Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 22
20
ingar snertir, væri athugandi að afla sjúkrahúsinu súrefnistjalds með
tilheyrandi vöggu, en mest veltur þó máske á öruggu hjúkrunarliði.
Á því var mikiil hörgull á árinu, þar sem hjúkrunarfólk fékkst ekki,
þ. e. a. s. eldti lærðar hjúkrunarkonur.
Ögur. Enn heldur áfram að fækka fólki í héraðinu. Barnkoma litil,
svo og manndauði.
Hesteyrar. Enn heldur fólki áfram að fælcka í héraðinu. Nú er röðin
komin að Grunnavíkurhreppi. Tæmdist nú Bolungarvík á Ströndum,
og Furufjörður tæmist í vor, en þá verður orðið erfitt um búskap í
Reykjarfirði. Ekkert barn fæddist í héraðinu á árinu, en 3 dóu, aldr-
aðir.
Árnes. Heldur fækkaði fólki í héraðinu á árinu, þó ekki sem neinu
nam.
Hólmavíkur. Nokkur fólksfækkun, þrátt fyrir mikla barnkomu.
Nokkrar fjölskyldur fluttust til Skagastrandar. Bólstaður í Selárdal
fór í eyði, og fyrirsjáanlegt er, að fleiri jarðir leggist í eyði á næstu
árum. Fólkið flyzt úr sveitinni í þorpin og þaðan áfram til stærri
bæjanna, er atvinnan bregzt. Manndauði lítill á árinu.
Hvammstanga. Fólksfækkun minni i ár en undanfarið. Barnkoma
með mesta móti.
Blönduós. Fólksfjöldi jókst í héraðinu um nær 4%, cnda var bæði
fæðingartalan rnjög há, dánartalan lág og allmikill innflutningur fólks
í héraðið, einkum til Höfðakaupstaðar úr Strandasýslu. Fólksfækk-
unin í sveitunum stöðvaðist, svo að aðeins var þar 10 mönnuin heim-
ilisfastra færra í árslok en í ársbyrjun, enda eru nú að hefjast þar
stórfelldar framkvæmdir í ræktun, síðan stórvirkar vélar komu til
sögunnar, en óvíða á landinu er til jafnmikið ræktanlegt land sem her,
ef Suðurlandsundirlendið er undantekið, og ef til vill hvergi jafn"
mikið eða jafn auðunnið. Andvana fæddist ekkert barn á árinu, og
ekkert barn dó á 1. ári. Manndauði mjög lítill.
Sauðárkróks. Fólki hefur lítið eitt fjölgað á árinu, og er sú fjölgun
mest á Sauðárkróki, en einnig hefur fjölgað í sumum sóknum í sveit-
inni. Virðist nú i bili stöðvuð sú fækkun, sem orðið hefur undan-
farin ár.
Hofsós. Þau stórtíðindi gerðust, að fólki i héraðinu fjölgaði unl
13 manns. Varð öll þessi fjölgun í sveitunum, mest í Fljótum. Hofsos-
kauptún stóð í stað.
Ólafsfj. Fólki fjölgaði ekki nema um 3 í héraðinu, svo að allmarg
hefur flutzt burtu.
Dalvíkur. Fólksfjöldi mátti heita óbreyttur.
Akureyrar. íbúum Akureyrar fjölgaði á árinu um nálægt 300 manns-
Grenivikur. Flutzt hafa í burtu 2 fjölskyldur, en 1 komið í staðinn.
Kópaskers. Brottflutningur mun ekki hafa verið teljandi á árinu-
Margt af yngra fólkinu er fjarvistum að vetrinum, en kemur heim a
vorin.
Vopnafj. Fólki fækkaði enn þá í héraðinu. Er það sama þróun sein
átt hefur sér stað undanfarið. Ein jörð, sæmilega húsuð, var yfu'
gefin og fór í eyði. Á eina eyðijörðina fluttist hins vegar fólk a
nýju. Eins og ég hef áður getið um, hefur aðalorsök þess, að jarðir