Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 244
242
TlMARIT VFl 1967
styrol og cyclopentadiene, sem sjálf eru ómettuð,
eru tengd hinum ómettaða hluta fitusýranna.
Þurrkolíur af þessari tegund hafa a.m.k. til
skamms tíma verið á bandarískum markaði, en
áttu þar í vök að verjast í samkeppni við lín-
olíu og tréolíu.
Það skal þó haft í huga, að menhadenlýsið,
sem notað var í þessa framleiðslu í Bandaríkjun-
um, hafði joðtölu 170—180, og er það talsvert
hærra en í lýsi, sem Islendingar eiga völ á, að
undanteknu ýsu- og smáufsalýsinu. Önnur leið
er að tengja lýsið efnum eins og maleínsýruan-
hydríði eða fúmarsýru, en einnig þessi leið krefst
fitu með hárri joðtölu. Ég minntist áður á ,direc-
ted interesterification', en það lýsi, sem þannig
fæst mjmdi auðvitað vera æskilegra hráefni fyrir
báðar þessar framleiðsluaðferðir, en þá er líka
leiðin frá upprunalegu hráefni til fullunninnar
vöru orðin talsvert lengri.
Fleyting (Flotation)
Fleyting er vinnsluaðferð, sem á seinni árum
hefur átt vinsældum að fagna við að vinna járn-
stein úr jámrýrum jarðefnum. Aðferðin byggist
á því, að fínmalað jámgrjót er hrært út í vatni
með öflugri hræm og blandað fleytiefninu, sem
t.d. getur verið fitusýra. Jarðefnin hafa eðli sínu
samkvæmt misjafna tilhneigingu til að tengjast
fleytiefninu, sem leggst eins og örþunn húð ut-
an á sum komin. Ef loftstraumur er nú sendur
gegnum löginn, berast húðuðu komin fremur en
hin upp á yfirborðið, þar sem þeim er fleytt af
Með því að breyta sýmstiginu eða skipta um
fleytiefni er hægt að hafa áhrif á það, hvaða
korn það era, sem berast upp á yfirborðið.
Tilraunir, sem fram hafa farið hjá School of
Mines & Metalurgy í Minneapolis sýna, að sá
árangur, sem næst með fitusýrum, er mjög háð-
ur keðjulengd og ómettanleika. T.d. sýnir það
sig við aðgreiningu á jámoxyði og kvartsi, að
ef notaðar em mettaðar fitusýmr, er það járn-
oxyð, sem lyftist og er fleytt af, en ef háómett-
aðar sýmr em notaðar, er kvartsinu fleytt af,
en jámoxyðið verður eftir.
Fitusýmr úr lýsi og ýmis efni leidd af þeim,
svo sem kvatemær ammoniumsambönd, alkyl-
súlföt o.fl., hafa verið reynd á þessu sviði og
gefizt vel.
Sem dæmi um fitunotkunina vil ég nefna, að
við aðgreiningu á jámgrýti, sem inniheldur um
30% járnoxyð og 70% kvarts, þarf 200—400 g
af fitusýmm pr. tonn af jámgrýti og koma þá
um 90% af jáminu til skila.
Þær fitusýmr, sem mest em notaðar í iðnað-
inum, eru unnar úr úrgangssápu (soapstock) og
því mjög ódýrar. Það er því ekki auðvelt að
segja fyrir um það, hvort dýrari en um leið betri
fleytiefni úr lýsi muni ná fótfestu í þessum iðn-
aði í framtíðinni.
EpoxysamböncL o.fl.
Epoxysambönd em efnaflokkur, sem mjög hef-
ur rutt sér rúm í fituiðnaðinum seinni árin.
Epoxidering er ilding, þar sem súrefnisatóm
tengist tveimur tvöfalt bundnum kolefnisatóm-
um á þann hátt, að fram kemur hringur.
Það er einkum plastiðnaðurinn, sem notar þessi
efni sem stöðvara (stabilizer) fyrir vinylklóríð-
plast og önnur svipuð efni. En það er líka hægt
að framkvæma fyrrnefnda efnabreytingu á þann
hátt, að epoxyhringurinn opnist aftur og í stað-
inn komi tveir nýir hydroxylhópar, bundnir hvor
við sitt kolefnisatóm. Hydroxysambönd af þess-
ari tegund eru til ýmissa hluta nytsamleg. T.d.
má tengja þau við polyísócyanat og búa þannig
til plastefni, svampefni og jafnvel gervispuna-
efni.
Allvíðtækar tilraunir hafa verið gerðar í þessa
átt með menhadenlýsi sem hráefni, en hafa tæp-
lega borið nógu góðan árangur enn.
Epoxiderað menhadenlýsi hefur verið reynt
sem stöðvari fyrir vinylklóríð plastefni, en virð-
ist standa epoxy-soyaolíu að baki á þessu sviði.
Hydroxylerað menhadenlýsi hefur verið reynt í
plastisk svampefni, en án þess að nægilega góð-
ur árangur fengist. Svampefnin urðu alltof þétt
í sér og brotgjörn. Nokkru betri árangur fékkst
við framleiðslu á bindiefnum (adhesives), en
þess ber að geta, að í slíkum bindiefnum er
hydroxyfitan aðeins um 30% af hráefnum full-
unninnar vöm.
Allt annar og betri árangur fæst, ef notaðar
eru í stað lýsisins sjálfs, aðgreindar fitusýmr úr
lýsi. Ef á annað borð er farið út í það, að sund-
urgreina lýsið, þá fæ ég ekki betur séð en að
hér séu miklir möguleikar.
Tvíbasiskar sýrur
Þessar sýmr eru ekki í lýsi svo að vitað sé,
en ýmsar kolvatnsefnissýrur af þessu tagi, svo
sem azelainsýra, eru framleiddar í miklu magni
úr einbasiskum sýmm og seldar háu verði sem
hráefni við framleiðslu á plasti, smurolíum, lökk-
um o.fl.
Við framleiðsluna er notað ózon, sem er vand-
meðfarið vegna sprengihættu. 1 Bandaríkjunum
er það aðallega eitt fyrirtæki, Emery Ind., Cin-
cinnati, Ohio, sem framleiðir fyrrnefndar kol-