Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 260
258
TlMARIT VFl 1967
loftinu var haldið 80% röku og við 20 °C. Skál-
arnar voru síðan vegnar með ákveðnu millibili,
þar til mjölið í þeim var komið í jafnvægi við
loftið í exsikkatornum.
I töflu 12 eru sýndar nokkrar helztu niðurstöð-
ur þessara tilrauna. 1 mjöli úr nýju slógi var
jafnvægisvatnið 19 til 23%, en í valsaþurrkuð-
um slógkjarna um 30%. Þess ber þó að gæta,
að slógkjarni með um 30% af vatni er fljótandi,
en ómelt slógmjöl eða fiskmjöl með sama vatns-
innihaldi er það ekki.
smiðjunnar í 7 mán. Útkomur eru í töflum 12
og 13. Tilraun þessi, svo og framanskráðar til-
raunir í rannsóknastofunni sýna, að varhuga-
vert getur verið að setja slógmjöl eða fiskmjöl,
blandað slógmjöli, í sömu umbúðir og venjulegt
fiskmjöl. Þetta er einkum varhugavert, ef slógið
er ekki unnið nýtt.
Norska síldarrannsóknastofnunin í Bergen
(SSF) hefir gert allvíðtækar rannsóknir á um-
búðum fyrir síldarmjöl. Nú er yfirleitt framleitt
heilmjöl, og hefir það komið í ljós, að striga-
TAFLA 12
Yfirlit yfir rakasækni slógmjöls og fiskmjöls
Survey over hygroscopicity of fish viscera meal and fish meal
Efni Material Jafnvægisvatn % við 80% raka og stofuhita Moisture % at 80% humidity and room temperature
1. Sogþurrkað slógmjöl úr nýju vertíðarslógi 21,2
2. Sogþurrkað mjöl úr 2ja daga gömlu vertíðarslógi 26,2
3. SogþurrkaÖ mjöl úr 5 daga gömlu vertíðarslógi 30,2
4. Sogþurrkað mjöl úr 7 daga gömlu vertíðarslógi 33,3
5. Valsaþurrkaður slógkjami 28,9
6. Fiskmjöl (heilmjöl) 15,4
7. Fiskmjöl með 10% slógi 15,8
8. Fiskmjöl með 20% slógi 16,4
Athyglisvert er, hversu rakasæknin eykst, ef
slógið er ekki unnið nýtt. Slóg frá róðri í Rvík
9. marz var tekið á rannsóknastofuna að morgni
þess 10. Hluti af því var þurrkað í soghilluskáp
samdægurs, en hitt geymt í nokkra daga við um
10°C. Sýnishom voru þurrkuð eftir 2 daga, 5
daga og 7 daga. Hluti af þessu slógi var geymdur
í 28 daga. Þá var komin mygluskán á það og
lyktin megn, en magamir vom heilir og hvítir.
Rakasækni var mæld í þurrkuðu sýnishornunum.
Það kom fram áberandi munur, jafnvægisvatnið
var um 20% í nýju efni og 37% í elzta efninu.
Það ber því að leggja áherzlu á að vinna slóg
sem nýjast.
Tilraun, sem gerð var til þess að bera saman
rakasækni nýs fiskmjöls, fiskmjöls blönduðu
slógmjöli, og góðs slógmjöls, sýndi að rakasækn-
in jókst hlutfallslega við slógmagnið.
Umbúðir
1 sambandi við tilraun þá, sem að framan getur,
um blöndun í fiskúrgang, vom þrír pokar, 50
kg hver, geymdir í mjölgeymslu Njarðvíkur-verk-
pokar, sem áður vom notaðir, eru ófullnægjandi,
meðal annars vegna rakasækni mjölsins og til-
hneigingar þess að hlaupa saman í kekki. Sam-
kvæmt norsku tilraununum gáfu pokar úr 5 lög-
um af ,usatinert kraftpappir1 og einu lagi af
crepe/asphalt bezta raun.
Pappírspokar með innra lagi af pólyethylen
gáfu góða vöm gegn raka, en samskeytin á póly-
ethylen ollu erfiðleikum. Strigapokar með innri
varnarlögum gáfu misjafna raun, en þó var
strigi/plast nokkuð góður, en strigi/vaxpappír
lélegur.
Þegar velja á umbúðir um blandað mjöl, er
margt, sem kemur til greina. Tilraunir þær, sem
að framan er skýrt frá, voru framkvæmdar þann-
ig, að loft átti auðveldan aðgang að mjölinu.
Öðm máli gegnir um stafla af mjölsekkjum, þá
verka yztu lögin sem vörn fyrir hina innri.
Við teljum þó, að verði farið út á þá braut að
blanda slógi og beinum í jöfnum hlutföllum, sé
rétt að nota umbúðir með rakaþéttu millilagi.
Það er hins vegar ógerlegt að segja nákvæmlega
til um, hvenær ekki er hægt að nota strigapoka