Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 246
244
TlMARIT VPI 1967
Heimildir
1) Bjaraason O. B. and Meara M. L., J. Soc. Chem.
Ind. 63, 61, 1944.
2) Lambertsen og Brækkan: The Fatty Acid composi-
tion of cod liver oil, Piskeridirektoratets skrifter
vol. IV No. 11 og No. 13, Bergen 1965.
3) Shorland P. B. J. Sci. Food Agric. 4, 497, 1953.
4) T. P. Hilditch, The chemical constitution of Natural
Fats, London 1947.
5) E. W. Eckey, Directed Interesterification ín Glycer-
ides, Ind. and Eng. Chem. July 1948.
6) T. M. Miller, A statistical picture of thc- fish oil
situation, Wallace Menhaden Products Inc. 1954.
7) Agricultural Marketing service U. S. Dept of Agri-
culture The Fats and oil situation, March 1959.
Umrœður
Bjami Steingrímsson:
Herra fundarstjóri. Ég vil þakka Geir Arne-
sen fyrir þennan ágæta fyrirlestur. Það eru tvö
atriði í fyrirlestrinum, sem mig langar til að
spyrja hann um. Á bls. 240 minnist hann á, að
eftirvinnsla á lýsi í Noregi byggist í fyrsta lagi
á framleiðslu á harðfeiti, þ.e. lýsisherzlu til
smjörlíkisgerðar, og í öðru lagi á vaxandi magni
af niðursuðuolíu (hermetikolíu). Mig langar til
að vita, hvort framleiðsla á niðursuðuolíu hafi
nokkurn tíma verið reynd hér, eða hvort nokkur
tæknileg vandamál standi hér í vegi. Ef svo er
ekki, er þá ástæða til þess að flytja inn hér dýr-
ari olíu, eins og ólífuolíu, ef hægt væri að nota
venjulegt síldarlýsi. Eins og hann minnist á í
greininni, þá hefur skoðanakönnun í Noregi leitt
í Ijós, að þessi olía er vinsælli heldur en jurta-
olíur í síldar-sardínum.
Hitt atriðið, sem mig langaði til að spyrja um,
er í sambandi við þurrkolíu fyrir málningariðnað.
Geir minntist á interesterifikation, sem eina leið
til að breyta eiginleikum lýsis. Þessi leið felur
í sér endurskipun á fitusýrunum í glyseríðunum
og síðan skiptingu lýsisins í mettaðan og ómett-
aðan hluta. Ómettaði hlutinn hækkar í joðtölu,
eins og Geir minnist á í greininni, um 30 ein-
ingar, þó að það sé kannski ekki hægt á lýsinu
hér. Myndi vera hægt að fá úr ómettuðum hluta
venjulegs íslenzks lýsis þurrkolíu, sem á einhvern
hátt myndi jafnast á við t.d. línolíu í sambandi
við þurrkun í málningarolíu ? Eða væri hægt að
framleiða kópólýmerefni úr þessum ómettaða
hluta, þar sem joðtalan væri orðin mjög há, t.d.
með cyclopentadiene, eins og gert hefur verið 1
Bandaríkjunum. Það var gert fyrir nokkrum ár-
um og gafst nokkuð vel. Til þess var einmitt
notað fisklýsi, menhadenlýsi, sem að vísu hefur
talsvert hærri joðtölu en íslenzkt lýsi, og áður-
nefnt efni, cyclopentadiene, og búin til þurrkolía,
sem gafst nokkuð vel a.m.k. í nokkur ár. Ég veit
ekki hvernig ástandið er nú með hana. Hefur
þetta verið reynt hér, eða er lýsið hér að ein-
hverju leyti með aðra eiginleika heldur "en t.d.
menhadenlýsið, sem þetta var gert við?
Geir Amesen:
Ég get svarað þessum spurningum á tiltölu-
lega stuttum tíma, svona nokkum veginn. Um
niðursuðuolíuna er það að segja, að ég held að
það sé öruggt mál, að það séu engin tæknileg
vandamál í sambandi við framleiðslu hennar.
Hér er eingöngu um að ræða afsýringu, bleik-
ingu, kaldhreinsun og gufueimun lyktarefna. Hér
á landi eru raunverulega til öll þau tæki, sem
til þarf, til að framleiða slíka olíu. En það er
náttúrlega ekki hægt að byggja mikla fram-
leiðslu á nokkur hundruð tonnum í mesta lagi.
Og satt að segja er það þannig, að eftir upplýs-
ingum Norðmanna um, að þeir framleiði ein-
ungis 5.000 tonn á ári, þá virðist ekki vera stór
markaður fyrir þessa vöru. Viðvíkjandi seinni
spurningunni, það er að segja um interesteri-
fikation og þá þurrkolíu, sem fæst með þessari
aðferð, þá er dálítið erfitt að bera hana saman
við línolíu, vegna þess að fitusýrasamsetningin
er svo ákaflega frábrugðin. 1 línolíu eru eingöngu
þrjár tegundir af ómettuðum sýrum. I íslenzku
lýsi eru miklu fleiri. Og auk þess eru í lýsi lang-
ar kolefniskeðjur með mörgum tvöföldum bönd-
um, sem sagt háómettuð sambönd, svo að við
fengjum talsvert aðra vöru, en það væri þurrk-
olía líka. Ég tel alveg öruggt, að það væri hægt
að nota þetta lýsi í kópólýmerefni eins og Bjarni
spurði um. Hins vegar er það líka þannig, að
menhadenlýsið bandaríska er heppilegra til þess-
ara nota heldur en íslenzkt lýsi. Það hefur tals-
vert hærri joðtölu og er þess vegna heppilegra
til notkunar i þurrkandi olíur.