Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 250
248
TlMARIT VPl 1967
annar bolfiskur eða 227.000 lestir bátafiskur. Það
virðast því vera nokkuð öruggir söfnunarmögu-
leikar á 20.000 lestum af slógi á þessu tímabili,
þ.e. 1. jan. til 31. maí, en það samsvarar um 3.500
lestum af mjöli, sem að próteíninnihaldi er ekki
lægra en það fiskmjöl, sem verið er að framleiða
í íslenzkum fiskmjölsverksmiðjum.
MagnhlutföTl
Eins og gefur að skilja eru hlutföll inn-
yfla í fiski mjög misjöfn eftir árstíðum, kyn-
þroska, æti o.s.frv. Samkvæmt mælingum Fersk-
fiskeftirlitsins á netaþorski á vetrarvertíð 1963,
sem vitnað var í hér að framan, var meðaltalið
yfir vertíðina:
Lifur........................ 6,2%
Hrogn........................ 4,7%
Slóg......................... 9,0%
Slægður þorskur með haus 80,1%
Samtals 100,0%
Leggja ber á það áherzlu, að þetta eru meðal-
talstölur yfir netaþorsk frá einni vertíð, en frá-
vikin eru mjög mikil eins og áður var bent á.
Niðurstöðutölur áðumefndra athugana Fersk-
fiskeftirlitsins árið 1962 fara hér á eftir í töflu 1.
Með slógi er í töflunni átt við innyfli fisksins
auk ætis, en að frátöldum hrogmun og lifur.
Allar tölur í töflunni merkja hundraðshluta mið-
að við óslægðan fisk með haus.
1. Efnagreining á innyflmn úr þorski
Þann 16/3 ’64 var á vegum R.F.l. safnað slógi
úr 10 þorskum. Fiskamir vom slægðir strax,
þegar bátamir komu að landi í Reykjavík. Inn-
yflin vom síðan aðgreind og hlutfallslegt magn
þeirra fundið með vigtun. Að því loknu vom
þau hökkuð og þurrkuð í sogofni (vakuum),
hver tegund fyrir sig og síðan möluð í mjöl, sem
var efnagreint.
TAFLA 1
Fiskbein og innyfli sem hundraðshlutar af óslægðum fiski með haus
Fish offál and intemal organs as percentages of ungutted fish, heads on
Dags. Date Hausar Heads Hryggir Bachbones Slóg Guts Hrogn Roee Lifur IÁver Alls Total
28/2 17,75 5,05 6,92 6,68 6,43 42,83
4/3 15,57 6,10 8,35 4,05 7,59 41,66
7/3 16,08 6,80 9,52 3,98 7,07 43,45
9/3 16,02 5,72 9,05 4,97 7,36 43,12
12/3 15,70 5,36 10,78 4,31 7,36 43,51
14/3 17,15 6,60 14,78 5,31 9,25 53,09
17/3 15,87 5,19 15,11 4,30 6,18 46,65
20/3 14,95 5,31 15,40 3,40 6,08 45,14
23/3 15,03 5,52 13,77 2,80 5,25 42,37
29/3 16,17 5,58 9,11 4,83 6,69 42,38
1/4 16,16 5,66 10,15 3,63 5,51 41,11
4/4 16,27 5,78 9,48 5,39 5,87 42,79
12/4 16,17 5,86 7,16 6,94 6,11 42,24
15/4 15,30 5,70 8,42 4,31 5,82 39,55
18/4 16,71 6,39 9,13 6,03 5,96 44,22
25/4 17,53 6,25 6,25 5,21 5,47 40,71
28/4 16,93 5,96 9,43 3,75 6,06 42,13
1/5 16,21 6,02 7,87 5,56 5,44 41,10
4/5 20,51 6,17 8,45 4,93 6,32 46,38
6/5 17,82 6,33 5,89 3,87 6,59 40,50
9/5 17,70 6,04 6,24 4,26 6,08 40,32
12/5 18,04 6,17 5,75 4,11 6,17 40,24
14/5 18,38 6,84 5,36 2,91 6,77 40,26
16/5 18,75 6,50 6,12 4,60 6,31 42,28