Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 298
296
TlMARIT VFl 1967
Um fyllri nýtingu aflans
Dr. G. Jakob Sigurðsson
Sjófang h.f.
Inngangur
Þessi ráðstefna fjallar um ýmis viðfangsefni
íslenzks fiskiðnaðar eins og hann er nú, og að
nokkru leyti um framtíðarmöguleika tiltekinna
greina hans. Þegar rætt er um framtíðina, verð-
ur ekki hjá því komizt, að ýmislegt af því, sem
sagt er, getur verið nokkrum vafa undirorpið
og jafnvel spádómakennt. Eigi að síður hlýtur
öll þróun að byggjast á því, að menn reyni að
gera sér ljóst, hvaða möguleika framtíðin hefir
að bjóða, og reyni eftir megni að notfæra sér
þessa möguleika.
Auðvitað verða alltaf skiptar skoðanir um það,
hvað sé hægt að gera og hvað sé ráðlegt. Menn
deila um það, hverjar séu hinar réttu leiðir og
hvemig beina skuh þróuninni inn á þessar leiðir.
Er sá skoðanamunur eðlilegur og æskilegur. Um
nokkur gmndvallaratriði getur þó tæplega orðið
ágreiningur: í fyrsta lagi, að við höfum ekki
ennþá komist nærri því nógu langt í því að auka
útflutningsverðmæti þess afla, er á land berst,
með fyllri vinnslu og með sterkari átökmn til
öflunar markaða. 1 öðm lagi, að æskilegt sé og
nauðsjmlegt að slík verðmætisaukning náist. 1
þriðja lagi, að mikilvægum árangri er hægt að
ná, og það á tiltölulega skömmum tíma, ef nægi-
leg hugsun tæknimenntaðra manna, starfsorka
og fjármagn em samhæfð til þess að svo megi
verða.
Eitt af því fyrsta, sem við hljótum að spyrja
sjálfa okkur, er það, hvort við séum þegar
komnir eins langt í þessum efnum og nágrannar
okkar og keppinautar, þannig að af þeim verði
ekki frekar lært. Ef svo væri, mundu flestir lita
svo á, að á betra yrði vart kosið, enda þyrfti þá
sérstakt hugvit og uppfinningamennsku til þess
að nýjar leiðir fynndust. Þessu er ekki svo farið.
Við gætum þegar hafið framleiðslu og sölu á
vömm, sem þekktar eru og viðurkenndar þeirra
á meðal, en við þurfum auðvitað jafnframt því
að reyna eitthvað á okkar eigin fmmleik og
tækniþekkingu, og finna með skipulagðri til-
raunastarfsemi nýjar vörutegundir úr hráefni,
sem nú er hér illa nýtt, og væri því mikilvægt
að vinna betur.
Þess er auðvitað enginn kostur í stuttu erindi
að gera því nokkur ýtarleg skil, á hvern hátt
bæri að takast á við hin ýmsu viðfangsefni, sem
aðkallandi em á þessu sviði, enda er því svo
hagað rnn þau mál eins og önnur, að leiðimar
verða ekki allar augljósar fyrirfram, heldur verð-
ur að reyna að fara skynsamlega af stað í leit
að lausn hvers verkefnis, en laga sig svo að
ýmsum aðstæðum og haga seglum eftir vindi til
þess að ná settu marki. Ég mun því ekki reyna
hér að gefa neina allsherjarformúlu til lausnar
vandanum, heldur aðeins benda á ýmis viðfangs-
efni, sem mér finnast sum vera sjálfsögð og til-
tölulega auðleyst, en önnur svo líkleg til árang-
urs, ef að væri unnið af einbeitni og nokkurri
þrautseigju, að allar líkur væm til þess að hag-
stæða lausn mætti finna. Væri þá a.m.k. nokkuð
á unnið, ef alvarlegar umræður gætu orðið um
málin, svo að þau yrðu kmfin til mergjar, og
þeim hugmyndum, sem fram kæmu, annaðhvort
hnekkt eða þær staðfestar og eitthvað af þeim
tekið til raunverulegrar úrvinnslu. En raunhæfar
umræður og athuganir á þessum mikilvægu við-
fangsefnum em alltof sjaldgæf hér á landi.
En hvar á þá fyrst til að taka?
Nýting síldarinnar
Það er auðvitað ávallt hvað mest áberandi, hve
langt að baki öðrum þjóðum við stöndum ennþá
að því er snertir nýtingu síldarinnar. Hin gífur-
lega síldveiði undanfarinna ára hefir leitt til þess,
að f jöldi nýrra mjölverksmiðja hefir verið byggð-
ur, og vitanlega hlýtur svo að verða, meðan
magnið er eins mikið og það hefir verið undan-
farin ár, að meirihluti síldarinnar fari í slíka
vinnslu. Og nú munu á ný hafnar athuganir á
herzlu á lýsinu og framleiðslu raunverulegrar
neyzluvöm úr því. Það breytir þó engu um það,
að jafnframt þarf að vinna að annari og betri
nýtingu þessa hráefnis.
Svo mun til ætlazt, að aðrir aðilar fjalli hér