Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 266
264
TlMARIT VFl 1967
TAFLA 1
Afli*) af spærlingi, loðnu og sandsíli í Noregi, Danmörku og Islandi
í tonnum árin 1951—1965
The catch of capelin, sandeel and Norway pout in Norway, Denmarh and Iceland
during the years from 1951—1965 in metric tons
N o r e g u r D a n m ö r k 1 s 1 a n d
Loðna Capelin Sandsíli Sandeel Spærlingur Norway pout Sandsili Sandeel Spærlingur Norway pout Loðna Capelin
1951 9986 — — —
1952 9305 — — 1601 — —
1953 18780 — — 4265 — —
1954 30443 — — 7265 — —
1955 41507 — — 40484 — —
1956 66079 1435 — 89000 — —
1957 70022 3220 — 75000 — —
1958 91680 4817 — 75000 — —
1959 78967 7979 18768 78000 90000 —
1960 92765 13688 24627 105106 36000 —
1961 217167 5400 16093 78181 29902 —
1962 363 11602 40751 127050 132338 —
1963 28339 11563 106087 149000 97000 1077
1964 19625 10402 85085 108000 24200 8640
1965 217156 4926 60609 133835 16420 49610
*) Aflatölumar eru fengnar úr Fiskets Gang, Ægi, FAO Fishery Yearbook Statistics og víðar að.
í hafinu umhverfis landið, hafi komið í ljós, að
loðnulirfur hafi verið þar í miklum meirihluta,
og í flestum tilfellum hafi þær verið fleiri en
allar aðrar lirfur til samans.
Auk Norðmanna og Islendinga veiða Kanada-
menn, Grænlendingar og Rússar nokkurt magn
af loðnu.
Sandsíli
Sandsílið er af sílaættinni. Fullvaxið er það
tíðast 15—18 sm langt. Það verður að jafnaði
ekki eldra en þriggja ára eins og loðnan, hins-
vegar er talið, að það byrji þegar að hrygna
tveggja vetra.
Sandsíli hefir ekki verið nýtt við Island. Hins-
vegar veiða Danir og Norðmenn það í Norður-
sjónum í stórum stíl í botnvörpu, eins og fram
kemur í töflu 1. Aðalveiðitíminn er frá því seint
í apríl fram í byrjun júlímánaðar. Sandsilið er
um allan Norðursjó, þar sem botninn hentar
því, en það er ekki nema á stöku stað, að mergð-
in er það mikil, að það borgi sig að veiða það.
Það er eins með sandsílið og loðnuna, að ekki
er vitað, hve stór íslenzki stofninn er. Margt
þykir þó benda til, að hann sé mjög stór, eins
og t.d. þau ummæli Bjarna Sæmundssonar (3),
að það sé afar algengt allt í kringum landið, en
einkum sé mergðin afskapleg við suður- og suð-
vestur ströndina.
Japanir og Vestur-Þjóðverjar veiða einnig
nokkurt magn af sandsíli, en ekki er vitað til
hvers þeir nota það.
Spœrlingur
Spærlingurinn er lítill fiskur af þorskaættinni,
tíðast 15—20 sm langur. Almennt nær hann kyn-
þroska tveggja vetra, og er því mjög bráðþroska
eins og loðnan og sandsílið. Yfirleitt verður hann
ekki eldri en þriggja vetra, að því er talið er.
Spærhngur hefir ekki verið veiddur við Island,
ef undan eru skildar tilraunaveiðar tveggja tog-
ara í apríl 1965, er hvor fór eina veiðiferð. Veið-
arfærið, sem þeir notuðu, var síldarflotvarpa.
Danir og Norðmenn veiða spærling í botnvörpu
í Norðursjó norðanverðum, og Kattegat, og er
aðalveiðitíminn frá því í nóvember þar til í febrú-
ar. Heimildir um stærð spærlingsstofnsins við
Island eru af skornum skammti. Margt bendir
þó til, að hann sé mjög stór, t.d. hefir Jakob
Magnússon (4) það eftir mætum togaraskip-
stjóra, að mergðin af þessum fiski við Suður-
og Suðvesturlandið í marz og apríl sé svo mikil,
að vandalaust væri að fylla skipin á skömmum
tíma.