Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 319
TlMARIT VFl 1967
317
fundarstjóra að minna mig á, þegar komnar eru
5 mínútur og stöðva mig umsvifalaust. Ég
harma það, að í þessum fáu orðum, sem dr.
Jakob Sigurðsson sagði núna til þess að svara
þeim athugasemdum, sem fram höfðu komið við
hans ræðu, þá sleppti hann alveg að minnast á
það, sem var höfuðatriði í þeim athugasemdum,
sem fram höfðu komið. Hann talaði um það að
fullvinna vöruna í neytendaumbúðir hér heima
— það myndi vera leiðin. Bn ég hélt að það
myndi vera lausnin að fara þá leið, sem Jón
Gunnarsson hafði markað í Ameríku, að hafa
verksmiðju í neytendalandinu til þess að full-
vinna þar á staðnum þessar vörur, sem við vilj-
um og þurfum að selja. Það kom einnig fram hjá
Guðmundi Garðarssyni, að hann var þessarar
sömu skoðunar að því leyti, sem hann kom inn
á þetta atriði. Það myndu vera stór vandkvæði
á því að fullvinna hér vöruna í neytendaum-
búðir og koma henni óskemmdri á markaðinn.
Það er eitt stórt atriði í því sambandi, sem verð-
ur að minnast á og ég kannski minntist ekki
nógu greinilega á í minni ræðu, og það er það,
að það er allt annar innflutningstollur á vör-
unni í fyrstu framleiðsluumbúðum en í neyt-
endaumbúðum. Og þessi munur er svo mikill,
að í mörgum tilfellum útilokar hann algerlega
innflutning á vörunni í hin stóru markaðslönd,
ef á að fara að borga toll af vöru, kannski á
milli 10 og 30% og jafnvel meira, fyrir það, að
varan er komin í neytendaumbúðir. Og þá er
maður ekki einungis í raun og veru að borga
toll, sem svarar til 10% eða 30% af þeirri vöru,
sem maður getur og vill flytja inn í neytenda-
landið, heldur er verið að borga toll af vör-
unni, eftir að búið er að gera hana tvöfalt eða
þrefalt verðmeiri og líka að flytja inn með svo
og svo miklum kostnaði erlendar vörur, sem
þarf að nota í þessi matvæli.
Það er leiðinlegt að þurfa að fara út í það
að minnast á atriði, sem helzt áttu ekki að
vera til umræðu hérna. En það er ekki gaman
að því, þegar það er prentað í þessari greinar-
gerð dr. Jakobs Sigurðssonar, sem ekki er hægt
að kalla annað en harða ádeilu á vissa aðila.
Ég vil minna á það, að hann var framkvæmda-
stjóri hins stóra fyrirtækis, Fiskiðjuvers ríkis-
ins, og hluti af Fiskiðjuveri ríkisins var niður-
suðuverksmiðja. Ég held, að hann hafi reynt að
senda vörur til Ameríku frá niðursuðuverk-
smiðjunni, og ég held meira að segja, að í a.m.k.
einu tilfelli liggi það fyrir, ég get kannski ekki
sannað það skjallega hér á þessum fundi, en
það verður hægt seinna, að það hafi verið send
til baka frá Ameríku allstór sending, sem ekki
fékk inngöngu á þann markað, en hafði verið
framleidd í Fiskiðjuveri ríkisins.
Þeir, sem lásu blöðin á árunum 1950 til 1959,
sáu það, að þar komu öðru hvoru skýrslur frá
dr. Jakobi Sigurðssyni, ekki um hvað hann hafði
gert, heldur hvað hann ætlaði að gera, og hann
ætlaði að gera allra mest þetta ár, sem hann
hætti. En þegar ég kom í þetta hús, eftir að
þar voru orðin eigendaskipti og Bæjarútgerð
Reykjavíkur hafði nýlega keypt Fiskiðjuverið af
ríkinu, þá var það, sem ég tók eftir m.a., hversu
mikið þar var af óseldum birgðum, einmitt af
þeim vörum, sem hann er að tala um að nú séu
svo ákaflega útgengilegar.
Jónas H. Haralz:
Það má segja, að þessar umræður hafi farið
nokkuð inn á aðrar brautir, heldur en tilgang-
urinn var. Mig langar þó undir lokin að reyna
að beina þeim aftur örlítið inn á þær brautir,
þar sem þær hefðu átt að vera. í fyrsta lagi
held ég, að þýðingarmikið sé, að þessi mál séu
rædd af fullri einlægni og hreinskilni. Engri at-
vinnugrein er gert gott með því að hver standi
upp á fætur öðrum og hrósi henni og dáist að
því, hvað hún sé góð og gagnleg. Máltækið segir:
„Vinur er sá, er til vamms segir“. 1 öðru lagi
held ég, að það hafi hlotið að eiga að vera eitt
af aðalverkefnum þessarar ráðstefnu, að íhuga
ekki aðeins allt, sem við hugsanlega gætum
tekið okkur fyrir hendur í sjávarútvegi, heldur
miklu fremur það, sem við ættum fyrst og fremst
að taka okkur fyrir hendur. Það er lítill vandi
að láta sér detta í hug, að eitt eða annað sé
hægt að gera. Hugmyndirnar eru óteljandi. En
það, sem raunverulega er unnt að kanna til hlít-
ar og enn frekar síðar að framkvæma, er mjög
takmarkað. Þetta gildir um stórþjóðir, hvað þá
um smáþjóð, sem hefur yfir litlum fjölda kunn-
áttumanna og Mtlu f jármagni að ráða. Við verð-
um að gæta sérstaklega vel að því, hvað það
er, sem okkur er kleift. Við þurfum að velja úr
kostum og einbeita okkur að þeim þeirra, sem
sýnast vænlegastir. Það er í þessu efni, sem
ráðstefna eins og þessi getur gert mikið gagn
eins og sjálfsagt mun koma á daginn síðar meir.
Það, sem við þurfum að gera í sameiningu, þeir
menn, sem eru tæknimenntaðir, þeir, sem hafa
viðskiptamenntun, og þó umfram allt þeir menn,
sem sjálfir fást við framleiðslu og sölu, það er
að velja úr þá kosti, sem lofa mestu, og einbeita
kröftum okkar einmitt að þeim.