Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 9
7
Litlu munaði, að bændur yrðu almennt heylausir. Nokkrir urðu fyrir
skaða af lainbadauða. Heyfengur í meðallagi. Sumarafli báta oftast
tregur. Atvinna minni en árið áður og afkoma lakari.
Flateyrar. Árferði sæmilegt, að undan skildum vorharðindum, sem
komu allþungt niður á pyngjum búenda, en fénaðarhöld urðu sæmileg.
Ógæftasamt til sjávarins og aflabrögð með minnsta móti yfir vetrar-
mánuðina, en dragnótaveiði var góð yfir sumarið og gaf góðan arð.
Afkoma manna til lands og sjávar varð lakari en verið hefur undan-
farin ár.
Bolungarvíkur. Vor með eindæmum hart, og leysti snjóa ekki fyrr
en undir miðjan júní. Voru þá flestir bændur að þrotum komnir, en
hey fékkst keypt að, og hjálpaði það hinum verst stöddu, auk þess
sem fóðurbætir var gefinn i miklu stærra stíl en venjulegt er og fé
beitt á fjöru eða gefið þang. Lánaðist þetta það vel, að engri skepnu
þurfti að farga í þessu byggðarlagi. Til sjávarins voru gæftir tregar,
en allir bátar höfðu fyrir tryggingu. Síldveiðin brást, sem kunnugt er,
og urðu 2 bátar héðan illa úti, en hinir sluppu vel. Dragnót gafst illa
um sumarið, en margir stunda hér veiðar á opnum smábátum á sumrin
með færum eða leggja fram línu á stundum, og fiskuðu þeir vel, lögðu
aflann upp í frystihúsið eða seldu hann fólki í soðið eða hvort tveggja,
og höfðu þessir menn góðar tekjur. Nokkur atvinna var við bygg-
ingar, einstaklingshús og stækkun frystihússins. Heyskapur gekk vel.
Aflcoma almennt undir meðallagi, en þó þolanleg.
ísafi. Gæftaleysi til sjávarins, en afli litill, þegar á sjó gaf, svo að
nálgaðist hallærisástand hjá sjómönnum. Hjá bændum var innistaða
frá hausti og fram á sumar, og voru því margir komnir í þrot, en fyrn-
ingar björguðu frá felli. Harðast urðu úti smábændur og tómthús-
nienn, sem áttu fé hér í kaupstaðnum. Bati kom með Jónsmessu, og
varð grasspretta ótrúlega góð á skömmum tíma á túnum og nýting
sæmileg. Utgerðarmenn og félög áttu mjög í vök að verjast eftir 5
sildarleysisár og 2 aflaleysisár. Lágmarkstryggingar var ekki hægt að
horga sjómönnum, hvorki eftir síldarvertíð né haustvertíð. Bæjarstjórn
tók að sér að greiða mismun tryggingar og aflahlutar.
Ögur. Tíðarfar hið versta, sem elztu menn muna, frá hausti til vors,
nieð stöðugum innistöðum fram á Jónsmessu. Fyrningar björguðu frá
felli. Spretta góð á túnum og nýting heyja sæmileg. Bændur yfirleitt
það vel stæðir, að þetta erfiða ár virtist eigi hafa miltil áhrif á afkomu
þeirra. í hinu eina sjávarplássi, sein eftir er í héraðinu, Súðavík, áttu
sjómenn mjög í vök að verjast efnahagslega, eins og annars staðar í
sjávarþorpum á Vestfjörðum.
Hesteyrar. Tíðarfar með versta móti allt árið, og flýtti það fyrir
flutningi manna úr byggðarlögunum fyrir austan Horn.
Árnes. Veturinn í meðallagi, en mikil fannkyngi seinna partinn.
Mikil hey- og fóðurbætiskaup hjá bændum dugðu varla til. Snjó
Jeysti seint og tún víða kalin. Sláttur byrjaði um júlílok og nýting
heyja sæmileg. Töðufengur langt fyrir neðan meðallag, en engjar i
meðallagi sprottnar og útheysfengur í meðallagi. Víðast hvar mun vera
tækkun á bústofni á þessum vetri, en það, sem af er, hefur verið góð
tið, og eigi var fé tekið á g'jöf fyrr en um miðjan desember. 2 bálar