Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 216
214
TlMARIT VFl 1967
með þessu móti, var nefnt pressulýsi, og var það
bæði súrt og dökkt á lit.
Fyrst framan af voru pressukökurnar ekki
nýttar nema sem eldiviður eða til áburðar. Síðar
var þó farið að framleiða úr þeim lifrarmjöl, og
var byrjað að flytja það út 1927. Þessi útflutn-
ingur náði hámarki árið 1935 og nam þá 135
tonnum, en lagðist aftur niður 1938. 1 Noregi
var lifrarmjölsframleiðslan miklu umfangsmeiri.
Komst hún upp í 2000 tonn á ári, þegar bezt
gekk, en nam ekki nema 1000 tonnum fyrir
þremur árum. í norska lifrarmjölinu voru um
30% af lýsi.
Norðmenn fóru að pressa nýjan lifrargrút upp
úr 1920 (14) í þeim tilgangi að vinna úr honum
óskemmt lýsi í staðinn fyrir súrlýsið og pressu-
lýsið, sem áður fékkst. Nýjan grút er ekki hægt
að pressa, nema hann sé sérstaklega undirbúinn.
Aðferð Norðmanna var fólgin í því, að blandað
var í grútinn litlu magni af kalcium klorid
(CaCl2) og hann síðan snarphitaður með beinni
gufuhitun og loks pressaður. Þessi aðferð náði
ekki fótfestu á Islandi. Hinsvegar átti Guðmund-
ur Jónsson (22) frumkvæði að því, að sá háttur
var upp tekinn hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja
árið 1934, að nýjum grút var haldið snarpheit-
um í einangruðum kerum yfir nótt og hann
síðan pressaður næsta dag, og var hann þá vel
hæfur til pressunar. Úr pressukökunum var síð-
an framleitt lifrarmjöl. Pressulýsi kemur síðast
fyrir í Verzlunarskýrslum árið 1939, en árið áð-
ur hafði lifrarmjölsútflutningurinn lagzt niður.
SJcilvindur í lifrarbræðslum
Árið 1933 tók Lifrarsamlag Vestmannaeyja í
notkun tætara og skilvindur fyrir lifrargrút, sem
Vélsmiðjan Héðinn hafði smíðað eftir tillögum
Ásgeirs Þorsteinssonar (23), og ári síðar voru
sams konar tæki sett upp hjá Bræðslufélagi
Keflavikur. Grúturinn var tættur beint frá gufu-
bræðslunni og síðan skilinn í skilvindunum, og
náðist þannig úr honum talsvert magn af fyrsta
flokks lýsi, umfram það sem hægt var að fleyta.
Skilvindurnar voru af körfugerð og tóku um 30
1 skammt í einu. Voru þær látnar ganga í 1—3
mínútur með skammtinn, eftir því hve mikið var
að gera í bræðslunum, en lýsið síðan fleytt úr
körfunni. Árangurinn fór mjög eftir því, hve
lengi skilvindan var látin ganga með hvern
skammt. Að meðaltali reyndist grúturinn inni-
halda 20% af lýsi eftir skilnað, en lýsisinnihaldið
gat verið mun minna.
1 Noregi var byrjað að skilja lifrargrút í körfu-
skilvindum upp úr 1920 (14). Skilvindur Norð-
manna voru miklu stærri en hér gerðist og tóku
300 1 skammt í einu. Afköst þeirra voru um 1200
1 á klst., en lýsisinnihald í skildum grút um 15%
að meðaltali. Eftir skilnaðinn var lifrargrúturinn
fluttur í sérstaka lifrarmjölsverksmiðju til frek-
ari vinnslu.
1 Noregi tóku sívirkar diskaskilvindur að miklu
leyti við af körfuskilvindunum árið 1942. Um
sama leyti var að mestu hætt að nota körfuskil-
vindur í Vestmannaeyjum, en í Keflavík voru
þær hinsvegar í notkun fram yfir 1950.
Norrænu skilvindufyrirtækin A/S Titan (24)
og De Laval (25) hafa bæði framleitt bræðslu-
tæki fyrir fisklifur, sem fyrst og fremst byggj-
ast á skilnaði í diskaskilvindum. Titan-bræðslu-
tækin voru fyrst reynd á Islandi árið 1936 við
bræðslu karfalifrar. f henni eru að meðaltali um
28% af lýsi, en það er lítið eitt meira lýsismagn
en er í þorskalifrargrút frá gufubræðslu.
Vinnslan í Titan-tækjunum fór þannig fram,
að lifrin var fyrst kramin í sérstakri gerð af
lifrarpressu. Síðan var hún þynnt með vatni og
henni dælt í gegnum gufuhitara (kontakt-
emulsor), þar sem hún hitnaði upp í 114—140°C.
Úr gufuhitaranum fór lifrin um þrýstiminnkara
og bullsauð þá við þrýstifallið, en við það áttu
lifrarfrumurnar, sem ennþá voru heilar, að
springa. Blandan var síðan skilin í N.S. 66 eða
N.S. 70 skilvindum. Afköst pressunnar voru 400
1 af þorskalifur eða 300 1 af þorskalifrargrút á
klst. Ein Titan N.S. 70 skilvinda hafði undan
tveimur pressum að einskilja þorskalifrargrút.
Framleiðendur Titan-bræðslutækjanna héldu því
fram, að í þeim næðust 92—98% af lýsinu, sem
í lifrinni er. Vegna þess, hve mjög lifrin var þynnt
með vatni, voru litlir möguleikar á því að nýta
lifrarvefinn. Hinsvegar var lýsið allt fyrsta
flokks að gæðum.
Titan-bræðslutækin reyndust ekki nothæf við
bræðslu karfalifrar, nema lifrin væri lútsoðin fyr-
ir skilnaðinn. Við bræðslu þorskalifrar náði að-
ferðin ekki heldur útbreiðslu á Islandi í sinni
upprunalegu mynd. Hinsvegar hefir afbrigði af
henni verið allvíða í notkun við bræðslu þorska-
lifrargrúts. Var það einkum frábrugðið uppruna-
legu aðferðinni að því leyti, að notaður var Héð-
instætari í stað lifrarpressu. Athuganir, sem
gerðar voru á bræðsluárangrinum, bentu til þess,
að lýsistöpin hafi verið ámóta mikil og framleið-
andi skilvindnanna gerði ráð fyrir, að þau gætu
orðið mest (26). Titan-bræðslutækin eru allvíða
i notkun í Noregi.
Árið 1938 var hætt að pressa grútinn í Vest-