Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 230
228
TlMARIT VPl 1967
Skilyrði til aukningar lýsisherzlu á lslandi
Afköst herzluverksmiðju Hydrols h.f. mætti
auka mikið með hlutfallslega litlum tilkostnaði,
ef fjárhagur og markaður leyfðu það.
Eftir vetnisæðinni má flytja miklu meira magn
af vetni en nú er gert. Með skilvindusamstæð-
unni má hreinsa 50 smálestir af lýsi eða harð-
feiti á sólarhring eða um 15.000 smálestir á ári.
Gufuketillinn getur skilað talsvert meiri gufu en
þörf er fyrir nú, enda er verksmiðjan starfrækt
aðeins á daginn.
Nokkuð af aðaltækjunum til bleikingar eru til
í verksmiðjunni. Lýsisgeymar taka um 1500 smá-
lestir.
Herzluverksmiðjan stendur á landi, sem verð-
ur við hina fyrirhuguðu Sundahöfn Reykjavíkur-
borgar, en vetnisæðin liggur um hafnarsvæðið og
þarf því að flytja hana.
Með tilkomu hinnar nýju hafnar breytist mjög
aðstaða herzluverksmiðjunnar.
Ef kleift reynist að stækka verksmiðjuna veru-
lega er það mikilsvert og raunar óhjákvæmilegt
skilyrði, að hún sé við höfn, því að mest allt
lýsismagnið myndi þurfa að flytja að og meginið
af afurðunum til útlanda.
Ef koma ætti á stofn annarri og afkastameiri
herzluverksmiðju hér á landi — og þá væntan-
lega utan Reykjavíkur, þarf að undirbúa það mál
vel tæknilega og fjárhagslega og ekki sízt sölu
afurðanna, en sú hlið mála hefir ekki alltaf verið
undirbúin sem skyldi hér á landi.
Hér verða þessum málum ekki gerð nein telj-
andi skil, enda eru þau í rannsókn á vegum rík-
isstjómarinnar eins og frá hefir verið skýrt á
Alþingi.
Aðeins verður vakin athygh á nokkrum veiga-
miklum atriðum. Eitt hið fyrsta, sem kanna þarf
til hlítar er það, hvernig framleiða á vetnið. Ef
framleiða á það með rafgreiningu þarf til þess
ódýrt rafmagn.
Til framleiðslu eins rúmmetra af vetni (0°C
og 760 mm Hg/þrýsting abs.) þarf um 5 kwst.
Til herzlu á einni smálest af lýsi fer um einn
rúmmetri af vetni fyrir hverja einingu, sem joð-
talan lækkar um.
Ef herða ætti 50 smálestir af lýsi á dag, þannig,
að joðtalan lækki um 80 einingar fara til þess
um 4000 m3 af vetni og til framleiðslu þess
20.000 kwst af rafmagni. 1 þessa 4000 m3 af
vetni fara um 320 kg af eimuðu eða hreinsuðu
vatni. Auk þess þarf lítið eitt af kalium- eða
natriumhydroxydi, en kostnaður er lítill af þeim
liðiun.
Rafgreiningartækin eru fyrirferðarmikil og
dýr. Auk þess er þörf á afriðlum o.fl.
Hins vegar fæst yfirleitt hreinna vetni með
rafgreiningu en með öðrum aðferðum, en það
er ekki eins mikið atriði nú á dögum og áður
fyrr.
Til afsýringar á lýsi þarf natriumhydroxyd,
og natriumkarbonat og til nýtingar sápulagar
brennisteinssýru. Allt eru þetta verðlág efni, en
flutningskostnaður er talsverður hluti af verð-
inu.
Við bleikinguna þarf leir og er nokkur kostn-
aður af honum. Við herzluna er notaður nikkel-
hvati og myndi hann væntanlega verða fram-
leiddur í verksmiðjunni úr aðfluttum efnum. Þar
sem nikkelhvatinn er dýr og talsverð fita fylgir
honum er nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að
ná fitunni og hreinsa nikkelið.
Stærstu liðir rekstrarkostnaðar myndu verða
vinnulaun og afskriftir og væri mikils um vert,
að framleiðslan yrði sem mest samfelld (conti-
nous) og að henni yrði stjórnað með nýtízku
tækjum eða sjálfvirk eins og það er nefnt. Um
sjálft aðalhráefnið — lýsið — er þess helzt að
geta, að verð á því er mjög breytilegt og gerast
breytingar á verðinu oft með skjótum hætti. Er
þess skammt að minnast er verð á lýsi féll mjög
mikið á skömmum tíma.
Frá því um 1950 hefir verð á lýsi verið frá £29
upp í £140 á smálest, þ.e. hæsta verð þess næst-
um fimmfalt það lægsta. Auk þess eru alkunnar
hinar miklu sveiflur í aflabrögðum á síldveiðum.
Af þessu er ljóst, að lýsisherzla er mjög
áhættusöm og krefst mikils fjármagns.
Á móti vegur það hins vegar, að verð á harð-
feiti er ekki eins miklum breytingum undirorpið
og verð á lýsi. Hjá flestum verksmiðjum, sem
herða lýsi, er það svo, að lýsið er minnihluti hrá-
efna og herzlan aðeins einn þáttur starfseminnar.
Þær verksmiðjur vinna m.a. jurtaolíur úr soya-
baunum, fræjum og hnetum o.fl. og framleiða
fóðurefni o.fl. um leið. Hreinsa þær síðan jurta-
olíurnar og herða sumt af þeim.
Sérstöðu hefir De-No-Fa haft frá upphafi, en
sú verksmiðja byggði starfsemi sína eingöngu á
lýsi eins og þegar var getið. Til skamms tíma
áttu Lever Brothers mikinn hlut í þeirri verk-
smiðju, en hafa nú selt hann Norðmönnum. Hefir
De-No-Fa nú sameinast öðru stóru fyrirtæki,
Lilleborg Fabrikker, en það fyrirtæki átti fyrir
þrjár verksmiðjur til framleiðslu jurtaolía og