Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 237
TlMARIT VFl 1967
235
Lýsið er því fjarska viðkvæmt fyrir verðsveifl-
um og ein ódýrasta fitutegundin, sem völ er á.
Það, sem þessu veldur, er hin sérstæða efna-
bygging lýsis yfirleitt og verður nánar greint frá
því síðar.
Eftirtaldar lýsistegundir eru einkum fram-
leiddar á íslandi:
Lifrarlýsi: Þorskalýsi, ufsalýsi.
Búklýsi: Síldarlýsi, karfalýsi, loðnulýsi,
hvallýsi, spermlýsi.
Ýmsar fleiri lýsistegundir eru framleiddar, en
í litlu magni.
Hvallýsi er unnið úr skíðishvölum, en sperm-
lýsi úr búrhvölum. Hvallýsið er ekki óáþekkt
framangreindu fiskbúklýsi að efnabyggingu, en
spermlýsið er aftur á móti mjög frábrugðið.
Það hefði verið æskilegt að geta í þessu erindi
rakið sögu eftirvinnslu á lýsi hérlendis, það er
þó ekki hægt, þar sem efniviður í slíka sögu er
ekki til. Eina eftirvinnslan, sem hér hefur farið
fram auk framleiðslu á meðalalýsi og fóðurlýsi,
er afsýring og herzla á litlu magni af þorskalýsi
og munu því gerð skil í öðru erindi. Það, sem á
eftir fer, er því nær einvörðungu byggt á reynslu
annarra þjóða, bæði hvað viðkemur rannsókn-
um og nýtingu á lýsi.
Efnabygging lýsis
Allar þær lýsistegundir, sem hér er greint frá,
að undanteknu spermlýsinu, eru að langmestu
leyti samsettar úr þríglyseríðum. Þar við bætast
óbundnar fitusýrur og fer magn þeirra mest
eftir ástandi hráefnisins, þegar það var unnið.
Auk þess er alltaf í lýsinu lítilsháttar magn af
vítamínum, litarefnum, kolvatnsefnum, sterólum,
fosfatíðum og ýmsum fleiri sporefnum. Flest
þessara efna tilheyra svonefndum ósápanlegum
efnum, en af þeim innihalda framangreindar lýs-
istegundir venjulega 1—2%. Þó ber þess að
geta, að magn ósápanlegra efna í lýsinu er dálítið
misjafnt eftir árstíðum og mest í lýsi, sem unnið
er úr fiturýrum fiski. T.d. getur magn ósápan-
lengra efna í lýsi úr magurri vorsíld komizt upp
í a.m.k. 4%, enda þótt síldarlýsi innihaldi venju-
lega 1—1,5% af þessum efnum. 50—-70% af
ósápanlegum efnum í þessum lýsistegundum er
kólesteról.
1 spermlýsi eru um 35—40% af ósápanlegum
efnum, en kólesterólmagnið er þó svipað og í
fyrrgreindum lýsistegundum. Eins og áður er
sagt eru lýsistegundir þessar að mestu samsett-
ar úr þríglyseríðum, þ.e.a.s. estersamböndum
glyseríns með þremur fitusýrum, og svipar þeim
að því leyti til bæði jurtafeiti og fitu landdýra.
Hins vegar eru miklu fleiri tegundir af fitusýr-
um í lýsinu. Auk þeirra fitusýrutegunda, sem
bæði finnast í fitu landdýra og jurta, aðallega
palmitínsýru, stearínsýru og óleínsýru, þá finn-
ast í lýsi bæði mettaðar og ómettaðar sýrur
með frá 12—24 kolefnisatómum og allt frá 0 til
6 tvöföldum böndum milli kolefnisatóma.
Sumar jurtaolíur (þurrkolíur) innihalda mikið
magn af línolíusýru og línólensýru, sem hafa, sú
fyrri tvö, en hin síðari þrjú tvöföld bönd milli
ákveðinna kolefnisatóma.
Ef þessar sýrur á annað borð finnast í lýsi,
þá mun það aðeins vera í litlu magni.
Rannsólmir á efnabyggingu lýsis
Allri rannsóknatækni hefur fleygt mjög fram
á seinni árum og víða erlendis eru rannsókna-
stofnanir, sem einvörðungu sinna fiturannsókn-
um.
Víðtækastar lýsisrannsóknir hafa átt sér stað
í Noregi, Bandaríkjunum og Japan. Islendingar
hafa lítið lagt til málanna eins og flestar aðrar
smáþjóðir. Þó er vert að geta rannsókna á ís-
lenzku síldarlýsi, sem Óskar Bjarnason (1) fram-
kvæmdi ásamt M. L. Meara árið 1944. Hér var
um grundvallarrannsókn að ræða á sínum tíma.
Nú eru aftur á móti fitusýrur bezt aðgreindar
með nýju rannsóknatæki, sem nefnist gaschro-
matograph, og fást með því miklu nákvæmari
niðurstöður en áður hafa fengizt.
Norðmenn (2) hafa nýlega birt niðurstöður á
fitusýrugreiningum á þorskalýsi og íslenzku síld-
arlýsi, en þær rannsóknir eru of yfirgripsmiklar
til þess að hægt sé að birta niðurstöðurnar hér
í heilu lagi. Hins vegar skal hér birtur saman-
burður á ómettanleika fyrrnefndra lýsisteg-
unda.
Eins og sjá má af þeim upplýsingum, sem í
töflunni felast, þá finnst í öllum þessum lýsis-
tegundum talsvert magn af háómettuðum fitu-
sýrum. Ekki er hægt að segja, að full vitneskja
sé fyrir hendi um það, hvernig fitusýrumar skipt-
ast í glyseríðin, en það er þó víst, að allar þess-
ar lýsistegundir innihalda urmul af glyseríðum,
sem að fitusýrubyggingu eru ólík hvert öðm.
Það er þetta atriði, sem öðru fremur einkennir
sjávardýrafitu. Hér er sem sagt raunverulega
um að ræða blöndu af mörgum mjög ólíkum
efnum.
Ekki skal þess freistað hér að gera efnabygg-
ingu lýsis mikið nánari skil, enda væri þá farið
út fyrir eðlileg mörk þessa erindis. Það eru þó