Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 305
TlMARIT VPl 1967
303
hið allra fyrsta og hefjast handa um uppbygg-
ingu minkabúa og hraða verkinu. Auðvitað mundu
fáein minkabú í fyrstu ekki strax hafa veruleg
áhrif til hækkunar á fiskverði, þótt svo mundi
verða síðar, eftir að þessi atvinnugrein hefði náð
eðlilegum þroska. 1 Englandi hafa ýmis stærstu
fiskiðnaðarfyrirtæki hafizt handa um minkaeldi
í stórum stíl og telja það vera mikilvægt atriði
til tryggingar afkomu sinni.
Aðgerðir til úrbóta
Það var ekki svo til ætlazt, að hér yrði slegið
fram neinum tæmandi eða nákvæmum áætlunum
um það, sem gera skyldi til aukinnar fjölbreytni
og eflingar íslenzkum fiskiðnaði, heldur aðeins
drepið á nokkur atriði til athugunar og umræðu.
Ég vil þó leggja áherzlu á það, að allt það, sem
ég hefi minnst á, og sjálfsagt fjöldamargt ann-
að, er þess eðlis, að athuganir og umræður eru
ekki nóg, heldur þarf nú þegar að hefja víð-
tækar prófanir og framleiðslu á fjölmörgum nýj-
um vörutegundum, og hefði átt að gera það
fyrir löngu. Framleiða þarf nægilega mikið til
þess að hægt sé að koma vörunum á markað,
og sjá af þeim móttökum, sem þær öðlast, hvernig
megi laga þær eftir kröfum kaupendanna, og
hverjar þeirra geti náð verulegri útbreiðslu og
unnið stóra markaði, en að því loknu vélvæða
framleiðsluna eftir því sem unnt er og við á.
En setjum nú svo að þetta sé rétt og að um
raunverulega möguleika til nýrrar framleiðslu sé
að ræða. Hvernig á þá að vinna að því að koma
einhverju slíku í framkvæmd ? Kostnaður við
alla nýbreytni verður auðvitað talsvert mikill,
en flest eru fyrirtæki sjávarútvegsins tiltölulega
lítil og vanmáttug fjárhagslega, og verður þó
ekki komizt hjá því að ætla, að hin stærri sölu-
samtök hefðu undanfarin ár haft ráð á að hafa
um hönd víðtækari tilraunir til nýbreytni en
raun hefir orðið á. Öflun fjár til slíkra fram-
kvæmda hefir þó verið mjög erfið, og ekkert
hefir legið fyrir um það frá opinberri hálfu, að
nýr iðnaður á þessu sviði yrði studdur umfram
annan, ef um byrjunarörðugleika yrði að ræða.
Munu jafnvel flestir, sem reynt hafa að afla
lánsfjár til nýrrar framleiðslu, hafa fundið, að
það hefir verið ennþá erfiðara en ef fara skyldi
troðnar slóðir, og hefir það þó engan vegin
verið auðvelt undanfarið. Önnur orsök til áhuga-
leysis um nýbreytni er vafalaust skortur á vinnu-
afli, sem hefir valdið því, að menn, sem rekið
hafa hin stærstu fyrirtæki, hafa hlotið að líta svo
á, að ef þeir kæmu á fót nýjum og lítt reyndum
framleiðslugreinum, mundi það verða til þess, að
vinnuafl fengist ennþá síður til hinnar eldri starf-
rækslu, sem þó var orðin föst í sessi og talin
tryggari um alla afkomu. Ef til vill mætti einnig
segja, að möguleikarnir innan hinna eldri greina
fiskiðnaðarins hafi verið slíkir, að þeir, sem
eitthvað hafa viljað við hann fást, hafi þar
getað fundið sér verkefni, án þess að leggja út
í áhættusama nýbreytni, og segir það í sjálfu
sér mikið um hið víða verksvið og óþrjótandi
möguleika þessa iðnaðar. Þá má auðvitað ekki
gleyma því, að þekkingarleysi og vantrú margra
framleiðenda á nýjum möguleikum hefir hér verið
mjög veigamikið atriði.
Vegna þess, sem hér hefir verið sagt, og af
ýmsum öðrum ástæðum hefi ég oft lagt á það
áherzlu og geri enn, að hér eigi ríkisvaldið að
hafa miklu meiri forustu og leggja fram miklu
meiri fjárhagslegan skerf en raun hefir verið
á hingað til.
Við eigum nú þegar hina myndarlegustu rann-
sóknarstofnun, sem starfar í þágu fiskiðnaðarins.
Sá er hins vegar ljóður á, að þar eru sárafáir
hæfir menn til starfa. Alls munu vera þar 7—8
menn með haldgóða tæknilega þekkingu. Hér um
bil allur tími þeirra, a.m.k. flestra þeirra, virðist
fara í alls konar vanastörf, og má þar nefna
eftirlit með ferskfisksmati, prófanir á útflutn-
ingsafurðum, svo sem fiskmjöli og lýsi, og nokk-
urt eftirlit með verksmiðjum, svo sem síldarverk-
smiðjum, lýsisbræðslum, niðursuðuverksmiðjum
o.s.frv. Allt eru þetta hin nauðsynlegustu störf
og algjörlega ómissandi fyrir framleiðendur, að
þau séu leyst af hendi af kunnáttu og nákvæmni.
Hinsvegar snúast þau að mjög litlu leyti um
nýbreytni og endurbætur og þá aðeins á tak-
mörkuðum sviðum. Um samræmd, varanleg átök
til framlciðslu nýrra vörutegunda hefir tæplega
verið að ræða, og virðist að stofnunin hafi hvorki
yfir að ráða nægilegum starfskröftum né fjár-
magni til slíkra hluta. Undanfarin ár hafa hins
vegar ýmsir ágætlega menntaðir menn á þessu
sviði horfið til baka til útlanda að loknu námi
vegna skorts á hæfilegri aðstöðu til starfa hér.
Hér þarf allt aðra og meiri vinnu, ekki ein-
ungis á rannsóknastofnuninni, heldur einnig í
smáum og stórum tilraunaverksmiðjum. Gæti
það oft verið í nánu samstarfi við ýmis fyrir-
tæki, sem síðar héldu áfram framleiðslu og sölu
á þeim vörutegundum, sem beztar reyndust. Til
þessa þyrfti auðvitað fleiri sérfræðinga og að-
stoðarfólk, talsverð húsakynni, vélar og fjár-
magn. Ég er sannfærður um, að ýmsir framleið-
endur vildu taka virkan og mikinn þátt i slíkri
tilraunastarfsemi, þegar þeir sæju að möguleikar