Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 11
9
Hofsós. Árferði í meðallagi, þegar nndan eru skilin vorharðindin og
snjóalögin í maí og fram í júní. Urðu margir heylausir, og lá við stór-
felldum fjárfelli í útsveitum héraðsins. Sauðburður stóð sem hæst, og
Urðu víða mikil vanhöld á lömbum. Þegar loks brá til batnaðar um
miðjan júni, kom slík einmuna veðurblíða, að grasspretta varð í meðal-
lagi. Almenn afkoma héraðsbúa held ég hafi verið í meðallagi góð.
Ólafsfj. Tíðarfar slæmt, afarhart vor. Snjó leysti varla til fullnustu
úr lautum fyrr en í júlímánuði. Atvinna með minna móti. Þorskveiði
léleg, og síldveiði brást. Unnið nokkuð í hraðfrystihúsum, við hafnar-
gerð og við byggingar húsa. Margt fólk fór burtu úr nýári í atvinnu-
leit. Talsvert bar á kali í túnum, og var því heyskapur með minna
móti. Engin garðrækt.
Dalvíkur. Vorharðindi með endemum, stóðu fram í niundu viku sum-
ars. Búpeningur var á síðustu stráunum og fellir yfirvofandi, þegar loks
brá til hlýinda. Sumarið allgott, einkum framan af. Síðustu mánuði
ársins mátti tíðarfar heita sæmilegt. Afkoma bænda varð betri en við
yar búizt. Hjá sjómönnum og verkamönnum mun hún hafa verið
1 meðallagi, miðað við það, sem gerðist hér nærlendis.
Akureyrar. Á árinu tók lítillega að brydda á atvinnuleysi, en yfirleitt
má kalla, að afkoma fólks hafi verið sæmilega góð. Síldveiðarnar
hrugðust þó að mestu eða nær öllu leyti, og uppskera garðávaxta var í
rýru meðallagi. Grasspretta var furðanlega góð eftir hið harða vor,
þótt víða hafi tún kalið til skaða. Bændur förguðu margir óvenjulega
niörgu fé og nautpeningi um haustið vegna heyjaleysis, auk þess sem
almennur niðurskurður sauðfjár fór fram í miklum hluta héraðsins.
Kaupsýsla og iðnaður drógust mjög saman vegna vöruþurrðar og hrá-
efnaleysis, og öll peningavelta fór minnkandi. Á árinu var krónan
laekkuð gagnvart dollar, og við það hækkuðu í verði margar aðkeyptar
nauðsynjavörur, svo sem mjölvörur og fleiri matvörur, benzín og olíur
P' s. frv., en slikt hafði, sem von var, nokkur áhrif á afkomu almenn-
mgs, einkum hinna lægst launuðu. Byggingavinna var allmikil, bæði á
Akureyri og í sveitunum, en þó minnkandi.
Grenivíkur. Tíðarfar óhagstætt. Vorið óvenjulega hart. Margir bænd-
111' orðnir heylausir og þurftu að kaupa bæði hey og fóðurbæti. Ær
báru inni á flestum bæjum, kindum víðast ekki hægt að sleppa, fyrr
en komið var nokkuð fram í júní og þá út á litt gróna jörð. Sumarið
gott, er það loksins kom. Nýting á heyjum góð, en heyfengur bænda
nmð minna móti, þar sem tún voru illa kalin. Haustið gott. Kindur
komu ekki almennt á gjöf fyrr en fyrst í desember. Afkoma bænda
niun þrátt fyrir erfitt tíðarfar hafa orðið allsæmileg. Sjávarútvegur
stundaður með sama hætti og áður. Héðan reru 6 trillur og einn ca.
12 tonna mótorbátur og fiskuðu sæmilega. Yfirleitt mun afkoma hér-
nðsbúa hafa verið sæmileg.
Kópaskers. Vorið hið versta, er elztu menn muna. Snjór að vísu ekki
nnkill, en tíðin köld, og bati kom ekld fyrr en um miðjan júní. Hér í
sveitunum er sauðfjárrækt aðalatvinnuvegur, og varð því vorið hið
erfiðasta. Margir urðu heylausir, en aðrir gátu hjálpað, svo að ekki
PUrfti að fá hey að ráði inn í héraðið, en feikn voru notuð af fóður-
hæti. Fjárfellir varð ekki af fóðurskorti, og lítið sem ekkert fórst af
2