voru þau fyrstu flutt inn frá Noregi. Þessi bræðsluaðferð er ennþá í fullu gildi og er í notkun í nær öllum bræðslum landsins. Verður vikið nánar að henni í loka- kafla þessarar greinar. Allar þær bræðsluaðferðir, sem nefndar eru hér að framan, voru í notkun á Islandi á tíma- bilinu frá 1910—1930, en hin eiginlega gufu- bræðsluaðferð vann stöðugt á og var orðin ríkj- andi bræðsluaðferð undir lok þriðja tugs aldar- innar. Pottabræðslur voru þó enn allvíða til í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, einkum á Norður- og Austurlandi, og ennþá er þær að finna á stöku stað. Ennþá er líka lítið eitt framleitt af hrá- lýsi á hverju ári. Gufubræðslur voru settar í togarana árið 1927. Heitið soðið lýsi hverfur úr Verzlunarskýrslun- um um sama leyti. Pressun lifrargrúts Grútarpressur voru fyrst teknar í notkun á Islandi að því er virðist á árunum upp úr 1910 um líkt leyti og farið var að bræða lifur með gutu frá katli. 1 þeim var pressaður grútur frá gufubræðslu til þess að hagnýta lýsið og mjöl- efnin, sem eftir voru í honum. 1 grút frá gufubræðslu eru um 25% af lýsi, en það samsvarar fjórða hluta af lýsinu, sem í lifrinni er, hafi hún verið 65% feit. 1 honum eru líka öll vefjarefni lifrarinnar. Vinnslan var fólgin í því, að grútnmn var safnað í þrær eða keröld og hann geymdur þar til vertíðarloka. Súrlýsið, sem settist ofan á grút- inn, var fleytt ofan af eftir hendinni. 1 vertíðar- lok var grúturinn síðan þynntur með vatni, hit- aður upp og síðan pressaður. Lýsið, sem fékkst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.