Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 275
TlMARIT VFI 1967
273
Stjórmmarvísindi í íslenzka
síldariðnaðinum og síldveiðunum
Tilgangur OR-athugunarinnar
1 köflunum hér á undan hefur tilgangi og að-
ferðum OR að nokkru verið lýst, en í þessu til-
felli er gengið út frá því, að eðlilegur tilgangur
sé sá, að OR-athugunin leiði í ljós þær leiðir,
sem stuðla myndu að sem mestum hreinum
ágóða síldariðnaðarins í heild með því að nýta
öll tiltæk gæði (resources) á sem hagkvæmast-
an hátt. Slík beztun (optimization) á heildar-
kerfinu myndi því eiga að geta haft í för með
sér aukinn hagnað fyrir alla þá aðila, sem hags-
muna eiga að gæta í síldveiðum og síldariðnaði.
Val úrslausnarefna og úrslausnaraðferðir
Margar leiðir eru færar til þess að fást við
jafn margþætt verkefni og hér er um að ræða.
Með tilliti til þeirra upplýsinga, sem virtust
liggja fyrir, var valin sú leið að nota til úrlausn-
ar verkefnisins simulation computer program,
þ.e.a.s. stærðfræðilegt kerfislíkan, sem hægt væri
að vinna með í rafreikni. Einfaldasta kerfis-
líkanið má setja fram eins og gert er á mynd
1, þar sem sýnt er eitt veiðisvæði, síldveiði-
floti, sem fær veiði sína af þessu svæði, vinnslu-
stöðvar, sem taka við síldinni frá skipum og
markaður, sem tekur við síldarafurðunum. Á
mynd 2 er sýnt í stórum dráttum það kerfis-
líkan, sem notað hefur verið hingað til við frum-
athuganir. Á mynd 2 er markaðnum sleppt og
aðeins teknar síldarbræðslur af vinnslustöðvum,
en þær hins vegar sýndar margar vegna mismun-
andi staðsetningar á landinu. Hver sildarbræðsla
er sýnd sem þrískipt þ.e. löndun, þrær og
bræðsla, en afköst við löndun og bræðslu ásamt
þróarrými skipta að sjálfsögðu miklu máli. Síld-
veiðiflotinn er sýndur sem mörg skip og hvert
þeirra getur valið um margar síldarbræðslur,
sem það siglir með veiði sína til. Ástæður fyrir
því, að þetta kerfislíkan var valið, voru, að við
frumathugun var einfaldast að taka aðeins eina
vinnsluaðferð til meðferðar. Enn fremur byggj-
ast afköst alls kerfisins fyrst og fremst á veið-
inni sjálfri. Að öðru jöfnu fæst meiri veiði eftir
þvi sem raunverulegur veiðitími skips er lengri,
þ.e.a.s. eftir því sem dauði tíminn, sem fer í sigl-
ingu til og frá höfn og löndun, er styttri.
Eðlilegt virtist þess vegna að byrja á því að
athuga, hvernig skipin veldu sér löndunarhöfn
með það fyrir augum að sjá, hvort annað val
á löndunarstað hefði aukið afköstin. Þekking á
því, hvemig skipin velja sér höfn, er einnig
MYND I
grundvöllur fyrir athugunum á áhrifum af
breytingum á kerfinu (ný síldarbræðsla o.s.frv.)
á heildarafköst. Valið var tímabilið 18. sept.
til 7. nóv. 1964, þar sem þá var eingöngu um
bræðslu að ræða og upplýsingar voru aðgengi-
legar.
Orðið kerfislíkan hefur verið notað hér á und-
an og það verið táknað með myndum. Raun-
verulegt kerfislíkan eða reiknilíkan er samsafn
af formúlum og stærðfræðilegum tengslum milli
tölulegra stærða, sem í þessu tilfelli er sett sam-
an í forskrift fyrir rafreikni.
Eftirlíking raunveruleikans (simulation) fer
þannig fram, að rafreikni eru gefin upp tölu-
gildi fyrir ákveðnar stærðir, sem geta táknað
eitt af þrennu:
1) utanaðkomandi áhrif (t.d. staðsetningu
veiðisvæðis), sem við getum engin áhrif
haft á, eða
2) ákvörðunaratriði (t.d. val löndunarhafnar),
eða
3) lýsingu á hugsanlegu framkvæmdaatriði í