Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 229
TlMARIT VFl 1967
227
Norðmenn voru meðal brautryðjenda í fitu-
herzlu og ekki sízt lýsisherzlu (11). Ber þar
hæst nafn Carl Fr. Holmboe, sem vann að bygg-
ingu og starfrækslu De-No-Fa 1913—15, en þau
ár herti De-No-Fa 58.500 smálestir af lýsi (12).
Holboe varð eftir það um nokkurra ára skeið
yfirverkfræðingur og helzti ráðunautur Sir
William Lever, síðar Lord Leverhulme. Hann
varð svo aðalforstjóri De-No-Fa 1923—40 og
aftur eftir síðari heimsstyrjöldina (13).
Herzluverksmiðjur voru margar byggðar eftir
rannsóknum Norðmanna í öllum heimsálfum
fram að síðari heimsstyrjöld. Voru herzluafköst
þeirra verksmiðja árið 1939 um fjórðungur af-
kasta allra slíkra verksmiðja í heiminum (11).
Er af þessu öllu hin markverðasta saga.
Það er athyglisvert, að meginhráefni De-No-Fa
hefir alltaf verið lýsi og þá fyrst og fremst hval-
lýsi (11), enda átti stofnun De-No-Fa rót sína
að rekja til hinnar vaxandi framleiðslu hvallýsis.
Á árunum 1913—30 herti De-No-Fa eingöngu
lýsi og á árunum 1951-—60 voru hertar 861 þús-
und smálestir lýsis eða yfir 86 þúsund lestir til
jafnaðar á ári, en aðeins 92.2 þúsund lestir af
jurtaolíum allt tímabilið eða rúmlega 9 þúsund
lestir á ári til jafnaðar (12).
Hér á landi munu menn snemma hafa haft
spurnir af starfsemi De-No-Fa og nýtingu þess
fyrirtækis á lýsi. En ekki mun hafa verið auð-
velt að fá nokkrar upplýsingar að gagni um
herzluna.
Víðast hvar ríkti mikil leynd yfir slíkri starf-
semi og var 1945 talið, að meginið (95%) af
niðurstöðum af rannsóknum herzluverksmiðja
væru yfirleitt geymdar í skjalasöfnum þeirra,
en ekki birtar. Mest af því sem birt hafði verið
var og talið næsta lítils virði (14).
Nýlega var frá því skýrt, að í verksmiðju De-
No-Fa voru áður fyrr notuð mælitæki, sem ekki
voru rétt ,,for at ingen hemmeligheter skulle sive
ut“ (12).
Nú er ekki eins mikil leynd yfir þessari starf-
semi og áður fyrr og tæplega nokkru meiri en
gengur og gerist í efnaiðnaði. Ekki er nokkrum
vandkvæðum bundið að kaupa öll tæki til herzlu
o.s.frv. og fá um leið nauðsynlegustu leiðbein-
ingar um framleiðsluhætti eins og algengt er við
kaup á ýmis konar vélum og tækjum til slíkrar
framleiðslu.
Hins vegar krefst fituherzla nákvæms eftirlits
með framleiðslunni. Á því sviði sem öðrum eru
gerðar æ meiri kröfur um gæði vörunnar. Var
vikið að því að nokkru hér áður.
1 skýrslu Skipulagsnefndar atvinnumála, sem
starfaði á vegum ríkisstjórnarinnar á árunum
1934—36 (15) er skýrt frá lauslegri kostnaðar-
áætlun um stöð til herzlu á lýsi fyrir innanlands-
markað. Er þar byggt á tilboðum í vélar o.fl.,
sem þeir útveguðu Trausti Ólafsson og dr. Þórð-
ur Þorbjarnarson frá þýzkum og enskum fyrir-
tækjum. Mun þetta vera fyrsta athugun, sem
gerð hefir verið hér á landi um stofnkostnað
herzluverksmiðju.
Á stríðsárunum kannaði stjórn Síldarverk-
smiðja ríkisins þetta mál og aflaði tilboða í vél-
ar og önnur tæki fyrir herzluverksmiðju.
Á árunum 1945—47 starfaði nefnd á vegum
ríkisstjórnarinnar að undirbúningi að stofnun
herzluverksmiðju á Siglufirði, en það starf féll
niður m.a. vegna aflaleysis á síldveiðum. Árið
1948 tekur svo til starfa herzlustöð Lýsissamlags
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda undir stjórn Ás-
geirs Þorsteinssonar verkfræðings. 1 upphafi var
gert ráð fyrir, að hún herti fyrst og fremst
stearin, sem fellur til við kaldhreinsun þorska-
lýsis. Hingað til hefir eingöngu verið hert þorska-
lýsi í herzlustöðinni. Framleiðslan hefir öll farið
á markað innanlands, að undanskildu því, sem
seit var af harðfeiti blandaðri sykri á erlendum
markaði um stuttan tíma. Framleiðslan hefir
verið 500—700 smálestir á ári.
Árið 1958 seldi Lýsissamlagið herzluverk-
smiðju sína ásamt öðrum eignum. Var þá stofn-
að h.f. Hydrol, sem á herzluverksmiðjuna og
rekur hana.
Þessi verksmiðja er því miður mjög lítil og er
kostnaður allur við framleiðsluna því tiltölulega
mikill. Þannig er t.d. ekki hægt að herða nema
tvær smálestir lýsis í einu, en lyktarhreinsa
f jórar.
Á síðustu sex árum hafa þó verið gerðar mik-
ilsverðar endurbætur á verksmiðjunni.
Fram til ársins 1960 var vetnið framleitt í
verksmiðjunni með rafgreiningu, en frá þeim
tíma hefir það verið fengið frá Áburðarverk-
smiðjunni h.f. í Gufunesi. Er því dælt þaðan eftir
tveggja þumlunga víðri plastæð, sem liggur á
sjávarbotni yfir Viðeyjarsund, en á landi eftir
stálpípum. Er þessi æð alls á fjórða km á lengd.
Var rafgreinirinn orðinn mjög úr sér genginn
og varhugaverður í notkun, en auk þess dýr í
rekstri.
Árið 1962 var tekinn í notkun nýr sjálfvirkur
gufuketill.
Eins og frá var skýrt áður var keypt fyrir
þremur árum Alfa Laval skilvindusamstæða til
samfelldrar afsýringar, hinar fullkomnustu vélar.