Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 13
11
þurft aÖ leita hennar út úr byggðarlaginu. Afkoma manna með betra
nióti og peningaráð meiri en oft áður hér um slóðir, en lítið mun fólk
leggja til hliðar, enda sívaxandi dýrtíð.
Breiðabólsstaðar. Aldrei voraði, og stóð veturinn að heita mátti
óslitinn, þar til 7 vikur voru af sumri. Þá brá til hlýviðra, sem héldust
óslitin, þannig að jörð fór fljótt og vel fram, og varð grasspretta því
víða í meðallagi. Frekar óþurrkasöm tíð um sumarið, náðist þó að
verka hey sæmilega víðast hvar. Garðuppskera í meðallagi. Ágætis-
tíðarfar um haustið. Aftur snjóaði svo mjög í desember, einkum í
suðursveitunum, að minni elztu manna þraut. Varð að fá hjálp á ein-
um bæ til þess að moka frá íbiiðarhúsinu, svo að fólkið kæmist út.
Hugðu nú ýmsir hinir svartsýnni, að snjórinn mundi endast út þenna
vetur. Fór þó svo, að hann var að mestu leyti horfinn um áramót.
Vestmannaeyja. Rysjótt tíð og umhleypingasöm fram í marz, en
sæmileg úr því út veturinn. Með vordögum breytti um til hins verra.
Geklc þá í norðanátt og kulda, sem stóð fram í miðjan júní, en þá hlýn-
aði, og gerði sæmilegt sumarveður. Sjóveður voru yfirleitt góð. Haustið
var sérstaklega gott, og mátti stunda útivinnu nema síðasta hálfa
mánuð ársins. 19. janúar var farið í fyrsta róðurinn á vertíðinni.
beir línu- og netjabátar, sem bezt sóttu, fóru 6 róðra í janúar, 11 í
febrúar, 24 í marz, 23 í apríl, samtals 69 róðra (61 róður árið áður).
Ekki var róið á sunnudögum á línubátum). Afli ágætur á línu, fram
uð því að loðnan kom um 10. marz, en eftir það var tregt á línu alla
vertíðina. Nokkrir bátar fóru með net undir sand, en öfluðu lítið.
Netjaveiðarnar annars stundaðar mest við Eindranga, en lítið á
Bankanum, og aflaðist sæmilega. Á vetrarvertið var afli yfirleitt góð-
11 r í botnvörpu, en rýr í dragnót, og mátti stirðri veðráttu kenna um.
Sumarafli var rýr á heimamiðum, en góður hjá þeim, sem leituðu
lengra burt. Lúðuveiðar lítið stundaðar, en afli góður um tíma. Haust-
afli var tregur. Síldveiðarnar fyrir Norðurlandi brugðust að mestu eins
°g fyrra ár. Á vertíð stunduðu héðan veiðar 57 vélbátar 15 lestir að
stærð og þar yfir og 2 togarar. Heildarafli Eyjaskipa á árinu er um
27557 lestir, árið áður 31000 lestir og þar áður 35000 lestir. Gras-
spretta léleg lengi framan af vegna vorkuldanna og því seint slegið,
en grasvöxtur í góðu meðallagi. Afkoma fólks má heita sæmileg á yfir-
borðinu. Úr mætti heimilanna og getu til að bjargast á eigin spýtur
dregur jafnt og þétt, bæði til sjávar og sveita.
Stórólfshvols. Vor óvenjulega lcalt og erfitt; allar skepnur á gjöf
langt fram á sumar. Fénaðarhöld þó sæmileg. Heyskapur víðast hvar
^nieð mesta móti að vöxtum og sumt sæmilega hirt. Álmenn afkoma
nllsæmileg. Verst var ástandið í verzlunarmálunum vegna ranglátrar
skiptingar á innfluttri vöru milli innflytjenda. Voru kaupfélögin mjög
nfskipt með alla vefnaðarvöru, skófatnað o. fl., sem ekki er hægt að
komast af án, og urðu margir að sæta afarkjörum hjá okrurum og
svartamarkaðsbröskurum vegna þessa rangláta fyrirkomulags.
Eyrarbakka. Vetur og vor óvenju hart sem annars staðar á landinu',
en nieð fóðurmiðlun manna í millum tókst að halda lífi i öllum skepn-
um. Vertíð gæftalítil og aflarýr. Sumarið votviðrasamt með lélegum
ueyjuni og kartöfluuppskera innan við meðallag.