Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 263
TlMARIT VFl 1967
261
cated that visceral meal was equal to commercial
fish meal as judged by weight growth.
Using viscera directly as a source of nitrogen
for fertilizer was found to be uneconomical.
Various organs could be used as a source of
special chemicals, particularly pharmaceuticals.
Thus gallbladders were collected in Iceland
during the early fifties and used as a source for
cortisone. This collection stopped when cheaper
sources became available in the U.S.A. It is
possible to obtain proteolytic cnzymes from
pyloric caeca and insulin from viscera and the
fat from various organs is high in cholesterol
and could be used as a source.
Various organs are used directly as food for
humans, such as liver and hard roe from
mumerous species. Soft roe from herring has
good marketing value, the stomach from cod is
consumed in Iceland and swim bladders are con-
sumed in many countries.
Umrœður
Hjalti Einarsson:
Eitt af fyrstu verkefnum dr. Þórðar Þorbjarn-
arsonar, er hann réðist sem efnafræðingur til
Fiskifélags Islands, var að vinna að hagnýtingu
líffæra úr fiski. Á fyrstu árunum var það eink-
um þorskalifur, sem þannig naut starfskrafta
dr. Þórðar, og höfum við nú í dag hlýtt á ýtar-
legt og skemmtilegt yfirlitserindi um þróun
þeirra mála, en dr. Þórður hefir átt drjúgan þátt
í að móta íslenzka lifrarvinnslu á fjórða áratug.
Lifrin er aðeins hluti af innýflum fisksins og
áhuginn beindist snemma að hagnýtingu annarra
líffæra. Hrogn hafa lengi verið hirt, en um
vinnslu úr öðrum líffærum hefir vart verið að
ræða. Þannig stóðu málin í kringum 1950 en þá
fór dr. Þórður til Bandaríkjanna í kynnisför, m.a.
til þess að kanna hvað gert er við innýfli slátur-
dýra með tilliti til þess að hagnýta mætti slóg
á líkan hátt. Árangur varð sá, að stofnað var
til söfnunar þorskgalls eins og fram kemur í
prentuðu erindi.
1 ársbyrjun 1954 réðist ég til starfa á Rann-
sóknarstofu Fiskifélagsins. Fyrsta verkefni mitt
þar var að annast rannsóknir á slógi, en þá var
gallvinnslan um það bil að hætta. Segja má þó,
að starfsfólkið allt hafi tekið þátt í rannsókn-
unum, en þá voru þar fyrir dr. Þórður, Geir
Arnesen og Júlíus Guðmundsson. Síðar kom
Björn Bergþórsson og vann einnig nokkuð að
þessu verkefni. Aðrir starfsmenn, bæði fyrr og
síðar, hafa einnig lagt fram skerf. Þær upplýs-
ingar, sem er að finna í erindinu, eru því nær
eingöngu framlag stofnunarinnar byggt á rann-
sóknum, sem ná yfir a.m.k. tvo áratugi.
Eitt af þeim vandamálum, sem allir þeir, sem
samið hafa erindi fyrir ráðstefnuna, hafa átt
við að stríða, er íslenzk orð yfir erlend orð. 1
prentuðu erindi varð, eftir miklar bollaleggingar,
að ráði, að nota orðið sog yfir erlenda orðið
vakuum. Þannig merkir sogofn vakuumofn, sog-
dæla vakuumdæla o.s.frv.
Árin 1955 til 1956 var fiskmjölsverksmiðja
Fiskiðjunnar í Keflavík útbúin sérstaklega til
slógvinnslu í stórum stíl með íblöndun. Þar
voru settir upp tankar undir slóg, matari og tæt-
ari ásamt tveggja þurrkara kerfi með endur-
keyrslu, sem lánaðist, að ég tel, vel. Síðan hefir
slógíblöndun verið tekin upp í mörgum verk-
smiðjum.
Huxley Ólafsson:
Ég vil þakka Hjalta Einarssyni og Geir Arne-
sen fyrir ágæta grein um hagnýtingu á slógi.
Það vill nú þannig til, að við í Keflavík vorum
nokkuð snemma að hagnýta slóg — þakka þó
fyrst og fremst dr. Þórði Þorbjarnarsyni alla
aðstoð í því. Þegar við fórum í þessa slógvinnslu,
þá var þannig háttað, að öll beinin komu til fisk-
mjölsverksmiðjanna, og var því nokkuð auðvelt
að blanda slóginu saman við. Það var ekki það
stór hluti, að það væri mjög erfitt. Á seinni ár-
um hefur sú breyting orðið, að frystihúsin eru
farin að frysta mikið af sínum beinum í dýra-
fóður. Til verksmiðjanna berst því miklu minni
hluti af beinum heldur en áður var, svo að oft
er mjög erfitt og stundum alveg ómögulegt að
láta slógið ganga upp á móti beinunum. Það
hefur því jafnvel komið fyrir, að orðið hefur að
henda slógi. Það er nú þannig, að þegar lítið
aflast og frystihúsin hafa lítið af fiski, þá ráð-