Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 268
266
TlMARIT VFl 1967
TAFLA 3
Efnahlutföll í afurðum
Chemical composition of meál and oil from capelin,
sandeel and Norway pout
Loðna Sandsíli Spærlingur
Capélin Sandeel Nonoay pout
Mjöl* Meal
Protein (Nx6,25) 65,0—68,0% 70,0—73,0% 67,0—71,0%
Protein (Nx6,25)
Fita (Ether extr.) 11,0—13,0% 8,5—11,0% 7,0— 9,0%
Oil
Vatn**) 8,0% 8,0% 8,0%
Water
Salt (C1 sem NaCl) 1,0— 2,0% 1,3— 1,6% 1,5— 1,6%
Chlorides as NaCl
Lýsi Oil
Joðtala (Hanus) 98—108 158—169 149—177
Iodine value (HanusJ
Ósápanleg efni 1,3— 1,8% 2,4%
Unsaponifiable
Sáputala 181,5—184,0 182,2—183,3
Saponification number
*) Hér er alls staðar um heilmjöl að ræða.
**) Niðurstöðurnar hafa allar verið umreiknaffar miðað við, að 8% af vatni sé í mjölinu.
Það er eftirtektarvert, að í spærlingnum, sem
veiddist við Island í apríl 1965, var lýsisinni-
haldið ekki nema 2,4%. Hann hefir því verið
á líku næringarstigi og spærlingur er í Norður-
sjó um sama leyti. Með hliðsjón af þessu og
þeirri staðreynd, að spærlingsveiðarnar í Norð-
ursjónum standa yfir á tímabilinu frá nóvem-
her til febrúar, virðist möguleiki á því, að til-
raunaveiðarnar við Island hafi farið fram of
seint á vertíðinni. Þyrfti að taka þetta atriði til
athugunar, þegar næst verður gerð tilraun til
þess að veiða spærling í bræðslu.
Danskar verksmiðjur fá að meðaltali (8)
21% af mjöli og 3% af lýsi úr spærlingnum,
að talið er.
Efnahlutföll í afurðum og vinnsluvandamál
Við bræðslu loðnu, sandsílis og spærlings eru
notuð sömu tæki og við vinnslu síldar. Ýmsir
erfiðleikar eru þó samfara bræðslu þessara
fiska.
1 töflu 3 eru sýnd efnahlutföll í heilmjöli og
lýsi úr þessum tegundum. Tölurnar yfir loðnu-
afurðirnar eru miðaðar við íslenzka framleiðslu,
en hinar við danska (8). Allar eiga tölurnar að
sýna efnahlutföllin eins og þau eru venjulegast
í framleiðslunni.
Reynslan hefir sýnt, að við bræðslu flestra
fisktegunda fæst feitara mjöl úr alveg nýju hrá-
efni en úr hráefni, sem orðið er nokkurra daga
gamalt. Þetta á þó sérstaklega við um loðnu,
og er talið, að hún þurfi helzt að vera 5—7
daga gömul, þegar hún er brædd. Geymslan
hefir hins vegar þann ókost, að lýsið í loðnunni
súrnar því meir, því lengur sem hún er geymd,
og fer það því sjaldan saman, að framleitt sé
fitulítið mjöl og lýsi með lágu fitusýruinnihaldi.
Stundum kemur það fyrir, að loðna er brædd
fárra daga gömul, og getur þá fituinnihaldið í
mjölinu farið jrfir 15%.
Þegar loðna er brædd, veldur það líka erfið-
leikum, að mun meira blóðvatn skilur sig úr
henni en öðrum bræðslufiski, og eins er tíma-
bilið mjög stutt frá því loðnan er komin á heppi-
legt vinnslustig og þar til hún fer að skemmast.
Það er eftirtektarvert, að erfiðast er að vinna
loðnuna fyrri hluta veiðitímabilsins meðan hún
er enn óhrygnd. Hrognin eru mjög feit og svo
létt í sér að erfiðlega gengur að skilja þau úr
pressuvatninu í mjölskilvindu og valda þau því