Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 249
TÍMARIT VFl 1967
247
HAGNÝTING A SLÚGI
Geir Aniesen, efnaverkfræðingur
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Hjalti Einarsson, efnaverkfræðingur
Sölumiðstöð hraðfrystiliúsanna
Inngangur
Með slógi er hér átt við innyfli fisksins. Und-
anskilin eru þó hrogn, þegar þau eru hirt til
manneldis, og lifur, sem fer í bræðslu eða í aðra
verðmæta verkun.
Mönnum hefur lengi verið það umhugsunar-
efni, hversu nýta mætti það geysimagn af slógi,
sem árlega fellur til í verstöðvum hér á landi,
og hafði Rannsóknastofa Fiskifélags íslands í
mörg ár forgöngu um athuganir á því, á hvem
hátt mætti hagnýta slóg með beztum árangri.
Fyrst í stað beindust þessar athuganir aðallega
að þeim möguleika, að slógið yrði aðgreint eftir
líffærum og þau síðan hagnýtt á svipaðan hátt
og kirtlar og önnur líffæri sláturdýra, en úr
þeim eru framleiddar verðmætar efnavörur og
lyf. Þessi viðleitni bar ekki þann árangur, sem
vonazt hafði verið eftir. Þó var stofnað til söfn-
unar þorskgalls og stóð hún með blóma í 3 ár,
en féll niður, er efnaiðnaðurinn í Bandaríkjun-
um fann ódýrara hráefni til að framleiða úr hða-
gigtarmeðalið Cortisone.
Síðar sneri rannsóknastofan sér að því að
finna leiðir til að hagnýta slógið sem heild til
að framleiða úr þvi fóður fyrir kvikfénað. Til-
raunir í þá átt voru aðallega gerðar á vertíðinni
1954 og báru þann árangur að farið var að hirða
slóg í stórum stíl til íblöndunar í fiskúrgang við
framleiðslu á fiskmjöh.
Árið 1955 gaf rannsóknastofan út skýrslu
um slógrannsóknir. Höfundar hennar voru Hjalti
Einarsson, Þórður Þorbjamarson og Júlíus Guð-
mundsson. Það, sem hér fer á eftir, er að nokkru
leyti endurtekning á því, sem þar kom fram, en
jafnframt hafa seinni tíma rannsóknir Geirs
Amesens o.fl. verið felldar inn í.
Venjan hefur verið sú, að í iðnaðarmálum, og
þá einnig í fiskiðnaðarmálum, gætum við lært af
reynslu nágrannaþjóðanna. Um hagnýtingu slógs
er þessu öðru vísi farið. Það er óvíða hirt og
hvergi unnið í þeim mæli, sem hér er farið að
gera.
Um langan aldur var slóg notað til áburðar á
tún og garða. Áburðargildi þess er þó ekki mikið
og byggðist þessi notkun á því, að litið var á
slóg sem verðlaust hráefni.
Upp úr 1950 var farið að blanda saman slógi
og úrgangsfiski í fiskmjölsverksmiðjum sunn-
anlands, en íblöndunin var lítil eða 5—10% fyrst
í stað og olli slík íblöndun ekki miklum erfið-
leiltum. Þannig var slóg til dæmis unnið í verk-
smiðju Lýsis og Mjöls h.f. í Hafnarfirði. Á vetr-
arvertíðinni verður hlutfallið milli slógs og fisk-
úrgangs margfalt hærra. Slík íblöndun veldur
ýmsum erfiðleikum, sem þó hefir tekizt að yfir-
stíga að miklu leyti.
Slógmagn, efnahlutföll og söfnunarmöguleikar
Slómagn og söfnunarmöguleikar
Samkvæmt mælingum, sem gerðar voru á veg-
um Ferskfiskeftirlitsins á vetrarvertíðum 1962
og 1963, nam slóg að meðaltah 9% af óslægð-
um netaþorski. Á vertíðinni 1963 komst slógið
hæst í nál. 14% um miðjan marz en á vertíðinni
1962 komst það í 15,4%. Síðari hluta maí var
það lægst 5,4% á vertíðinni 1962. Slægður fisk-
ur með haus nam um 80% af þyngd óslægðs
netaþorsks. Síðari athuganir á nótaþorski veidd-
um við suðurströndina og á netaþorski úr
Breiðafirði á loðnu-tímabilinu veturinn 1966
hafa sýnt, að innyflamagnið hefur komizt upp í
30%.
Þorskaflinn 1. jan. til 31. maí 1966 nam sam-
kvæmt skýrslum Fiskifélags Islands nál. 183.000
lestum, þar af var bátafiskur 172.000 lestir.
Annar bolfiskur (ýsa, ufsi, langa, steinbítur o.
fl.), þó ekki karfi, veiddur af bátum, nam 31.000
lestum, eða samtals 203.000 lestum, sem að lang-
mestu leyti var slægður í landi. Sömu tölur fyrir
1965 eru 182.000 lestir þorskur og 45.000 lestir