Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 32
30
Akureyrar. Iðrakvef hefur gert nokkuð vart við sig allt árið, eins
og vant er, en mest þó í októbermánuði.
Grenivíkur. Lítið um það.
Kópaskers. 1 júlí kom upp mjög slæmur faraldur, fyi-st á einum bæ
á Melrakkasléttu. Veiktist næstum allt lieimilisfólkið og var þungt
haldið, en ekki barst sóttin til næstu bæja, þrátt fyrir stöðugar sam-
göngur, en til Raufarhafnar barst hún og var þar viðurloða til ára-
móta. Gekk hún hægt yfir, tók oft 1—2 í húsi, en svo aðra í sama
húsinu eftir vikur eða mánuði. Held ég, að hér hafi ekki verið um
blóðsótt að ræða, enda þótt óneitanlega væri því líkt á sumum sjúkling-
unurn. Súlfaguanidín reyndist mjög vel við veikinni.
Vopnafí. Gerði mjög lítið vart við sig. Meðal skráðra tilfella eru 2
sjómenn, sem veiktust hastarlega á hafi. Höfðu þeir étið kjötsúpu,
sem staðið hafði í potti á eldavél bátsins frá deginum áður, er kjöt og
súpa hafði verið til miðdegisverðar. Urðu mennirnir svo alteknir af
uppsölu og niðurgangi, að þcir máttu enga björg sér veita. Til allrar
hamingju höfðu aðeins þessir 2 mcnn af bátshöfninni étið súpuna.
Hinir skipverjarnir, 3 að tölu, komu bátnum til hafnar hér. Menn-
irnir voru mjög illa haldnir fyrsta sólarhringinn, en batnaði svo fljótt.
Virðist hér hafa verið um eitur að ræða, sem myndazt hefur í súp-
unni við geymsluna á heitri eldavélinni — botulismus? — því að eng-
um varð meint af miðdegisverðinum daginn áður.
Seyðisfí. Gerði talsvert vart við sig. Flestir sjúklingar í október.
Nes. Dreifð tilfelli flesta mánuði ársins. Langflest tilfelli í júlí og
ágúst. Nokkrir allmikið veikir.
Búða. Gerði lítið vart við sig á árinu.
Djúpavogs. Gerði lítils háttar vart við sig, bæði um sumarið og eins
um haustið. Um sumarið veiktust mest smábörn (pelabörn), og hef
ég grun um, að sá faraldur hafi stafað frá mjólk úr kúm, sem fengu
blóðsótt. Batnaði börnunum oftast fljótt, ef þau fengu súlfaguanidín
og mjólkin í þau var soðin um tíma.
Breiðabólsstaðar. Léttur faraldur í ágúst og aftur í október—desein-
ber. Yfirleitt vægt, 1—2 „skot“ og síðan ekki söguna meir. Fólk kann-
ast ekki við að hafa séð blóð í saurnum, og var mín yfirleitt ekki vitjað
vegna þessa sjúkdóms.
Víkur. Líkt og fyrra ár.
Vestmannaegja. Gengið í öllum mánuðum, einkum í janúar og junx-
Sumt af þessari veiki má óefað rekja til óhollustu mjólkur. Talsvert
bar á veikinni, um það leyti sem blóðsótt (paradysenteria) gekk í kuxn
hér á mjólkurbúunum. Bannað var að selja mjólk af búunum, ineðan
veikin gekk þar, auk þess sem lagt var fyrir að neyta aldrei mjólkur
frá búunum um hálfsmánaðartíma á eftir nema soðinnar.
Stórólfshvols. Dálítið um það flesta mánuði ársins, en gekk aldrei
sem faraldur; yfirleitt vægt.
Eyrarbakka. Gerir vart við sig flesta mánuði ársins, án þess ao
um faraldur sé að ræða. Haustmánuðina bar rnikið á þrálátum upp-
köstum í ungum börnum.
Keflavikur. Dálítið ber á því öðru hverju, en gengur aldrei sem slæm
farsótt.