Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 241
TlMARIT VFl 1967
239
alalýsi og fóðurlýsi (kaldhreinsun) þá byggist
enginn hérlendur iðnaður á lýsi sem hráefni. Ég
hef því reynt að afla mér upplýsinga frá Banda-
ríkjunum og Noregi, en hvað mest mun hafa
verið leitað nýrra leiða í þessum tveimur lönd-
um til nýtingar á lýsi. Sennilegt þykir mér, að
sama máli gegni um Japan, en þaðan hef ég
engar fregnir.
A. Bandaríkin
Það er skemmst frá því að segja, að lýsis-
iðnaðurinn í Bandaríkjunum hefur irm langt ára-
bil átt erfitt uppdráttar. Ýmsar orsakir eru til
þess að þróunin hefur orðið slík, en aðalástæðan
er þó, hygg ég, að engin grein fituiðnaðarins
hefur talið lýsið eftirsóknarverðara hráefni en
einhverjar aðrar fitutegundir, sem fáanlegar eru
á markaðnum. Það hefur sem sagt ekki tekizt
að finna neitt það svið, þar sem hin sérstæða
efnabygging lýsisins væri æskilegri en efnabygg-
ing annarra fitutegunda.
En fleira kemur hér til greina. Þekking manna
á efnabyggingu jurtafitunnar er miklu meiri en
á lýsinu, enda nýtur landbúnaðurinn í Bandaríkj-
unum stórkostlegra styrkja og fyrirgreiðslu rík-
isvaldsins. 1 landinu eru meðal annars fjórar
geysistórar rannsóknastofnanir (Regional labora-
tories), sem nær eingöngu rannsaka jurtaolíur
og vinna úr þeim ný efni.
Rannsóknastarfsemi í þágu sjávarútvegsins
er miklu skemmra á veg komin þar í landi, og
það er ekki fyrr en með Saltonstall-Kennedy
lögunum 1953, að kerfisbundnar rannsóknir á lýsi
hefjast. Rannsóknir þessar eru framkvæmdar
víða um Bandaríkin undir yfirumsjón Fish &
Wildlife-stofnunarinnar, og greiddar með inn-
flutningstollum á sjávarafurðir skv. áðurnefnd-
um lögum.
Raunveruleg nýting á lýsi hefur farið minnk-
andi í Bandaríkjunum í meira en tvo áratugi.
Máli mínu til stuðnings vil ég nefna hér nokkr-
ar tölur, sem sumpart eru fengnar hjá Fish &
Wildlife stofnuninni (6) en sumpart hjá U.S.
Dept. of Agriculture (7). Því miður ná þær ekki
lengra en til ársloka 1958, en mér er ekki kunn-
ugt um að verulegar breytingar hafi orðið síðan.
Á árunum 1935—1939 voru framleidd árlega
að meðaltali 226 milljónir lbs. af lýsi í Banda-
ríkjunum. (Lifrarlýsi ekki meðtalið).
Aðallýsistegundin var á þessum árum sardínu-
lýsið og nam magnið 65—70% af heildarmagn-
inu. IJtflutningur frá Bandaríkjunum af lýsi var
þá sáralítill eða um 2 milljónir lbs. árlega.
Á þessu hefur orðið geysimikil breyting síðan
1939. Ársframleiðslan hefur mörg undanfarin ár
verið talsvert minni og var árið 1958 165 milljón
lbs., en til iðnaðarins fóru það ár 119 milljónir
lbs.
Sardinulýsið er nú næstum horfið af markaðn-
um (3,5% af heildarmagninu 1958), en menha-
denlýsið, sem á árunum 1935—1939 var um 12%
af magninu, hefur mörg undanfarin ár verið yf-
irgnæfandi (78% 1958).
Ein ástæðan til þess, að fituiðnaðurinn hikar
við að nota lýsi meir en nú tíðkast, eru hinar
miklu árasveiflur í framleiðslumagni.
Lýsi til manneldis
Á árunum 1939—1945 var talsvert magn af
lýsi eða 26 milljón lbs. árlega notað í bökunar-
feiti (shortening).
Hér hefur mjög sigið á ógæfuhliðina fyrir lýs-
inu, því að segja má, að lýsi hafi alls ekki verið
notað í matarfeiti í Bandaríkjunum síðan 1940.
Framleiðsla Bandaríkjamanna á meðalalýsi er
nú orðin sárahtil og innflutningurinn hefur einnig
minnkað mikið.
Orsök þessarar þróunar er sem kunnugt er
framleiðsla á tilbúnum vítamínum úr ódýrum hrá-
efnum, en þessi vítamín fengust áður fyrst og
fremst úr ýmis konar lifrarlýsi. Þess ber að geta,
að ýmsar raddir hafa heyrzt á undanförnum ár-
um um yfirburði hinna náttúrlegu vítamína sam-
anborið við tilbúin vítamín, en ekki hafa þær
reynzt nægilega öflugar til þess að auka lýsis-
neyzluna á nýjan leik.
Sápur
Sú grein fituiðnaðarins, sem mest notaði af
lýsi, var sápuiðnaðurinn og lætur nærri, að hann
einn hafi tekið við um það bil helmingi þess
magns, sem til iðnaðar fór 1935—1939 (111 millj.
lbs. árlega). Hér hefur orðið mikil breyting á,
því að síðan 1950 hefur lýsi alls ekki verið notað
í sápur í Bandaríkjunum.
1 þessum iðnaði hafa orðið gagngerðar breyt-
ingar síðustu 20 árin, þar sem fitan hefur orðið
að þoka um set fyrir gerviefnum af ýmsu tagi.
Nú er svo komið að þær fitusýrur, sem enn
halda velli í þessum iðnaði, eru nær eingöngu
unnar úr tólg og dýrafeiti auk kókoshnetuolíu,
sem inniheldur myristínsýru og laurínsýru. Þess-
ar tvær umgetnu sýrur finnast aðeins í litlu
magni í lýsi og þegar þar við bætist megn van-
trú margra framleiðenda á því, að hægt sé að
losna við lýsislyktina, hvemig sem farið er að,
verður ekki sagt, að neitt útlit sé fyrir, að lýsið
endurheimti markaðinn.