Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 300

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 300
298 TlMARIT VPI 1967 þessu, lét mjög vel af vörunni og kvaðst sann- færður um að salan mundi stóraukast, þegar fólk vendist þessu, enda væri geymsluþolið miklu meira en áður hefði þekkst fyrir svipaðar vörur. Vafalaust er þarna leið til að vinna nýja mark- aði, og jafnframt skapa einhverju af frystihús- unum verkefni, þegar annars er lítið að gera. Því ekki líka að frysta síldarflök og gaffalbita í vínsósu í öskjum, í stað þess að leggja þessar vörur í dósir? Með vaxandi kröfum um takmörk- un á notkun rotvamaefna, sem gert hafa geymslu niðurlagðrar vöru í sósum sæmilega örugga, má búast við að meira verði farið inn á að frysta þessar vörur. Til þessarar framleiðslu höfum við Islendingar manna bezta aðstöðu og þyrftum nú þegar að gera myndarleg átök til framleiðslu og sölu. Bretar neyta á ári hverju mjög mikillar reyktr- ar ,,kipper“-síldar. Framleiðsluaðferðir hafa breytzt talsvert undanfarin ár, sérstaklega þannig, að mikið meira er nú flakað en áður var, og varan er pökkuð betur til þess að veita henni meira geymsluþol. Meðal annars er mikið pakk- að í poka, sem eru lofttæmdir og síðan frystir. Slík vinnsla mundi auðvitað gera okkur auðveld- ara að flytja hana út. Árið 1965 munu um 40— 50.000 tonn af síld hafa farið til ,,kipper“-fram- leiðslu í Bretlandi á verði, sem oftast er tvisvar til f jórum sinnum hærra en á nýrri síld hér. Enda þótt mest allt væri notað heima í Bretlandi var flutt út þaðan ,,kipper“ fyrir um £ 400.000, og var það meira en 12% meira verðmæti en árið áður, en magnið aðeins 3% meira. Árið þar áður hafði magnið aukist um 11%. Verðhæsti mark- aðurinn er í Bandaríkjunum. Mikið af þeirri síld, sem veiðist hér við land, er mjög hentug til þessarar framleiðslu, en á Is- landi er fryst ,,kipper“ ekki framleidd og engar alvarlegar, skipulagðar og varanlegar tilraunir hafa verið gerðar til þess að flytja hana út. Þama er þó auðsjáanlega verðugt verkefni. — Ég mun ekki tímans vegna ræða nánar um hinar ýmsu vömr úr síldinni, sem em vel þekktar í nágrannalöndunum, auðvelt væri að framleiða á Islandi og gera mætti að arðbæmm útflutnings- vömm, ef að væri unnið af festu og framsýni. Þó get ég ekki látið hjá líða að benda einnig á það, að ef meira af síldinni væri tekið t.d. til flökunar, mundu til falla einnig hrogn og svil, sem nú fara eins og annað í mjölið. Síldarsvil eru eftirspurð vara í Englandi, og í Japan er meðalverð á síldarhrognum, verkuðum við þeirra hæfi, $ 15-16,00 á lb. eða um kr. 1.400,00 per kg, og fór árið 1965 allt upp í $ 28,40 per lb. skv. nýlegri fregn í Commercial Fisheries Re- view. Hraðí rystir og tilbúnir réttir Við Islendingar höfum gjarnan hælt okkur af því undanfarin ár, að á sviði hraðfrystingar fisk- flaka séum við a.m.k. samkeppnisfærir við hvern sem er. Við höfum vel búin frystihús, vaxandi hagræðingu í vinnubrögðum og fyrirmyndar framleiðsluvöru. Allt er þetta að verulegu leyti rétt og vert fullrar viðurkenningar. Það er hins vegar staðreynd, að á tímum nútímaþróunar í tækni og matvælaframleiðslu dugir aldrei að standa lengi í sömu sporum, þegar einhverjum áfanga er náð, heldur verður stöðugt að sækja lengra fram eða dragast aftur úr. Á síðustu 10—15 árum hefir fjölbreytni í frystum fiskafurðum á Islandi aukizt mikið minna en víðast annars staðar. Við fórum að frysta blokkir svo máli skipti til gjörvinnslu er- lendis fyrir 10-12 árum og gerum það í allstór- um stíl. Aðalsölufyrirtæki Islendinga hafa rekið vinnslu úr blokkum i Bandaríkjunum í nokkur ár. Lengi framan af munu lítil sem engin við- bótarverðmæti hafa borizt til Islands fyrir fisk, sem þannig var unnin vestra, en sagt er að nú standi þetta til bóta, og er mér þó ekki kunnugt um að hve miklu leyti svo muni vera. Getur slík starfsemi erlendis verið hagstæð, þar sem tolla- löggjöf viðkomandi landa gerir ókleift að selja fullunnar vörur innfluttar. Hitt virðist augljóst, að fullvinnsla hér á landi mundi færa langt um meira andvirði til Islands, og t.d. er erfitt að hugsa sér að fyrir enskan markað mætti ekki fullvinna vöru hér á landi á sama hátt og gert er í Bandaríkjunum, þar sem tollar í Englandi eru hinir sömu, hvort sem varan er unnin meira eða minna. Þar kemur þá enn til greina sölumennska á samkeppnismarkaði, en margir Islendingar virð- ast oft hafa einhvers konar minnimáttarkenndir í sambandi við þau mál. Þá ber einnig mjög að hafa það í huga, að enda þótt tollaaðstaða okk- ar í Vestur-Evrópu sé erfið, eins og nú standa sakir, fer varla hjá þvi, áður en mjög langt líður, að hún breytist aftur okkur í hag, annað hvort með þátttöku í þeim bandalögum, sem þar um ræðir, eða með samningum við þau. Nú er svo komið, að fyrir utan hinar velþekktu fiskstengur og skammta, sem hér um ræðir, er fyllilega tímabært að fara að framleiða hér á landi fjölmarga aðra fullgerða og Ijúffenga rétti úr fiski, og senda þá þannig til útlanda frysta, en annars tilbúna til neyzlu. Það er alkunna, að framleiðslu slíkra tilbúna rétta úr ýmsum hrá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.