Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 317
TlMAHIT VPl 1967
315
kaupa þær vélar, sem þarna voru til og halda
starfseminni áfram á eigin ábyrgð. Að vísu
hafði ég ekki mikla peninga, og þeir reyndust
ekki nógir, og ég fékk ekki þessar vélar. En ég
var sannfærður um það, og er enn, að þetta
hefði tekizt, ekki sízt með tilliti til þess, að hefði
þarna verið haldið áfram, þá hefði það verið
heppilegt, því það voru mikil og góð síldarár
þarna næst á eftir.
1 sambandi við það, að Sveinn Benediktsson
kom hér með áskorun um það til Erlendar Þor-
steinssonar, að hann skyldi koma hér og verja
hendur sínar að mér skildist og endaði með því,
að ég hefði farið með fleipur, þá verð ég einnig
að minnast lítilsháttar á þetta súrsíldarmál, sem
hér kom lítils háttar á dagskrá. Ég get tekið
það fram, að þetta súrsíldarmál hófst þannig, að
í Fiskiðjuverinu var ég árið 1958 að athuga, hvað
gera skyldi, ef ég hefði samninga við báta um
síld til niðursuðu og meira bærist að en verk-
smiðjan gæti unnið. Hér var meðal annars hugs-
að um reknetasíld, og það var nauðsynlegt að
hafa aðra notkunarmöguleika en bræðslu fyrir
góða síld, sem að landi bærist. Þess vegna fór
ég að athuga með möguleika á því að framleiða
vörur, sem væru fljótunnar, án þess að kaupa
þyrfti dýrar vélar. Jafnframt fór ég að athuga
möguleika á því að selja súrsild bæði austan
hafs og vestan. Þetta var aðeins komið á til-
raunastig og ég var búinn að senda prufur í báð-
ar áttir. Fyrsta árið eftir að ég hætti í Fiskiðju-
verinu, þá fór ég í þetta sjálfur, m.a. vegna
þess, að þarna var möguleiki til að hefja fram-
leiðslu, án þess að þurfa að fjárfesta svo máli
skipti. Það varð úr, að ég sendi til Þýzkalands
þetta ár nokkur hundruð tunnur og lítils háttar
magn til Ameríku líka. Ég vil taka það fram,
að það er ekki rétt með farið hjá Erlendi Þor-
steinssyni, að þeir hafi talið sjálfsagt í Síldar-
útvegsnefnd, að ég fengi að gera þetta. Þeir
voru aldrei spurðir neitt ráða, af þeirri einföldu
ástæðu, að ég taldi ekki, og það taldi enginn
þá, að þetta væri þeirra mál. Þarna var um að
ræða nýja vöru, sem Síldarútvegsnefnd hafði
ekki undanfarin ár gert neitt til að selja, og
mér datt það satt að segja ekki í hug, að þeir
gætu haft nokkurn skapaðan hlut á móti þvi,
að ég eða einhver annar færi að reyna að fram-
leiða þessa vöru og vinna henni markað. Þetta
leit vel út, ágætlega. Það var meira að segja
svo heppilegt, að þessir tveir markaðir, sem um
var að ræða, höfðu verulega ólíkan smekk.
Bandaríkjamenn lögðu höfuðáherzlu á að fá stór
flök, en Þjóðverjar vildu helzt losna við stóru
flökin, en voru hins vegar tilbúnir að taka allt
niður í mjög smáar stærðir. Þetta fannst mér
liggja ágætlega við, það var auðvelt að gera
báðum til hæfis. Þegar þessum sölum var lokið
og varan hafði fengið góðar undirtektir og verð-
ið var slíkt, að mér fannst borga sig að fara í
þetta, þá fór ég og athugaði málið nánar og
ætlaði að undirbúa framleiðslu í verulega stærri
stíl, nokkur þúsund tunnur á hvorn markað
næsta ár. Ég var úti í Chicago, þegar ég fyrst
heyrði um það, að það myndu vera einhver ljón
á veginum. Maðurinn, sem hafði keypt af mér
og ætlaði að kaupa af mér mikið magn sagði
við mig: ,,En heyrðu vinur minn, heldur þú að
þú fáir að selja þetta?“ „Hvað meinarðu?11
sagði ég, ,,af hverju skyldi ég ekki fá að selja
það?“ ,,Þú veizt kannski meira um þetta en ég,
en mér var sagt núna fyrir tveim til þrem dög-
um, að þú myndir ekki fá að selja hana. Það
yrði séð um það.“ ,,Og hver sagði þér það?“
„Umboðsmaður Síldarútvegsnefndar í New
York,“ sagði hann. Fyrst að það þarf að kalla
þessa sögu fram, þá er bezt að hún komi fram.
Ég sagði að þetta hlyti að vera einhver alger
misskilningur, því að þeir hefðu ekkert skipt sér
af þessari vöru og ég hefði enga trú á því, að
þeir mundu gera það. En eigi að síður, þegar ég
kom heim, sótti ég um útflutningsleyfi fyrir
einhverju tilteknu magni, ég man ekki hvað það
var. Ég sótti ekki um leyfi til nefndarinnar,
vegna þess að ég taldi, að þetta mál væri henni
óviðkomandi, eins og allir aðrir höfðu talið,
þ.á.m. ráðuneytið, sem gaf mér útflutningsleyfi
í fyrra skiptið og án þess að bera það undir
nefndina og án þess að telja, að það kæmi henni
við. Nú, en þegar ég kom heim og sótti um leyfi
til þess að flytja út aftur í verulegu magni, þá
var mér sagt. „Nei, nú getur því miður ekki
orðið úr þessu vegna þess, að Síldarútvegsnefnd
hefur lagt svo fyrir, að þetta heyri undir hana
og hún ráði þessu.“ Hjá nefndinni var mér sagt:
„Jú, þú mátt framleiða þetta, en við skulum
selja það.“ Og svo var sett í gang heilmikið
brambolt og það var eytt í það mörgum hundr-
uðum þúsunda króna að fá hingað sérfræðinga
frá Þýzkalandi til þess að kenna mönnum þetta,
og það var nokkur framleiðsla þarna í eitthvað
tvö ár eða svo. Ég neyddist til þess að selja í
gegn um nefndina, þó að ég fengi miklu verra
verð heldur en ella. Enda var t.d. þannig í Þýzka-
landi, að ég seldi beint til verksmiðju, en nefnd-
in seldi til milliliða, sem svo þurftu að hafa hagn-
að af því að selja til verksmiðju, fyrir utan það,
að það var ómögulegt að notfæra sér þá nauð-