Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 227
TÍMAKIT VFl 1967
225
’bragð- og lykteyðing (deodorisation), sem er
lokahreinsunin.
Afsýring
Við afsýringu er óbundnum fitusýrum lýsis
eytt með lút, sem myndar sápur með þeim.
Sápurnar þarf að hreinsa úr lýsinu, svo og önn-
ur óhreinindi.
Áður fyrr var þetta yfirleitt gert í 20—30
smálesta skömmtum af lýsi í kerum, sem búin
voru sérstökum hrærum, þvottatækjum o.fl.
Þessi aðferð mun talsvert notuð enn, m.a. í Bret-
landi (9), en eftir heimsstyrjöldina síðari liefir
rutt sér til rúms önnur aðferð, þ.e. samfelld af-
sýring með sérstökum blöndurum og skilvindum
o.s.frv.
Það eru einkum tvö fyrirtæki, sem selja sam-
stæður til samfelldrar afsýringar, Alfa Laval
AB, Tumba, Svíþjóð og Sharples Corp., Phila-
delphia, USA.
Iíingað til lands hafa nú verið keyptar tvær
samstæður Alfa Laval-tækja. Sú fyrri var keypt
af Hydrol h.f. í herzluverksmiðjuna og sú síð-
ari af Lýsi h.f. til hreinsunar á meðalalýsi og
öðru lýsi.
Fyrri samstæðan hefir verið í notkun frá því
á árinu 1963 en sú síðari frá því snemma árs
1965. Er því fengin reynsla af þessari aðferð.
Aðaltæki þessara samstæðna eru tvær skil-
vindur, tveir blandarar af sérstakri gerð, sog-
þurrkari (vacuum þurrkari), hitarar, rennslis-
mælar auk nauðsynlegra dæla, kera, mæla o.s.
frv. Afsýringin fer þannig fram, að heitt lýsið
er blandað sódalegi og sápurnar, sem við það
myndast skildar frá í skilvindu. Frá þeirri skil-
vindu fer lýsið svo í aðra skilvindu og er bland-
að heitu vatni í leiðinni. Þar er það skilið og
þvost þá sápurnar, sem eftir voru, úr því.
Með sápunum fara ýmis konar óhreinindi, lit-
arefni o.fl. úr lýsinu, svo að það lýsist að jafn-
aði við afsýringuna. Þá sápast og lítið eitt af
lýsinu auk sýranna, og nokkuð af lýsi fer með
sápunum.
Ekki mun ráðlegt að ætla rýrnun á lýsinu af
þessum sökum minni en 50% af sýrumagninu.
Við afsýringu á lýsi með 3% af fríum sýrum
verður rýrnun þá um 4%%.
Að lokinni afsýringu og þvotti fer lýsið í þurrk-
arann. í þannig afsýrðu lýsi er sýran undir 0,05%
og minna en 100 ppm (parts per million eða
milljónustu hlutar) af sápum eða einn tíundi pro
mille.
Þar sem afsýra á verulegt magn af lýsi verð-
ur að nýta sápulöginn. Það er gert með því að
sjóða hann með brennisteinssýru. Breytast þá
sápurnar í fitusýrur og fæst þá súrlýsi (acid oil)
með 60—80% af fríum fitusýrum. Er það dökkt
og verðlítið sem slíkt og því nauðsynlegt að
reyna að vinna það frekar.
Bleiking
Bleiking hefir það markmið fyrst og fremst
að hreinsa lýsið af ýmsum litarefnum, sem mikið
getur verið af, eins og t.d. í sumu góðu síldarlýsi.
Slíkum litarefnum er auðvelt að ná úr lýsinu. En
oft stafar litur af því, að lýsið er unnið úr
lélegu hráefni.
Eins og þegar er getið bleikist lýsið að jafn-
aði nokkuð við afsýringuna.
Til bleikingar er notaður svonefndur bleikileir
(bleaching earth), ýmist beint úr náttúrunni eða
sýruþveginn, en við það fæst mun öflugri leir
(activated bleaching earth). Algengast mim enn
að bleikja lýsi í skömmtum, um 20—30 smálestir
í einu, en samfelld bleiking hefir verið tekin upp
hjá mörgum fyrirtækjum í fituiðnaðinum í USA
og víðar.
Til bleikingar þarf mismunandi mikið af leir
og fer þörfin einkum eftir lit og gæðum lýsisins
og því, hversu öflugur leirinn er.
Lýsistöpin fara m.a. eftir því, hve þungur leir-
inn er í sér, þ.e. eiginþyngd hans (bulk density).
Auk þess þarf að taka tillit til áhrifa leirsins á
lýsið, t.d. hve mikið hann sýrir það.
Við bleikinguna er lýsið hitað í 80-—85°C við
sog (vacuum) og blandað leirnum með góðri
hræru í 20—30 mín. Síðan er leirinn síaður frá
lýsinu.
Útbúnaður sá, sem þarf til bleikingar er því
ker, sem taka 20—30 smálestir af lýsi, búin góð-
um hrærum, hiturum, sogmyndunartækjum
(vacuum útbúnaði), síupressur o.fl.
Til samfelldrar bleikingar þarf mun flóknari
útbúnað en með gömlu aðferðinni.
Auk litarefna og ýmis konar óhreininda bind-
ur leirinn nokkuð af lýsi, svo að þegar hann er
síaður frá verða eftir 30—40% af lýsi í leirkök-
unni.
Ef notuð eru við bleikinguna 2y2% af leir
miðað við lýsi fara um iy>—2% af lýsinu með
leirnum.
Erfitt er að ná þessu lýsi og nýta það. Það
er verðlítið.
Herzla
Tilgangurinn með herzlu lýsis er að breyta þvi
í harða fitu, sem bráðnar við 30—55°C og þolir