Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 231
TlMARIT VPl 1967
229
geta unnið úr 90.000 smálestum af fræjum, hnet-
um o.fl. á ári.
Auk De-No-Fa herða tvær aðrar verksmiðjur
lýsi í Noregi.
Harðfeitin fer oft beint til notenda, ýmist sem
slík eða í fitublöndum, sem hertar eru, og fer
flutningur þá fram í tankbílum og tankvögnum.
Margar verksmiðjur, sem herða jurtaolíur og
lýsi eiga beint eða óbeint hlutdeild í verksmiðj-
unum, sem nota harðfeitina. Þess gætir og æ
meir að herða þarf fituna eftir sérstökum ósk-
um kaupenda.
Sú harðfeiti, sem seld er milli landa, er yfir-
leitt ekki fullhreinsuð, þ.e. lyktarhreinsuð, heldur
lætur kaupandi gera það (16).
1 Noregi, Danmörku, Þýzkalandi og Englandi
o.v. eru fleiri en ein herzluverksmiðja í hverju
landi, afköstin mikil og samkeppni hörð.
Eftir því sem tækninni hefir fleygt fram á
þessu sviði hefir minnkað bilið á milli verðs á
hreinsuðu og hertu lýsi og óhreinsuðu lýsi.
Flestar standa erlendu herzluverksmiðjurnar á
gömlum merg og eiga talsvert af eignum sínum
afskrifaðar. Þær geta því boðið betri kjör en sá,
sem væri að hefja starfsemina. Þessar verksmiðj-
ur eiga á að skipa vel þjálfuðu starfsliði og
tæknimenntuðum mönnum.
Hjá flestum þessum verksmiðjum eru reknar
viðtækar vísindalegar rannsóknir, sem fram-
leiðsla og notkun afurða byggist á.
Á s.l. ári var tekin í notkun í Karlshamn í
Svíþjóð hjá Karlshamns Oljefabrikker mikil
rannsóknastofnun, sem eingöngu á að fjalla um
fiturannsóknir. Hún kostaði um 40 milljónir ís-
lenzkra króna (17).
1 Vlaardingen í Hollandi reka Unilever rann-
sóknastofnun, þar sem vinna um 850 manns (18),
auk þess sem sú samsteypa rekur margar aðrar
slíkar stofnanir. Eitt meginverkefni þeirra er
fiturannsóknir.
Þær stofnanir, sem hér hefir verið rætt um
eru eingöngu rannsóknastofnanir, sem f jalla ekki
um rekstrareftirlit. Það er einkum áberandi nú
síðustu árin, hve mikið birtist af niðm’stöðum
rannsókna á þessu sviði í hinum kunnu tímarit-
um um fiturannsóknir og í ýmsum skýrslum
eins og t.d. frá þingum norrænna sérfræðinga
um þráa í hreinni fitu og feitum matvælum.
Við Islendingar framleiðum nú mikilvægt og
gott hráefni í nútíma matarfitu og það í all-
miklu magni. Okkur ber því að vanda vel til
þeirrar framleiðslu ekki síður en annarrar og at-
huga vel, hvað gera má til að auka verðmæti
framleiðslunnar.
Summary
The paper deals with fish oil refining and
hydrogenation with particular reference to Ice-
land.
Chapter 1 is a historical introduction. For
six centuries fish oil has been one of the main
products exported from Iceland.
Chapter 2 gives a survey of the quality and
quantities of Icelandic fish oil production. The
quantity has risen rapidly in the last decade
and was over one hundred thousand tons in
1965.
Chapter 3 is on the uses of fish oils in the
edible fats industry in Europe. In the years
1959—61 hardened fish oils amounted to 33%
of the total quantity of fats and oils used in
the production of margarine in Great Britain.
Chapters 4, 5 and 6 are short descriptions of
modern refining, bleaching, hydrogenation and
deodorisation of fish oils.
Chapter 7 is devoted to hydrogenation of fish
oils in Iceland. One small plant was established
in 1948 and produces 500—700 tons of hydro-
genated cod hver oil yearly, which all goes to
the Icelandic margarine and bakery fats produc-
tion.
Possibilities for increasing the production are
discussed.
Chapter 9 covers the references quoted, which
are 18.
Heimildir
(1) Jón Jóhannesson: Islendinga saga, II Fyrirlestrar
o.s.frv., Almenna bókafélagið, Reykjavík 1958
bls. 139 o.v.
(2) Fjármálatíðindi gefin út af Hagfrseðideild Seðla-
banka Islands og Ægir gefinn út af Fiskifélagi
Islands.
(3) McKerrigan, A. A.: J. Am. Oil Chem. Soc. 41,
aprilhefti bls. 56—63 (1964).
(4) Andersen, A. J. C.: Refining of oils and fats
for edible purposes, 2. útg., Pergamon Press,
Oxford 1962.
(5) Swern, D., ritstj.: Baileys Industrial oil and fat
products, 3. útg., Interscience Publishers, New
York 1964.
(6) Schwitzer, M. K.: Continous processing of fats,
Deonard Hiil Ltd., London 1951.
(7) Bailey, B. E., ritstj.: Marine oils, with parti-
cular reference to those of Canada, Bulletin no.
89, Fisheries Research Board of Canada, Ottawa
1952.
(8) Lilde, R.: Die Raffination von Fetten und fetten
ölen, Verlag von Theodor Steinkopff, Dresden og
Leipzig 1962.
(9) Devine, J. og P. N. Williams: The chemistry
and technology of edible oils and fats, Pergamon
Press, Oxford 1961.