Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 238
236
TlMARIT VFI 1967
TAFLA 5
Fitusýrudreifing í nokkrum lýsistegundum*)
Fatty acid distribution in some fish oils
Lýsi Joð- tala Iodine value % af fitusýrum (heildarmagni) % of total fatty acida
Fish oil Hexaen- sýrur Pentaen- sýrur Tetraen- sýrur Trien- sýrur Dien- sýrur Monoen- sýrur Mettaðar Saturated
Sildarlýsi Herring oil 143 9.3 12,6 3,4 0,5 2,6 41,5 30,0
Loðnulýsi Capelin oil 108 4,5 5,5 1,8 1,0 2,8 60,0 24,0
Karfalýsi Bedfish oil 142 8,7 10,5 2,2 0,1 2,6 58,0 18,0
Þorskalýsi Cod liver oil 167 13,2 11,8 2,8 0,9 2,5 54,0 15,0
*) Olav Nortevarp, Recent Findings in Fatty Acid Composition o£ Marine Oils in Georg Borgström, Fish as Food,
Vol. 1, New York.
SlldarlýsiO er unniö úr islenzkrl sild, en hinar lýsistegundimar munu unnar úr fiski, sem veiddur er við Noreg
og getur þvi slcakkað nokkru, borið saman við íslenzkan fisk.
Þess ber einnlg að geta, að nokkrar árstiðasveiflur eru í fitusýrudreifingunni.
enn nokkur atriði, sem ég tel nauðsynlegt að
minnast lítillega á.
Allt fram á síðustu ár hefur það verið ríkj-
andi skoðun, að í lýsi fyndust aðeins fitusýrur
með jafnri tölu kolefnisatóma, sem væru bundin
saman í beinni ógreindri keðju, en nú hafa auk
þess í ýmsum lýsistegundum fundizt sýrumar
Cis, Cis, Cn, C]B og C2, með bæði beinni og grein-
óttri kolefniskeðju, en í örlitlu magni (Shor-
land) (3).
Eins og áður er getið, þá er það vitað, að
fitusýrumar hafa allt frá 0 (þ.e.a.s. mettaðar
sýmr) og upp í sex tvöföld bönd milli kolefnis-
atóma í sama mólekúli, en staðsetning þessara
tvöföldu banda í mólekúlinu er ekki þekkt með
vissu.
Ýmsir eldri vísindamenn, svo sem Hilditch (4)
hinn enski og auk hans nokkrir japanskir fræði-
menn, héldu því fram að ethylenhópar (-CH2
-CH2-) fremur en methylenhópar (-CH2-) að-
skildu tvöfalt bundin kolefnisatóm.
Næstum allir þeir vísindamenn, sem á und-
anfömum ámm hafa fjallað um þessi mál
(Privett, Klenk, Wittcut), halda því aftur á móti
fram, að síðamefnd bygging, þ.e.a.s. methylen-
aðskilnaður, sé yfirgnæfandi í lýsi og líkist það
að því leyti jurtaolíum.
Þetta er að því leyti heppileg niðurstaða, að
fitusýrur með methylenaðskilnaði eru miklu virk-
ari, en ef um ethylenaðskilnað væri að ræða.
Þegar ómettanleikinn er undirstaða nýtingar-
innar (þurrkolíur og skyld efni), skiptir þetta
atriði miklu máli, en er um leið aðalorsök þess,
hve auðveldlega lýsið þránar.
Lýsislyht
Eitt af því, sem þarfnast úrlausnar, er að
finna orsakir hinnar óþægilegu lyktar, sem oft-
ast fylgir lýsi og meðal annars veldur því, að
menn hafa hikað við að nota það meira í iðnað-
inum en raun ber vitni um. Rannsóknir þessa
fyrirbæris hafa staðið yfir um langt skeið víða
um heim. Það em einkum tvær tegundir lyktar-
efna, sem hér munu koma við sögu.
1 fyrsta lagi efni, sem myndast við ildingu
(oxidation) á háómettuðum fitusýrum og í öðru
lagi reikul köfnunarefnissambönd, sem einhverra
orsaka vegna losna úr stærri mólekúlum og eiga
rót sína að rekja til eggjahvítuefna og skyldra
efna, sem í litlu magni finnast í lýsinu.
Það er augljóst, að til þess að hægt sé að
hindra myndun þessara lyktarefna eða a.m.k. að
binda þau um leið og þau myndast, þá er
vitneskja um byggingu þeirra nauðsynleg.
Það, sem einkum torveldar rannsóknirnar, er
að sjálft lyktarefnamagnið virðist ætíð vera ör-
lítill hluti af sjálfu lýsinu.
Fjöldi reikulla efna hefur þegar verið einangr-
aður úr lýsi, og em það aðallega karbónylefni, súr
aldehyd og ketonar og auk þess nokkuð af amín-
um.
Það er að vísu hægt að fjarlægja lyktarefnin
að mestu úr lýsinu t.d. með gufueimun (deo-