Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 223
TlMAR.IT VFl 1967
221
(7) Þórður Þorbjarnarson, Ársrit Fiskifélags Islands, (18)
fiskiðnrannsóknir, 6 (1944—1946) 36.
(8) Geir Arnesen, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, (19)
óbirtar rannsóknir.
(9) Brækkan O. R., Fiskeridirektoratets skrifter, (20)
Serie Teknologiske undersökelser 3 no. 6 (1958).
(10) Brækkan O. R. og Boge G., Fiskeridirektoratets (21)
skrifter, Serie Teknologiske undersökelser 4 no. 12 (22)
(1965). (23)
(11) Júlíus Guðmundsson, Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins, óbirtar rannsóknir. (24)
(12) Þórður Þorbjarnarson og Þorsteinr. Þorsteinsson,
Ársrit Fiskifélags Islands, fiskiðnrannsóknir 4 (25)
(1940—1941) 9.
(13) Tryggvi Ólafsson, einkaupplýsingar. (26)
(14) Johannesen A., „Fisketilvirkning og Fiskeindustri",
(1963) 279, J. W. Cappelens Forlag. (27)
(15) Drummond J. C. and Wilbraham A., „The English- (28)
man’s Food“, (1939) 456, Jonathan Cape, London.
(16) Möller F. P., „Cod-Liver Oil and Chemistry”, (29)
(1895) XLIII.
(17) Eiríkur Magnússon, Bréf til Jóns Sigurðssonar (30)
24 (1866), J. S. 142 fol. (31)
Tryggvi Gunnarsson, í „Brautryðjendum", (1950)
120, Vilhjálmur Þ. Gíslason, ritstjóri.
Árni Árnason, Drög að sögu lifrarbræðslu í Vest-
mannaeyjum (1959), handrit.
Eiríkur Einarsson, Vestmannaeyjum, einkaupplýs-
ingar.
Friðrik Þorsteinsson, Ægir 43 (1950) 109.
Guðmundur Jónsson, Isl. einkaleyfi nr. 116/1939.
Ásgeir Þorsteinsson, I „Verkfræðingatali", (1955)
14, Jón E. Vestdal og Stefán Bjarnason, ritstjórar.
TITAN Continuous Process Plant for Vitamin
Carrying Oils, A/S Titan, Copenhagen.
De Laval Centriflow Plant for Fish Liver, AB
Separator, Stockholm.
Þórður Þorbjarnarson, Vericefnaskýrsla Rann-
sóknastofu Fiskifélags Islands l (1959) 1.
Hörður Jónsson, Isl. einkaleyfi nr. 261/1953.
Reglur um útbúnað löggiltra lýsisvinnslustöðva o.
fl. (1935).
Þórður Þorbjarnarson, Ársrit Fiskifélags Islands,
fiskiðnrannsóknir 1 (1937) 19.
Ásgeir Þorsteinsson, Isl. einkaleyfi nr. 128/1940.
Ragnar Guðnason, einkaupplýsingar.
Umrœður
Páll Ólafsson:
Ég vil þakka dr. Þórði fyrir þetta fróðlega
erindi, sem var mjög gott að fá og er tímabært.
Lifrarbræðsla á sér merkilega sögu og er önn-
ur elzta grein íslenzks fiskiðnaðar, næst skreið-
arverkun.
Lýsið varð þegar á 14. öld önnur aðalútflutn-
ingsvara Islendinga ásamt skreið.
Þegar tekið var að bræða lifur með gufu frá
katli, var það eitt fyrsta skrefið, sem við höf-
um stigið í þróun tækninnar. Það má segja, að
þá sé véltæknin tekin fyrst í notkun hér á Iandi.
Heiðurinn af því mun Tryggvi Gunnarsson eiga,
því að óljóst er enn, hvort Grindavíkurprestur-
inn Oddur Gíslason hafi haft gufuketil. Það
mun hafa verið laust eftir 1880, sem Tryggvi hóf
gufubræðsluna.
Breti, sem hér var búsettur, lét að vísu setja
gufuvél í bát árið 1874, en ekki mun gufuvél
hafa komizt í eigu Islendinga fyrr en með kaup-
um á Ásgeiri litla um 1890.
Til viðbótar því, sem dr. Þórður segir um lýs-
ismagn þorskalifrar, má bæta því við, að hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins var lýsismagn-
ið rannsakað vikulega frá því í október 1965 til
maíloka 1966 og reyndist frá 75,4% í nóvember
og niður í 54,5% í marz.
Svo virðist sem lýsismagnið hafi farið minnk-
andi undanfarin ár. Þannig fór það lægst niður
í 54,0% á vertíðinni 1965, niður í 53,3% 1966
og niður í 48,3% 1967, samkvæmt rannsóknum,
sem h.f. Lýsi hefur látið gera. Var hér um að
ræða 9-16 sýnishorn af 3-12 tonnum af lifur í
hvert skipti.
Það, sem einkum er athyglisvert við þróunina
í lifrarbræðslu hér á landi og dr. Þórður rekur
rækilega, er grútarvinnslan. Það er sódabræðsl-
an og lifrarmjölsvinnslan.
Grútarvinnslan er hér á allt öðru stigi en
t.d. hjá Norðmönnum. Sódabræðslan hófst hér
árið 1937, eftir að hún hafði verið notuð við
bræðslu karfalifrar árið áður að frumkvæði dr.
Þórðar.
Sódabræðsla þorsklifrargrúts mun ekki hafa
þekkzt hjá Norðmönnum til skamms tíma.
Eins og rakið er í grein dr. Þórðar hefir h.f.
Lýsi framleitt lifrarmjöl úr grútnum frá því
árið 1954.
Um meðalalýsisframleiðsluna mætti geta þess,
að Garðar Gíslason mun hafa kaldhreinsað
þorskalýsi og flutt út um skeið um 1925.
Eins og fram kemur í grein Tryggva Ólafs-
sonar í 1. hefti Ægis þessa árs hefur útflutn-
ingur meðalalýsis lækkað á árunum 1961-66 úr