Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 278
276
TlMARIT VFl 1967
hraði innan hvers flokks er tekinn sem
sennilegt meðaltal.
3) Raunverulegt daglegt aflamagn hvers skips
á athugunartímabilinu svaraði til þess, að
þau hefðu komið til hafnar með 44% af
áætlaðri mestu hleðslu. 1 kerfislíkaninu var
útreiknuð meðalhleðsla um 46%, þannig að
samsvörunin er viðunandi.
4) Síldarbræðslur: Staðsetningu, sennilegustu
afköst við löndun, þróarrými, bræðslugetu,
og móttekið síldarmagn úr hverju einstöku
skipi.
Kerfislíkanið (eða reiknilíkanið) með fyrr-
nefndum upplýsingum er síðan sett fram sem
forskrift fyrir rafreikni. Þessi forskrift er upp-
byggð af aðalforskrift, sem mynduð er af fjór-
um meira og minna sjálfstæðum imdirforskrift-
um auk átta hjálparforskrifta, sem hver um sig
gegnir ákveðnu hlutverki. Uppbygging forskrift-
arinnar á þennan hátt auðveldar allar breyting-
ar á kerfislíkaninu.
1 þessum áfanga hefur verið stefnt að því
að fá fram eftirlíkingar-kerfislíkan, sem sam-
svaraði hinni raunverulegu starfsemi, sem átti
sér stað á athugunartímabilinu. Áður en hægt
er að telja þessu stigi lokið, verður að reyna
kerfislíkanið við mismunandi aðstæður, afla
fyllri upplýsinga rnn mörg atriði og bæta marg-
ar forsendur, sem byggt er á. Á þessu stigi er
vafasamt að nokkuð sé unnið við það að gera
tilraunir með breytingar á framkvæmdaatriðum
í kerfinu (stærð verksmiðja og staðsetningu)
eða athugun á beztu stærð veiðiskipa. Aftur á
móti eru ákvörðunaratriði, eins og t.d. um val
á löndunarstað, sem gagnlegt getur verið að
rannsaka nákvæmlega. Atriði, sem engu verður
um ráðið, svo sem staðsetningu veiðisvæðis og
veðurfar, má einnig athuga frá statistisku sjón-
armiði.
Kerfislíkan nr. 8, — 8. stig OR-athugunar
Á mynd nr. 3 er sýnt kerfislíkan, sem tekur
til allra meginþátta starfseminnar í heild, að
markaðinum fyrir framleiðsluna imdanskildum.
Áður en gerð er grein fyrir þessu kerfislíkani,
verður enn að athuga, hvem tilgang þessi at-
hugun á að hafa. Um eftirfarandi tvær leiðir
virðist vera að velja. 1 fyrsta lagi að unnið
verði að nokkurs konar sögulegu kerfislíkani og
í öðru lagi að lifandi kerfislíkani.
1) Sögulegt kerfislíkan
1 þessu tilfelli myndi verða stefnt að því að
rannsaka liðinn tíma og reyna að gera sér grein
fyrir því, hvemig ná hefði mátt betri árangri
á liðnum síldarvertíðum, með því að rannsaka
framkvæmda- og rekstrarákvarðanir út frá
gefnum veiðisvæðum og veiðilíkum. Á þann hátt
myndi reynsla liðinna ára verða grundvöllur að
ákvörðunum varðandi næstu síldarvertíðir.
Ákvörðun um fjárfestingu í nýjum vinnslustöðv-
um getur þó aldrei grundvallazt eingöngu á
reynslu liðinna vertíða. Rannsóknir á síldarstofn-
inum, stærð hans og göngu, hljóta að verða
megin grundvöllurinn fyrir útreikningum á
veiðilíkum í framtíðinni. Af þessum tveim at-
riðum er vitneskjan um stærð stofnsins tiltölu-
lega öragg miðað við það, sem hægt er að
segja fyrir um göngur síldarinnar á miðin. Hlut-
verk kerfislíkansins myndi því vera að áætla
mögulega veiði síldveiðiflotans og hagkvæmustu
dreifingu aflans á vinnslustöðvarnar miðað við,
að veiðisvæðin væra á ákveðnum en ólíkum
stöðum yfir síldveiðitímann ár hvert. Rafreikn-
irinn gæti þannig líkt eftir mörgum hugsanleg-
um síldarvertíðum ár hvert og nokkur ár fram
í tímann, þar sem hver vertíð fyrir sig mið-
aðist við mismunandi síldargöngur, og tíminn,
sem hver eftirlíking tæki, væri aðeins fáar mín-
útur. Stjórnendumir, sem eiga að ákveða, hvort
ráðast eigi í nýjar framkvæmdir, verða síðan
að gera upp við sjálfa sig, á hvaða síldargöng-
ur þeir veðja. Þeir bjartsýnu myndu veðja á
hagstæðar göngur, þeir svartsýnu á hið gagn-
stæða, en í báðum tilfellunum myndu þeir vita
með töluverðri vissu, hver útkoman gæti orðið
á þeirri vertíð, sem þeir hafa valið að veðja á.
2) Lifandi kerfislíkan
Hér er gert ráð fyrir sama kerfislíkani og
áður, en munurinn er sá, að fyrir hendi væri
rafreiknir, sem væri mataður á öllum upplýs-
ingum um veiðisvæði og afla einstakra skipa
um leið og atburðimir gerast. Einnig væru upp-
Iýsingar um gang vinnslunnar í öllum vinnslu-
stöðvum settar inn í rafreikninn og á þann hátt
gæti gæzlulið rafreiknisins ráðlagt hverju skipi
fyrir sig, hvert það ætti að sigla til þess að
losna við aflann á hagkvæmasta hátt. Einnig
gæti rafreiknirinn gefið leiðbeiningar, sem að
gagni mættu koma í sambandi við síldarleitina,
sérstaklega við vissar aðstæður, þ.e.a.s. við til-
tölulega dreifðar síldartorfur. Við það væru
notaðar stærðfræðilegar aðferðir við leit (Theory
of Search), sem grundvallast á því að reynt