Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 258
256
TlMAR.IT VFl 1967
1 þríðju tilraun var slóginu blandað í beinin í
hlutfallinu 1:4 eða 20%. Nokkrir erfiðleikar urðu
með áðurgreindan snigil, en að öðru leyti gekk
allt álíka og í ofanskráðri tilraun með 10%
íblöndun.
I fjórðu tilraun var reynd 30% íblöndxm slógs,
en hún mistókst vegna áðumefndra erfiðleika
með flytjarakerfið.
2. Magar
Eins og áður er greint frá, duttu magarnir
ekki í sundur í þurrkaranum og komu út með
miklu vatnsmagni. Það er því nauðsynlegt, ef
slógi er blandað í miklu magni í bein, að gera
sérstakar ráðstafanir vegna þeirra, svo sem að
tæta slógið allt, áður en því er blandað í beinin,
eða með því að sigta kútmagana frá mjölinu,
áður en það fer í kvamimar, tæta þá sérstaklega
og þurrka á nýjan leik.
3. Límeiginleikar
1 slóginu er mikið af límefnum og hættir því
þess vegna við að festast í þurrkurum. Áhrifa-
mesta ráðið við festingum í eldþiurkumm er að
bæta þurm eða hálfþurru mjöh í blauta efnið,
þar sem það fer inn í þurrkarana.
Blöndun er bezt framkvæmd með tveggja
þurrkara kerfi, þar sem hluta af hálfþurru mjöh
úr forþurrkara eða þurm mjöh úr eftirþurrkara
er blandað í blauta hráefnið, en einnig má nota
einn þurrkara, þar sem hluta af þurrkuðu mjöU
er blandað í blauta hráefnið.
4. Flytjarakerfið
Rétt er að gera sér grein fyrir því, að slógið
er þunnt, einkum ef það er soðið eða tætt. Snigil-
flytjarar á blautt slóg em óhentugir, ef þeir em
brattir. Ef svo stendur á, er sennilega betra að
nota skúffulyftur. Auðvelt er einnig að dæla
slógi, einkum tættu. Velja þarf sérstakar dælur,
t.d. verður að hafa í huga, að grjót er stund-
um í þorskmögum.
5. Mjölprósenta
1 Njarðvíkurtilrauninni fengust alls 3550 kg
úr 15.820 kg af hráefni eða 22,4%, og virðist
því mjölefni hráefnisins hafa komið til skila.
Ekki var það greinanlegt, að slógið hefði dekkt
mjölið.
EfnahlutföU mjölsins er að finna í töflu 10.
Fóðurgildi slógefna
Upplýsingar um fóðurgildi slógs em mjög af
skornum skammti. Að vísu hafa verið fram-
kvæmdar aUvíðtækar athuganir á fóðurgildi
blandaðs úrgangs frá laxaðgerð, en þær hafa
fyrst og fremst miðast við þarfir sUunga- og
laxaseiða í klakstöðvum. Þá hafa einnig farið
fram athuganir á fóðurgUdi fiskúrgangs fyrir
loðdýr. Báðar þessar athuganir hafa miðazt við,
að úrgangurinn sé gefinn nýr eða frystur. Um
fóðurgildi þorskslógs fyrir kvikfénað hefir, að
því er við bezt vitum, mjög lítið verið skráð.
Verðmæti slógsins og slógafurða fyrir kvik-
fénað fer væntanlega fyrst og fremst eftir fóð-
urgUdi próteínefnanna og magni og dreifingu
hinna eldislega mikilvægu B-vítamína og annarra
óþekktra eldisefna, sem yfirleitt eru í fiskafurð-
um.
Aðstaða tU mikróbíólógiskra ákvarðana á B-
vítamínum skapaðist hér árið 1953 og jafnframt
fékkst takmörkuð aðstaða til fóðurtilrauna á
kjúklingum.
1 töflu 11 eru gefnar upp mælingar á ríbófla-
víni og níacíni í nokkrum slógafurðum og jafn-
framt í fiskmjöli og karfamjöli til samanburðar.
Þá hafa einnig verið framkvæmdar B12 mælingar
á nokkrum slógsýnishornum og slógafurðum,
þótt ekki séu þær í töflunni. Niðurstöður þess-
ara athugana benda eindregið tU, að slógið og
slógafurðirnar séu eins auðugar eða auðugri af
þessum B-vítamínum og þær fiskmjölstegundir,
sem hér eru framleiddar.
Þær fóðurtUraunir, sem framkvæmdar hafa
verið með kjúklingum, hafa fyrst og fremst verið
frumtilraunir, sem miðaðar hafa verið við það
eitt að bera saman þau áhrif, sem íblöndun slóg-
afurða annars vegar og heilmjöls úr karfa- og
fiskúrgangi í kjúklingafóður hins vegar hefir
á vöxt og heilsufar kjúklinganna.
I tUraunirnar voru notaðir hanakjúkUngar af
tegundinni hvítir Italir. Höfðu þeir verið aldir
á venjulegu íslenzku kjúkhngafóðri í vikutíma,
áður en tilraunimar hófust. AUs voru notaðir
230 kjúklingar í þessar tilraunir. Voru hafðir 30
í hóp í fyrri tilraununum, en 20 í hinum síðari.
Fóðrið innihélt grunnfóður, sem í var blandað
slógafurðum, (prósentur eru miðaðar við þurr-
efnismagn) og þorsk- og karfamjöl. 1 grunnfóðr-
inu voru: Maís 35%, bygg 15%, hafrar 13%,
hveitikom 15%, hveitikUð 7%, sojabaunamjöl
10%, grasmjöl 3%, fóðurlýsi 2% og steinefna-
blanda. Slógafurðimar og karfa- og fiskmjöUð,
sem notað var við þessar tilraunir, er það sama
og taUð er upp í töflu 11. Kjúklingarnir voru
síðan vegnir reglulega, meðan á tilraununum
stóð.
Þar sem hér var, eins og þegar er sagt, fyrst
og fremst um frumtilraunir eða undirbúningstil-