Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 25
23
Læknar láta þessa getið:
Hafrtarfi. Nolckuð algeng í öllum mánuðum ársins. Ekki hægt að
telja hana verulega illkynja.
Akranes. Kom fyrir allt árið, einkum frá áramótum og fram í marz,
og frá ágústlokum til áramóta.
Borgarnes. Stakk sér niður allt árið, án þess að verða nokkurn tíma
að eiginlegum faraldri.
Ólafsvíkur. F'lesta mánuði ársins, einkum hina síðari.
Búðardals. Nokkur tilfelli, einkum síðara hluta ársins (aðeins skráð
í júlí—september).
Regkhóla. Örfá tilfelli, flest væg.
Bíldudals. Stakk sér niður suma mánuði ársins, en með minna móti.
Flategrar. Varð vart, en var rnjög væg.
ísafi. Með mesta móti allt árið, en væg og fylgikvillalaus. Aðallega
■veiktust börn á aldrinum 1—15 ára.
Ögur. Með meira móti, aðallega í ágúst (flest tilfelli skráð i septem-
ber).
Árnes. Nokkur dreifð tilfelli, ekki um faraldur að ræða, engin eftir-
köst.
Hólmavíkur. Viðloðandi allt árið. Faraldur í janúar á Drangsnesi
Weð tíðum fylgikvillum. Bar mikið á adenitis, og 2 börn fengu
^ephritis, sem batnaði þó vel.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli mánaðarlega frá apríl til ársloka. Smá-
faraldur í júlí og ágúst samfara kvefsótt. Yfirleitt væg.
Blönduós. Á slæðingi allt árið, en mest kvað að henni haustmán-
oðina. Sumir fengu hana allslæma og með ígerð, svo að þeim var gefið
Pensilíh, sem virtist yfirleitt verka betur við hana en súlfalyf. Fylgi-
bvilla varð ekki vart.
Sauðárkróks. Gerir talsvert vart við sig allt árið, en mest er um hana
1 byrjun ársins og aftur seinna part sumars og um haustið. Flest voru
tilfellin væg, en þó komu fyrir slæmar ígerðir. Þriggja mánaða barn,
er heima átti lang't frammi í sveit, dó úr veikinni. Það hafði að vísu
ei_nnig einkenni frá lungum. Hafði verið lasið í nokkra daga, er ég
Sa það. Versnaði svo skyndilega, áður en það dó.
Hofsós. Nokkur dreifð tilfelli flesta mánuði ársins.
Ölafsfi. Gerði vart við sig í flestum mánuðum ársins.
Halvíkur. Stakk sér niður alla mánuði ársins.
Akureyrar. Gerði vart við sig alla mánuði ársins, stundum talsvert
ntbreidd, einkum þó 4 síðustu mánuði ársins, og voru þá mörg til-
olulega þung tilfelli. í sumum tilfellum hefur þessi hálsbólga verið
nieð nokkuð öðrum hætti en venjulegt er, þ. e. a. s. hálsinn hefur
reinur lítið verið bólginn að innan, en mikil eitlabólga undir kjálka-
oorðum og utan á hálsi, og hefur fylgt þessu hár hiti í nokkra daga.
Grenivíkur. Gekk sem faraldur í ágúst, september og október, en
^bð um hana aðra mánuði ársins.
Fópaskers. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins, en ekkert þeirra
'erulega alvarlegt.
Vopnafi. Stakk sér niður. Enginn faraldur.
Seyðisfi. Stakk sér niður við og við allt árið, eins og oftast.