Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 215
TlMARIT VFI 1967
213
’unum án þess fyrst væri framleitt úr henni sjálf-
runnið lýsi. Lýsi, sem framleitt var á þennan hátt,
var nefnt soðið lýsi. Áður en lifrarbræðslur voru
settar í togarana og þeir lögðu lifrina á land til
bræðslu var mikill hluti hennar unnin með þess-
ari aðferð. Eins og fram kemur í töflu 3, var
hrálýsisframleiðslan að mestu úr sögunni upp
úr 1930. Framleiðsla á soðnu og steinbræddu lýsi
fjaraði lika út á fjórða tug aldarinnar. Stein-
brætt lýsi kemur síðast fyrir í útflutningsskýrsl-
unum árið 1938.
Pottabrœðsla og gufubræðsla
1 Bretlandi var byrjað að bræða þorskalifur
með óbeinni gufu- eða vatnshitun árið 1848 (15).
1 Noregi er talið að bræðsluaðferð þessi sé norsk
að uppruna, en vafamál er, að það sé rétt. Vitað
er, að Norðmenn fóru að bræða þorskalifur með
óbeinni vatnshitun árið 1853 (16). Hefir sú
bræðsluaðferð stundum verið nefnd pottabræðsla
á Islandi, og verður því nafni haldið hér. 1 kjöl-
far þessara aðferða sigldi síðan hin eigínlega
gufubræðsluaðferð, sem ótvírætt er norsk, og
fólgin var í því, að leidd var háþrýst gufa frá
katli niður í sjálfan lifrarmassann. Með tilkomu
þessara aðferða var fyrst mögulegt að framleiða
fyrsta flokks þorskalýsi, og ollu þær því þátta-
skilum í þessari framleiðslugrein.
Eiríkur Magnússon (17) segir frá því, að séra
Oddur Gíslason hafi komið sér upp „gufubræðslu-
tækjum“ árið 1865. Séra Oddur hefir því trúlega
orðið fyrstur Islendinga til þess að bræða þorska-
lifur með gufu. Tryggvi Gunnarsson (18) setti
einnig upp gufubræðslutæki á Oddeyri árið 1881
eða 1882. Svo virðist sem tæki Tryggva hafi
fyrst og fremst verið ætluð fyrir hákarlalifur,
en vera má, að þorskalifur hafi einnig verið
brædd í þeim. Um tæki Tryggva er vitað að lifr-
in var hituð með háþrýstri gufu frá katli, en
óljóst er, hvemig hitunin fór fram í tækjum
séra Odds. Elcki verður séð af Verzlunarskýrsl-
unum, hvort margir hafi orðið til þess að feta
í fótspor þeirra Odds og Tryggva, en litlar líkur
eru til að svo hafi verið.
1 Vestmannaeyjum var gamla bræðslulagið
allsráðandi fram yfir aldamótin. Það var ekki
fyrr en 1904, að lifrarbræðslupottar voru teknir
þar í notkun (19). Pottar þessir voru tvöfaldir,
smíðaðir úr galvaniseruðu blikki og voru innmúr-
aðir yfir þar til gerða eldstó. Fyrstu pottarnir,
sem fluttust til Vestmannaeyja, tóku 250 1 af
lifur (19), en síðar komu 400—500 1 pottar til
sögunnar. Vatn var haft í bilinu milli ytra og
innra byrðisins. Pottar þessir voru seinvirkir, og
tók fulla tvo tíma að hita lifrina upp í tilskilið
hitastig. Síðar voru þeir endurbættir á þá lund,
að gufan, sem myndaðist í kápunni, þegar vatnið
sauð, var leidd með pípum ofan í lifrarmassann.
Flýtti þessi breyting mjög fyrir upphituninni.
Lýsið, sem framleitt var í pottunum, var fyrsta
flokks að gæðum. Heitið meðalalýsi kemur fyrst
fyrir í Verzlunarskýrslunum árið 1903. Telja má
víst, að þar hafi verið um lýsi frá pottabræðslu
að ræða. Fyrst í stað var grútnum frá potta-
bræðslunum fleygt, en síðar var farið að láta
lýsið síga úr honum í þar til gerðum línpokum
(19), áður en honum var kastað.
Hin eiginlega gufubræðsla, sem fólgin var í
því, að leidd var háþrýst gufa frá katli ofan í
sjálfan lifrarmassann, var tekin í notkun í einni
bræðslu í Vestmannaeyjum árið 1909 (20) en í
Keflavík ekki fyrr en 1922 (21). Bræðslukerin
voru trektlaga tréker, og voru þau fyrstu flutt
inn frá Noregi. Þessi bræðsluaðferð er ennþá í
fullu gildi og er í notkun í nær öllum bræðslum
landsins. Verður vikið nánar að henni í loka-
kafla þessarar greinar.
Allar þær bræðsluaðferðir, sem nefndar eru
hér að framan, voru í notkun á Islandi á tíma-
bilinu frá 1910—1930, en hin eiginlega gufu-
bræðsluaðferð vann stöðugt á og var orðin ríkj-
andi bræðsluaðferð undir lok þriðja tugs aldar-
innar. Pottabræðslur voru þó enn allvíða til í lok
heimsstyrjaldarinnar síðari, einkum á Norður-
og Austurlandi, og ennþá er þær að finna á stöku
stað. Ennþá er líka lítið eitt framleitt af hrá-
lýsi á hverju ári.
Gufubræðslur voru settar í togarana árið 1927.
Heitið soðið lýsi hverfur úr Verzlunarskýrslun-
um um sama leyti.
Pressun lifrargrúts
Grútarpressur voru fyrst teknar í notkun á
Islandi að því er virðist á árunum upp úr 1910
um líkt leyti og farið var að bræða lifur með
gutu frá katli. 1 þeim var pressaður grútur frá
gufubræðslu til þess að hagnýta lýsið og mjöl-
efnin, sem eftir voru í honum.
1 grút frá gufubræðslu eru um 25% af lýsi,
en það samsvarar fjórða hluta af lýsinu, sem
í lifrinni er, hafi hún verið 65% feit. 1 honum
eru líka öll vefjarefni lifrarinnar.
Vinnslan var fólgin í því, að grútnmn var
safnað í þrær eða keröld og hann geymdur þar
til vertíðarloka. Súrlýsið, sem settist ofan á grút-
inn, var fleytt ofan af eftir hendinni. 1 vertíðar-
lok var grúturinn síðan þynntur með vatni, hit-
aður upp og síðan pressaður. Lýsið, sem fékkst