Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 264
262
TlMARIT VFI 1967
ast þau á beinin og hakka þau og frysta. Nokk-
ur frystihús frysta öll sín bein. Þar með er slóg-
vinnslan aftur að komast í dálítinn vanda. Það
er ekki komin full lausn á málefnin með því að
taka slógið yfir til verksmiðjanna. Svo er líka
annað, að þegar farið er að hafa mikið slóg, þá
gerir það mjölið feitara. Meðan loðnan er, þá
gerir slógið mjög dökkt mjöl og feitt, sem
skemmir eða verðfellir þorskmjölið. Þorskmjölið
var á sínum tíma búið að vinna sér góðan orð-
stír fyrir lágt fituinnihald, 2-4%, en er núna
komið í þá aðstöðu, að það er litið á það ekkert
hýru auga, lítið frekar en annað mjöl. Þannig
er þessi slógvinnsla að skemma fyrir manni góða
vöru. Gæði mjölsins eru ágæt, þó að slógið sé
í því, en útlitið er oft miklu ljótara og það er
feitara. Líkur eru fyrir því að það aukist, að
frystihúsin taki beinin til dýrafóðurs. Mér er
kunnugt um, að þó nokkur htlu húsanna suður
frá hafi lítið annað á vertíðinni heldur en að
kaupa bein af bátunum og frysta þau. Þá fer
slógmagnið að verða það stór hluti, að verk-
smiðjurnar ráða ekki við það. Það væri því mjög
æskilegt, að þessar rannsóknir um að reyna að
leysa slógvandann héldu áfram, svo að ekki
þurfi að taka slógið saman við beinin, heldur
verði hægt að vinna það annað hvort sjálfstætt
út af fyrir sig, eða taka hvert líffæri fyrir sig
og selja það, eða vinna eitthvað úr því. Það er
alltaf gott að vísa á aðra, og ég veit að Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins hefur mikið að gera
og fátt fólk, en ég teldi það alveg nauðsynlegt,
að þetta væri eitt af þeim málum, sem væri nokk-
ur gaumur gefinn í náinni framtíð.