Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 274
272
TÍMARIT VFI 1967
Með því að gera nákvæma talnalega túlkun
verkefna mögulega, getur OR aðstoðað stjóm-
andann í því að meta viðfangsefnin á raunhæf-
ari hátt en ella og hjálpað honum t.d. við eftir-
farandi atriði:
1. Bera saman og meta kosti og galla mismun-
andi framkvæmdamöguleika.
2. Ráðstöfun takmarkaðra gæða á hagkvæm-
asta hátt.
3. Meta árangur athafna nákvæmar og hraðar
heldur en áður var mögulegt, sérstaklega
ef rafreiknar eru notaðir.
4. Uppgötva og leiðrétta rangar framkvæmdir
fyrr en ella.
Þrátt fyrir langan aðdraganda má segja, að
þróun OR og raunhæf notkun þess hefjist fyrst
að nokkru marki í síðari heimsstyrjöldinni, þeg-
ar starfshópar, sem í voru eðlisfræðingar, stærð-
fræðingar, hagfræðingar, verkfræðingar o.fl.,
aðstoðuðu brezku og bandarísku hernaðaryfir-
völdin við lausn taktiskra viðfangsefna. I við-
skiptum hefur OR átt sinn þátt í auknum hagn-
aði og gert mögulega betri áætlanagerð og eftir-
lit. Þrátt fyrir þetta er nú og hefur verið frá
upphafi mikið rætt um þau mörk, sem skyn-
samlegt sé að halda sig við í OR-athugunum,
vegna þess að margir þættir þeirra mála, sem
stjórnendur þurfa að fást við, verða oft eigi
settir fram á talnalegan hátt.
Einn af frumkvöðlum OR í síðari heimsstyrj-
öldinni var nóbelsverðlaunahafinn dr. Blackett,
en hann átti einnig mikilsverðan þátt í þróun
radarsins. Hann lagði sérstaka áherzlu á, að
við OR-athuganir væri nauðsynlegt að læra af
reynslunni og að OR-þátttakendur mættu aldrei
hafa framkvæmdavald, en að þeir ættu frekar
að hafa mjög greiðan aðgang að þeim stjórnend-
um, sem þeir ynnu fyrir. Þessar ályktanir dró
hann af þeirri reynslu, sem hann fékk sem einn
af aðal vísindalegum ráðgjöfum brezku stjóm-
arinnar í síðari heimsstyrjöldinni.
Að lokum skal minnst á einn tilgang OR, sem
er að leggja aðaláherzluna á að finna hagkvæm-
ustu lausn á rekstri einhvers kerfis. Ef viðkom-
andi kerfi er mjög margbrotið, getur oft verið
erfitt að afla nauðsynlegra gagna til þess að raun-
hæf lausn fáist, en þá er oft horfið að því ráði að
finna hagkvæmustu lausn á undirkerfum í að-
alkerfinu, og er þá vandinn að samræma þær
lausnir, sem fram koma, þannig að bezta lausn
fáist fyrir aðalkerfið. Þetta atriði má heimfæra
á OR-athugun þá, sem nú er unnið að á íslenzka
síldariðnaðinum. Ef aðalkerfinu er skipt í eftir-
farandi kerfi,
1) síldveiðiflota,
2) síldarbræðslur,
3) söltunarstöðvar,
4) síldarfrystihús,
5) síldarflutningaskip, einingar, sem
tilheyra vinnslustöðvum, sem fjar-
lægar eru veiðisvæðunum,
þá má líta svo á, að kerfi nr. 1 sjái kerfum nr.
2 til 5 fyrir hráefni og að milli þeirra geti mynd-
azt samkeppni um hið takmarkaða hráefnis-
magn, sem til fellur.
Innan hvers kerfis getur orðið samkeppni um
hráefnið, t.d. milli síldarflutningaskipa, þ.e.a.s.
fjarlægra vinnslustöðva og vinnslustöðva næst
veiðisvæðunum, söltunarstöðvar geta keppt inn-
byrðis um hráefnið og svo framvegis.
Ef mögulegt væri að finna einhverja hag-
kvæmustu lausn á uppbyggingu og rekstri hvers
kerfis fyrir sig, mjmdi það því alls ekki jafn-
framt jafngilda hagkvæmustu lausn fyrir aðal-
kerfið eða þjóðarbúskapinn í heild.
Ef litið er á síldveiðiskipin t.d. og gert ráð
fyrir því, að fundnar hafi verið þær stærðir
skipa (ásamt veiðiútbúnaði), sem mestan arð
hefðu gefið miðað við þátttöku í síldveiðum um
nokkurra ára bil, þá er ekki þar með sagt, að
sú stærð gæfi beztan arð við þær veiðar, sem
skipin stunda utan síldveiðitímans. Á sama hátt
má hugsa sér að minnka mætti hagkvæmustu
stærð síldveiðiskipa, sem hefðu stöðugt samband
við síldarflutningaskip, sem staðsett væru á mið-
unum o.s.frv.
Sem dæmi um það, að hagkvæmasta lausn á
rekstri og fjárfestingu í síldariðnaðinum gæti
verið önnur, en það sem þjóðarbúskapnum væri
hagkvæmast, má t.d. nefna fólksflutninga milli
landshluta. Ef uppbygging á síldarvinnslustöðv-
um í einum landshluta hefur í för með sér veru-
legan tilflutning á fólki, þannig að byggð legð-
ist niður, ellegar að veruleg fólksfækkun yrði í
öðrum landshluta, þá er vafasamt að mögulegt
sé að meta það á talnalegan hátt, a.m.k. myndu
þar koma til margir þættir, sem eigi er mögu-
legt að setja talnalegt mat á, þótt það sé mögu-
legt að einhverju leyti. Hér myndi það eingöngu
vera hlutverk stjómmálamanna að meta, að hve
miklu leyti þeir vilja og geta stuðlað að jafn-
vægi í byggð landsins, þótt þeir gætu m.a. haft
hhðsjón af ýtarlegri OR-athugun á síldariðnað-
inum og síldveiðunum.