Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 311
TlMARIT VFl 1967
309
var aldrei bannaður útflutningur, og dr. Jakobi
var aldrei bannað að flytja síldina út, heldur átti
hann að uppfylla viss skilyrði, sem við settum,
fyrir því að greiðsla kæmi, og það verð, sem
samningarnir tilskyldu. T.d. átti skoðun að fara
fram, ef ég man rétt, vestra, og það var um
tvö eða þrjú verð að ræða. Við í Síldarútvegs-
nefnd höfum ævinlega verið á móti því að láta
nokkra síld fara út, án þess að full trygging
væri fyrir greiðslu og skoðun fyrir hendi, áður
en síldin fer. Það hefur verið stefna nefndar-
innar frá byrjun að koma í veg fyrir þá um-
boðssölu, sem tíðkaðist áður. Þá hafði kaupand-
inn sjálfdæmi og gat að geðþótta farið sínu fram
um verð og annað. Þetta mál hefur alloft verið
í athugun hjá nefndinni og athugað sérstaklega
af síldarframleiðendum hér á Suðurlandi. Ég vil
minna þá, sem hér kunna að vera í félagi síld-
arsaltenda á Suðurlandi, og dr. Jakob Sigurðsson
líka, á aðalfund félagsins, sem haldinn var fyrir
nokkrum árum, eftir að þetta mál kom upp, þar
sem þessi mál voru skýrð á sama hátt og ég
skýri þau nú, og veit ég ekki annað, en að það
hafi verið viðurkennt rétt af öllum þeim, sem
á þeim fundi voru. En það er annað í þessu máli,
sem virðist vera óvísindamannslegt. Dr. Jakob
Sigurðsson minnist ekkert á það, úr hvaða hrá-
efnum þessi súrflök eru framleidd í Ameríku.
Þau eru mestmegnis framleidd úr ódýrri norskri
vetrarsíld, Nýfundnalandssíld og síld, sem jafn-
vel er veidd við Jan Main og Kanada. Og þessi
síld er miklu verra hráefni en íslenzka síldin,
enda þótt hægt sé að nota hana í þetta, en mikl-
um mun ódýrari heldur en menn hafa treyst
sér að framleiða fyrir hér á landi. Ég held, að
á hverju hausti hafi síldarsaltendur hér á Suð-
urlandi í samráði við Gunnar Plóvenz, fram-
kvæmdastjóra okkar, gert athuganir á því, hvort
hægt væri að framleiða súrflökin til Ameríku
með því síldarverði, sem hér er. Ég held líka,
að fyrirtæki S.H. hafi reynt að komast inn á
markaðinn, og ég veit að þeir fengu frá okkur
síld á sínum tíma með því ódýrasta verði, sem
við treystum okkur þá að selja síld fyrir. Það
var að vísu saltsíld. Hvað úr þeim tilraunum varð,
veit ég ekki. En úr því að við tölum um súrflök,
þá er rétt að geta þess, að okkur tókst að
framleiða og selja til Þýzkalands töluvert magn
1 eða 2 ár og gátum reyndar gert samninga á
sl. hausti eða gerðum samninga, sem ekki var
hægt að uppfylla, en tollakerfið í Þýzkalandi sló
alveg botninn úr þessu. Við þurftum að borga
upp í 32% af andvirði flakanna, þegar þau voru
komin í tunnur, ekki einu sinni af síldinni, held-
ur líka af tunnum. Á sama tíma höfðu Danir þá
aðstöðu, að þeir flökuðu sína síld nýja, jafn-
óðum og hún kom í land, sendu hana til vissra
manna eða aðila í Þýzkalandi, sem súrsuðu hana
sjálfir, og síldin var algerlega tolllaus frá Dan-
mörku. Við gátum að vísu gert samning við
Þýzkaland í haust, eins og ég sagði áðan, sem
framleiðendur töldu sig geta framleitt upp í, en
fengu aldrei hæfa síld í þá vöru. Ég ætla ekkert
að koma hér inn á verkunina og ýmis atriði, sem
reyndust ákaflega misjöfn hjá ýmsum framleið-
endum, og læt þetta nægja.
Guðmuudur H. Garðarsson:
Herra fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Það
er ekki langt mál, sem ég ætla að flytja hér, en
ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka
Verkfræðingafélagi Islands sérstaklega fyrir að
hafa efnt til þessarar ráðstefnu, og mér rtnnst
það einstaklega ánægjulegt, að verkfræðinga-
stéttin íslenzka skuli hafa átt frumkvæði að jafn
myndarlegu átaki og felst í því, að efna til jafn
vel undirbúinnar ráðstefnu um sjávarútvegs- og
fiskiðnaðarmál, þar sem þessi þýðingarmiklu mál
eru rædd á grundvelli þekkingar og reynslu.
Verkfræðingastéttin hefur átt og mun eiga
mjög ríkan þátt í framtíðaruppbyggingu ís-
lenzkra atvinnuvega, og vil ég leyfa mér að líta
þannig á, að með því að efna til þessarar ráð-
stefnu felizt af hálfu stéttarinnar á framtíð ís-
lenzks sjávarútvegs- og fiskiðnaðar ákveðin
traustsyfirlýsing, sem ekki er vanþörf á, bæði
vegna tímabundinna erfiðleika og svo þess,
hversu víða þess gætir, að menn hafa ekki trú
á þessum atvinnuvegi. Vil ég segja það, sem
mina persónulegu skoðun, að mér finnast við-
brögð Verkfræðingafélags Islands vissulega stór-
mannlegri og þjóðlegri, heldur en sumra vel
menntaðra manna úr öðrum stéttum, sem ekki
setja sig úr færi að veikja trú manna á þess-
um atvinnuvegi, sem vissulega hefur verið for-
senda efnahagslegra framfara á Islandi og get-
ur enn verið, sé rétt haldið á málum hér innan-
lands, m.a. með auknu samstarfi þeirra, sem í
atvinnulifinu starfa og stjómendum landsins. —
Á ég þar einkum við stjórnmálamennina, sem
þjóðin kýs sér til forustu á hverjum tíma. Það
má e.t.v. segja, að framansagt gæti verið nokk-
ur formálsorð að þvi, sem ég hefði frekar vilj-
að segja um þennan þátt málanna, en þar sem
það er orðið áliðið fundar, ætla ég að sleppa
því að koma með frekari hugleiðingar í þessa
átt.
Það er með fiskiðnaðarmál, eins og mörg önn-