Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 282
280
TlMAR.IT VPI 1967
heildar útkoman sé sem hagstæðust? Verndun og
hagnýting fiskstofnanna verða þess vegna að
haldast í hendur. Til þess að greina veiðitækin
verður að upplýsa afköst þeirra, hvert tillit þau
taka til vemdunar stofnanna og hvert verðmæti
er í aflanum, eftir því hvaða tækjum hefur verið
beitt til að ná honum.
Eitt er það enn í fiskveiðum, sem ég álít að
sé mjög mikilsvert og e.t.v. sé þar að finna
beztu fjárfestingu, sem Islendingar geta gert
núna, og það er menntun skipstjóra. Það þarf
enginn að segja mér, að það sé eingöngu heppni,
sem ræður því, að vissir skipstjórar afla tíu sinn-
um meira en aðrir. Það er þekking og kunnátta,
sem skiptir þar sköpun. Hvernig á að afla þess-
arar þekkingar ? Hvemig á að færa hana í kerfi ?
Hvemig á að flytja hana til annarra skipstjóra?
Þegar afhnn hefur verið veiddur, vaknar
spumingin um aðstöðu til móttöku og nýtingar
á aflanum. Þar með telst löndunartækni og stað-
setning verksmiðjanna og spumingar eins og
sú, hversu skynsamlegt það sé að hafa hrað-
frystihús á Selfossi. Á að frysta, á að sjóða
niður eða hvernig á að nýta aflann? Kjarni máls-
ins er þessi: Hver áhrif hefur það á aðra þætti
fiskiðnaðarins, ef fjárfest er í einhverri nýrri
vinnsluaðferð, ef ákveðið er að staðsetja frysti-
hús á Selfossi eða byggja nýtt fiskiðjuver í
Hafnarfirði ? Áður en við getum gert okkur grein
fyrir því, hver áhrifin em á hvern einstakan
þátt í fiskiðnaðinum af einhverjum framkvæmd-
um á einhvern lið þess, getum við ekki tekið
raunhæfar ákvarðanir um það, hvemig eigi að
reka kerfið og hvemig eigi að fjárfesta í því.
Ef til vill er ekki úr vegi að benda á það í
þessu sambandi, að verð fisks eða síldar í hin-
um ýmsu millistigum, t.d. til sjómanns frá fisk-
iðjuveri, er ekki lengur ákveðið af markaðsöfl-
unum eða a.m.k. ekki eingöngu ákveðið af mark-
aðsöflunum. Þetta hefur valdið miklum árekstr-
um. Ég segi ekki að verðið eigi að ákvarðast
af markaðsöflunum. Það hefur að sjálfsögðu
verið af illri nauðsyn að fyrir það var tekið, því
að annars yrðu verðsveiflurnar alltof miklar og
óbærilegar íslenzku atvinnulífi. Hins vegar
mundi vera hægt að meta á langtum raunhæfari
hátt, hvert verð sé skynsamlegt, með því að
beita kerfisrannsóknum. Það er líka hægt að
meta það betur, hvort rétt sé að gera út með
tapi, en verka fiskinn með ágóða, og þar fram
eftir götunum. Því að það er á heildina, sem
verður að líta. Enginn hlekkur má bresta til þess
að keðjan sem heild haldi.
Stærðfræðilíkan af þessu tagi ætti að vera
ómetanlegt fyrir þá, sem sjávarútveg stunda.
Það ætti að vera ómetanlegt fyrir bankana við
að veita 'fjármagni í ýmsar greinar sjávarút-
vegsins og atvinnulífsins, og fyrir afkomu þjóð-
arinnar ætti það einnig að vera mjög mikils
virði í harðnandi samkeppni. Óstöðugleiki afla-
bragðanna er hér alls ekki þrándur í götu, held-
ur gerir í rauninni rannsóknir sem þessar langt-
um nauðsynlegri. Þetta verk verður náttúrlega
ekki unnið á einni nóttu af einum manni. Þetta
er mikið verk, og það þyrfti að koma á stofn
hópstarfi til þess að vinna verkefni sem þetta.
1 þeim hópi ættu að vera menn með mismunandi
menntun og reynslu. En þó að verkið sé mikið,
þá held ég að tími sé til þess kominn að hef jast
handa. Og ég er mjög þakklátur Þóroddi Sig-
urðssyni fyrir það, að hann hefur riðið á vaðið
með einn hðinn til þess að opna augu manna
fyrir því, hve hér er um mikilsvert mál að
ræða. Ég álít, að í rannsóknum sem þessum sé
fólgin bezta og í rauninni eina raunhæfa lausnin
á vandanum, sem sjávarútvegurinn er nú stadd-
ur í og sem hann hefur verið staddur í af og
til, nema þegar mest aflast, og sem hann mun
halda áfram að eiga í af og til, nema metár sé,
ef ekki verður tekið á málunum með þeirri tækni,
með þeirri vísindaþekkingu, sem við höfum nú
yfir að ráða, og henni beitt til þess að greina,
hvað við erum í rauninni að gera.
Sveinn Benediktsson:
Ég vil þakka þessum tveimur ræðumönnum,
sem hér hafa talað, fyrst og fremst Þóroddi Sig-
urðssyni, og reyndar Kjartani Jóhannssyni líka,
fyrir þau erindi, sem þeir hafa flutt hér. Ég
verð að játa það, að mér datt í hug, þegar ég
hlustaði á þetta, að mér mundi hafa verið svip-
að í huga eins og barninu, sem horfði á nýju
fötin keisarans. Ég botnaði lítið í þessu, sem hér
fór fram, en þóttist þó sjá, að þetta væri allt af
mikilli vísindalegri þekkingu sagt, þó erfitt væri
að fylgjast með því til hlítar, og er það þó ekki
vegna þess, að ég hafi ekki vilja til þess, því
að ég játa það, að ég hef átt þátt í því í stjórn
Síldarverksmiðja ríkisins að styðja Kjartan Jó-
hannsson til þess að athuga þessi mál í Ame-
ríku, og eins átt þátt í því í stjórn verksmiðj-
anna að styðja Þórodd Sigurðsson til þessara at-
hugana, og einnig í stjórn Síldarsaltendafélags-
ins.
Það er gamalt íslenzkt máltæki, sem segir:
„Varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt
sé fundin“.
Þóroddur gat um það, að það gæti ekki komið