Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 29
27
börnum héraðsins við barnaveiki. Sprautað voru í þriðja sinn um 400
á um 20 stöðum í héraðinu.
Blönduós. Gekk ekki, en endurbólusett voru flest þau börn, sem
bólusett voru árið áður, og nokkur ný frumbólusett.
Sauðárkróks. Ekki orðið vart. Bólusett gegn barnaveiki voru um 20
börn í fyrsta sinn og um 30 endurbólusett.
Nes. Eklci orðið vart. Fólki gefinn kostur á að fá börn sín bólusett
gegn veikinni, og var það mjög mikið notað. Flest börn þríbólusett á
aldrinum 2—14 ára.
Breiðabólsstaðar. Varð ekki vart. Nokkur börn bólusett gegn barna-
veiki.
Stórólfshvols. Varð ekki vart á árinu. Þó nokkur börn voru bólusett
gegn veikinni.
Keflavíkur. Hennar aldrei orðið vart hér, siðan ég kom í héraðið.
Talsvert er alltaf bólusett gegn barnaveiki víðs vegar i héraðinu, og
virðist það vel þegið af fólki í varnarskyni gegn þessari skæðu veiki,
enda koma nú ekki jafnhættulegir faraldrar og áður fyrr, og er það
inikil framför í heilsugæzlu.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl......... 2941 135 338 9 49 332 20 85 3 5
flanir ....... 5 1 ,, ,, ,, ,, » » >> >>
Getur ekki heitið hafa gert vart við sig.
Læknar láta þessa getið:
Keflavíkur. Verður aðeins vart á árinu, 1 tilfelli (ekki skráð; vera
má, að skráð hafi verið af vangá sem barnaveiki, sbr. það, sem segir
um barnaveiki hér að framan).
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl......... 8 13 14 15 9 9 12 13 5 9
Öánir ........ 1 3 3 3 1 1 1 1
Á mánaðarskrár eru skráð 9 tilfelli i 7 héruðum, 1 í hverju 5 hér-
aða (Patreksfj., Bakkagerðis, Breiðabólsstaðar, Selfoss og Keflavíkur)
°g 2 í 2 (Hvammstanga og Egilsstaða). Á ársyfirliti um barnsfarir
er getið þriggja tilfella umfram þau, sem skráð eru á mánaðarskrár
(Akranes 1, Keflavíkur 2). Tiðast mun um minna háttar sótthita í
sængurlegu að ræða, m. a. samfara þrota í brjóstum, og sumt e. t.
v- ofnefnt barnsfararsótt.