Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 271
TlMARIT VFl 1967
269
Dr. Þórður Þorbjamarson:
Út af fyrirspurn Vilhjálms Guðmundssonar
um kolmunna, þá get ég getið þess, að þegar
þessi grein var skrifuð, þá var það meiningin
að hún f jallaði einnig um kolmunna. En þá kom
í ljós, að það voru engar upplýsingar til um
efnainnihald hans, og ég varð að hætta við að
hafa hann með. Á sl. sumri veiddist hins vegar
talsvert magn af kolmunna og var brætt í verk-
smiðjunni á Vopnafirði. Við fengum sýnishorn
af honum og tókum hann til rannsóknar. Hann
er, eins og þið vitið, af þorskaættinni, virðist
vera líkur spærlingnum um margt og fitnar eftir
því sem líður á haustið. Lýsið í honum getur farið
allt upp í 10% og lýsislaust þurrefni upp í 17,7%
og kemur því vissulega til greina að nota hann
sem hráefni fyrir verksmiðjur. Niðurstöðurnar
af efnagreiningunum fara hér á eftir.
Rannsóknir á kolmunna 1966
Rannsöknastofun fiskiðnaðarins
Veiðidagur 15.9. ’66
Meðallengd...... 27,0 sm (23,0-31,5 sm)
Meðalþyngd .... 124 g
Lifrarmagn .... 8,4%
Lýsi í lifur....69,4%
Vatn í hfur .... 25,3%
Lýsi í heilum kolmunna ............ 9,1%
Vatn í heilum kolmunna............. 73,2%
Lýsislaust þurrefni í heilum kolmunna .. 17,7 %
Rannsóknastofa Síldaverksmiðjunnar
á Vopnafirði
Veiðidagar
6.7. ’66 30.8. ’66
Lýsi í heilum kolmunna .... 4,45% 9,65%
Lýsislaust þurrefni í heilum
kolmunna..................... 16,5% 16,8%