Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 24
22
Bildudals. Heilsufar í meðallagi. Engar meira háttar farsóttir.
Flateijrar. Heilsufar yfirleitt gott í héraðinu, farsóttir fáar og vægar.
Nokkuð bar á Akureyrarmænusóttinni fyrstu mánuði ársins, án Ijósra
einkenna og án lamana, en þetta fólk var vesælt fram eftir árinu öllu,
og liafa sumir ekki náð fullri heilsu enn þá.
ísafí. Heilsufar var með lakasta móti á árinu. Farsóttatilfellin, sem
á skrá komu, voru nærri helmingi fleiri en í fyrra, enda voru far-
aldrar af kvefpest og mænusótt.
Hesteyrar. Aðeins 8 farsóttartilfelli voru skrásett á árinu, og var
það allt kvef. Berldaveiki hefur ekki orðið vart í 5 ár.
Árnes. Heilsufar sæmilegt á árinu.
Hólmavíkur. Heilsufar í meðallagi.
Hvammstanga. Heilsufar með lakara móti fyrstu 2 mánuði ársins,
en síðan með bezta móti.
Blönduós. Sóttarfar heldur með vægara móti.
Sauðárkróks. Allmikið bar á farsóttum á þessu ári, en engar skæðar.
Hofsós. Heilsufar má yfirleitt telja gott á árinu.
Ólafsfj. Heilsufar með verra móti.
Dalvíkur. Heilsufar var gott á árinu.
Akureyrar. Heilsufar var slæmt fyrra hluta ársins, en sæmilegt síð-
ara hlutann.
Grenivíkur. Heilsufar með lakara móti.
Kópaskers. Líklega verður árið að teljast fremur kvillasamt, þó að
ekki væri um að ræða skæðar farsóttir.
Vopnafj. Heilsufar mátti teljast gott á árinu.
Bakkagerðis. Almennt heilsufar gott.
Segðisfj. Almennt heilsufar gott.
Nes. Heilsufar yfirleitt gott, einkum fyrra hluta ársins.
Búða. Heilsufar í lakara lagi.
Djúpavogs. Heilsufar yfirleitt gott allt árið.
Breiðabólsstaðar. Að undanteknum inflúenzu- og kveffaröldrum var
heilsufar gott á árinu.
Víkur. Kvillasamt á árinu.
Stórólfshvols. Heilsufar í meðallagi.
Iieflavikur. Heilsufar á árinu í lakara meðallagi.
A. Farsóttir.
Töflur II. III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1049
Sjúkl......... 5175 4781 5506 5608 4793 6588 5936 5273 4689 6909
Dánir ........ „ 1 „ 1 2 4 „ 2 1
Skráð með meira móti, á stöku stað með nokkru faraldurssniði, en
hvergi talin verulega afbrigðileg, nema í Akureyrarhéraði, sbr. um*
sögn héraðslæknis hér á eftir.