Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 225
TlMARIT VFl 1967
223
Hreinsun og herzla lýsis
Páll Ólafsson, efnaverkfræðingur
Kannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Inngangur
Framleiðsla lýsis og útflutningur á sér langa
sögu hér á landi. Lýsis er getið sem útflutnings-
vöru þegar árið 1323 (1). Á 14. öld verður lýsi
önnur aðalútflutningsvara Islendmga ásamt
skreið. Auk þorskalýsis framleiddu Islendingar
hákarlalýsi öldum saman.
í lok síðustu aldar og framan af þessari öld
stunduðu Norðmenn hvalveiðar hér við land og
framleiddu þá talsvert magn af hvallýsi í stöðv-
um, sem þeir áttu hér á landi. Hvallýsið fluttu
þeir út.
Norðmenn komu hér einnig upp fyrstu síld-
arverksmiðjunum og áttu nokkrar um skeið. Síð-
ustu verksmiðju þeirra keyptu Islendingar eftir
síðari heimsstyrjöld.
Um og eftir 1930 eykst framleiðsla lýsis veru-
lega hér á landi. Þegar ríkið byggði fyrstu verk-
smiðju sína á Siglufirði 1928—30 var brotið blað
í sögu síldariðnaðarins á íslandi.
Á árunum 1928—47 voru byggðar margar og
stórar síldarverksmiðjur af ríki, bæjarfélögum
og einstaklingum, en þeir síðast töldu byggðu
verksmiðjur á Ingólfsfirði, Djúpavík, Hjalteyri,
Dagverðareyri og víðar.
Á árunum 1947—50 eru síldarverksmiðjurnar
við Faxaflóa byggðar upp og stækkaðar. Og frá
1960 hafa verið byggðar miklar verksmiðjur á
Austf jörðum, í Vestmannaeyjum og við Faxaflóa.
Allur þessi mikli og góði verksmiðjukostur hefir
þó síður en svo nýzt sem skyldi vegna lítils afla
og oft algers aflaleysis á aðalmiðunum eins og
t.d. fyrir Norðurlandi.
Um skeið, einkum 1935—40 og 1950—60 unnu
síldarverksmiðjurnar allverulegt magn af karfa
og karfaúrgangi, en mjög hefir dregið úr þeirri
vinnslu vegna rýrnandi karfaveiða.
Nú síðustu árin hafa nokkrar síldarverksmiðj-
ur tekið að vinna loðnu í vaxandi mæli og hafa
við það skapazt mikil verðmæti.
Það var mikið átak fyrir ekki stærri þjóð en
íslendingar voru að koma upp síldarverksmiðj-
unum á árunum 1928—40 og það á miklum
erfiðleika tímum.
Þær voru búnar beztu vélum og tækjum eftir
því sem þá gerðist. T.d. voru SRN-verksmiðjan
á Siglufirði og verksmiðjumar á Djúpavík og
Hjalteyri búnar skilvindum, sem enn eru á
markaðnum og þykja góðar, þó að aðrar stærri
og fullkomnari ryðji sér nú til rúms.
Það er hætt við, að slíkt átak gleymist nú á
tímum stóriðju. Og víst er um það, að mönnum
hefir yfirleitt sézt yfir þá staðreynd, að síldar-
iðnaðurinn er fyrsti stóriðnaður á Islandi, en
hvorki áburðar- né sementsframleiðsla. Þessu
til staðfestingar má minna á, að síldarverk-
smiðja, sem bræðir tíu þúsund mál af sæmilega
góðri sumarsíld á sólarhring í einn mánuð eða
30 daga skilar afurðum fyrir um 130 miljónir
króna.
Síðustu árin fyrir síðari heimsstyrjöld voru
síldarafurðir um þriðjungur alls útflutnings ís-
lendinga að verðmæti.
íslenzkar lýsistegundir, gæði,
framleiðslumagn o.fl.
Hér á landi eru nú framleiddar eftirtaldar teg-
undir af lýsi: síldarlýsi, karfalýsi, loðnulýsi,
hvallýsi og þorskalýsi.
Allt síldarlýsi, karfalýsi, loðnulýsi og hvallýsi
er flutt út óhreinsað og fer til herzlu og er notað
í matarfitu að undanskildu búrhvalalýsi, sem
fer til annarrar notkunar vegna sérkennilegrar
samsetningar.
Nokkur hluti þorskalýsisframleiðslunnar fer
til herzlu, en verulegur hluti hennar er hreins-
aður, unninn og fluttur út sem meðalalýsi og
fóðurlýsi.
Allt síldarlýsi, karfalýsi, hvallýsi og loðnu-
lýsi er skilið í skilvindum og kemur því tiltölu-
lega hreint frá verksmiðjunum. Það getur þó
verið æði misjafnt að gæðum. Einkum er sýru-
magnið breytilegt.
Það er mjög mikilvægt fyrir nýtingu þessa
lýsis, að það sé hreinsað sem bezt þegar við
framleiðslu, því að það er allt flutt milli landa
til frekari hreinsunar og vinnslu. Það er og oft