Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 255
TlMARIT VPl 1967
253
þurrkun á slógi á iðnaðarmælikvarða við sog, en
áður hafði slóg oft verið þurrkað í hilluþurrkara
við sog á rannsóknastofunni. Tilraunin var gerð í
lýsisstöð Lýsissamlags íslenzkra botnvörpunga
við Köllunarklett í Reykjavík. Þurrkarinn var 5,0
m langur og innra þvermál var 1,2 m. Hann var
hitaður óbeint með gufu og var hitaflötur um
18,3 m2. Hrærur með þremur álmum skófu þurrk-
arann að innan um 2 sm frá kápu. Þær voru
knúðar með 30 ha mótor og snerust 5 sn/mín.
Vatnskældur uppréttur þéttir (kondens) var með
6,2 m2 hitafleti. Sogdæla var knúin með 15 ha
mótor. 1 tilraunina voru notuð 3120 kg af slógi.
Talsvert var af gotu í slóginu, enda tilraunin
framkvæmd í byrjun maí og gotan þá yfirleitt
ekki hirt.
Þurrkarinn var lofttæmdur og slógið sogað inn
í hann gegnum 3” slöngu og pípu. Slógið var
ekki tætt. Fyrst í stað var það hitað án sogs
upp í 95 °C til þess að eyðileggja meltingarefnin
og forðast meltingu, á meðan þurrkunin færi
fram.
Ýmsir erfiðleikar komu fram, en þeir áttu allir
rót sína að rekja til þess, hve límkennt efnið
varð, er það þornaði. 1 lokin megnaði hræran ekki
að hreyfa mjölið, og var hætt við þurrkunina,
er í því voru um 35% af vatni. Alls hafði þá
verið þurrkað í um það bil 13 klst. Meðalgufu-
þrýstingur var um 3 kg/sm2.
Sýnishorn voru þurrkuð áfram og möluð á
rannsóknastofunni. Efnahlutföll mjölsins er að
finna í töflu 8.
3. Valsaþurrkun
Valsaþurrkun á slógi var reynd í rannsókna-
stofu Fiskifélagsins. Þurrkarinn var með tveim-
ur völsum, 28,7 sm á lengd, 21,6 sm í þvermál,
og ytri hitaflötur beggja valsanna var 0,39 m2.
Þeir voru hitaðir með gufu við 6,3 kg/sm2 þrýst-
ing. Snúningshraði valsanna var breytanlegur frá
1 og í 12 sn/mín. Auðvelt reyndist að þurrka slóg-
ið og hér komu límeiginleikar ekki að sök. Af-
köst slíks vals eru hins vegar lítil. Efnahlutföll
mjölsins eru í töflu 8.
TAFLA 8
Efnasamsetning slógmjöls
Composition of meal from fish viscera
Fita miðað Próteín miðað
Lýsing á efni Vatn við 8% vatn við 8% vatn
Description of rawmaterial Moist. Fat based on Protein based
% 8% moist. ow 8% moist.
1. Slóg frá 24/2 ’54. Hafnarf. Lítið eitt af gotu og lifrarbroddum f slógi. Sogþurrkað á rann- sóknastofu. 4,1 15,6 64,8
Fish viscera. Vacuum dried in the laboratory 2. Slóg frá 2/3 ’54. Hafnarf. Lítið eitt af gotu og lifrarbroddum i slógi. Sogþurrkað á rann- sóknastofu. 8,7 12,6 66,5
Fish viscera. Vacuum dried in the laboratory 3. Tveggja daga slóg frá 10/3 ’54, Rvík. Sog- þurrkað á rannsóknastofu. 6,7 14,6 67,8
Fish visc. Two days old. Vac. dried in the lab. 4. Fimm daga slóg frá 10/3 ’54, Rvík. Sog- þurrkað á rannsóknastofu. 5,0 12,8 64,2
Fish visc. Five days old. Vac. dried in the lab. 5. Slóg frá Rvík 18/3 ’54. Sogþurrkað á rann- sóknastofu. Dálítið af gotu f slógi 4,7 12,0 69,3
Fish visc. Vac. dried in the laboratory 6. Slóg frá 4/5 ’54. Gufuþurrkað hjá Lýsi h/f Mikið af lifrarbroddum í slógi 12,1 19,0* 63,7
Fish visc. (Fat) Bteam dried 7. Slóg frá 4/5 ’54. Sogþurrkað hjá LÍB. Dálftið af gotu. Talsvert af lifrarbroddum í slógi 12,1 14,6 62,7
Fish visc. Vac. dried in steam drier 8. Slóg, valsaþurrkað á rannsóknastofu 10/5 ’54. Mikið af gotu I slógi 9,6 9,9 68,6
Fish visc. Drum dried in the laboratory. Roe content high
*) Þurrkarinn hafði verið notaður fyrir lifrarúrgang. Hann var þveginn, en ef til vill
ekki nógu vel og fitan því óeðlilega há.