Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 220
218
TlMARIT VPl 1967
Mynd 3. Vinnslugangur í þorskalifrarbræðslu, er gufubræðir lifrina og lútsýður grútinn.
Flow diagram of cod liver processing plant in which the livers are steam rendered and the liver foots alJcali hydrolysed
natrónlút (NaOH) síðan stráð út á efnið. Á þenn-
an hátt nýttist upplausnarhiti natrónlútsins,
lifrarvefirnir leystust greiðlega sundur og kvoða
og blóðvatn skildu sig fljótt og vel að. Tryggvi
Ólafsson gekk árið 1938 frá aðferð til þess að
skilja kvoðu, sem fólgin var í því, að blandað
var litlu magni af súru þorskalýsi í heita kvoð-
una, síðan var sprautað heitum sjó yfir kvoðu-
kerið og flaut lýsið þá upp. Seinna fór Tryggvi
að nota ólífrænar sýrur í stað súrs lýsis. Þórð-
ur Stefánsson á Suðureyri við Súgandafjörð varð
árið 1943 fyrstur manna, það vitað er, til þess
að skilja lýsi úr kvoðu með því að hita hana upp
með nýjum grút. Köldu vatni var síðan sprautað
yfir kerið að upphituninni lokinni, og flaut þá
lýsið upp. Tvær síðastnefndu aðferðirnar höfðu
í för með sér, að bræðslurnar gátu unnið lýsi úr
kvoðunni, þótt þær ættu ekki skilvindur, og þurftu
því ekki lengur að senda hana óunna frá sér.
Árið 1937 var byrjað að lútsjóða lifrargrút í
togurunum, en fram að þeim tíma hafði grútn-
um verið kastað. Kvoðuna fluttu togararnir í land
þar sem hún var fullunnin. Notuð var lútsuðu-
aðferð Ásgeir Þorsteinssonar.
Hér verður nú lýst tveimur afbrigðum af lút-
suðuaðferðinni, sem eru í almennri notkun í ís-
lenzkum lifrarbræðslum:
Á vertíðinni 1953 var lifrarbræðslan í Grinda-
vík endurskipulögð og tekin þar upp lútsuða á
lifrargrút (26). Lútsuðuaðferðin, sem þar var
viðhöfð, er ennþá í notkun í allmörgum bræðsl-
um. Vinnslutilhögunin er sýnd á mynd 3.
Lifrin er fyrst gufubrædd á venjulegan hátt
og lýsið flejrtt ofan af kerunum. Grútnum er
síðan þrýst með gufu upp í miðlunarkerið, en
þaðan er hann látinn renna í lifrarkvörnina, þar
sem hann er tættur, og loks er honum dælt upp
á lútsuðukerin. Meðan gufubræðslan stendur yfir,
er grútnum safnað í lútsuðukerin og haldið heit-
um með beinni gufuhitun. Þegar lokið er að
bræða lifrina, er aukið við gufustreymið inn í
lútsuðukerin og grúturinn hitaður upp undir
suðu, en síðan lokað fyrir gufuna. Loks er
sprautað 30—35% upplausn af natrónlút
(NaOH) yfir yfirborð grútsins, án þess að hrært
sé í honum. Magnið af upplausninni er tíðast 30
1 fyrir hverja 1000 1, sem í kerunum eru. Kerin
eru síðan látin standa óhreyfð til næsta dags.