Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 38
36
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
Sjúklingafiöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl.1) .. .. 377 1186 1427 808 846 840 888 1296 724 846
— 2) •• . . 191 517 550 346 307 352 343 269 184 143
Dánir . .. . 91 109 99 67 70 67 58 58 55 67
Lungnabólguár í meðallagi. Lungnabólgudauðinn virðist ekki ætla
að láta sér segjast meira en orðið er, og lætur nærri, að hann hafi til
uppjafnaðar minnkað um helming, frá því að farið var að nota hin
nýju mikilvirku lungnabólgulyf.
Læknar láta þessa getið:
1. Um kveflungnabólgu:
Hafnarfi. Nokkur lungnabólgutilfelli komu fyrir í flestum mánuðum
árins, einkum kveflungnabólga. Allt væg tilfelli.
Akranes. Kom fyrir flesta mánuði ársins, en aðeins fá tilfelli.
Borgarnes. Örfá tilfelli fyrstu mánuði árins.
Ólafsvíkur. Stakk sér niður ásamt inflúenzu, en oftar.
Búðardals. 4 af 6 tilfellum afleiðing inflúenzu. Hef notað pensilin
í nokkrum tilfellum. Með því að læknir getur ekki legið yfir því að gefa
pensilín lengst úti í sveit, hef ég neyðzt til að taka það ráð að láta
greindar og góðar manneskjur, ef til eru á bænum, annast innspýt-
ingarnar. Hefur sú ráðstöfun gefizt vel.
Reykhóla. 9 tilfelli skráð. ÖIl nema eitt í sambandi við kveffaraldur
í ágústmánuði. Bati fékkst í öllum tilfellunum með súlfa- eða pensilín-
lyfjum.
Bíldudals. 5 taldir. Öllum batnaði fljótt.
ísafi. Lungnabólga með mesta móti, aðallega upp úr kvefinu í nóvem-
ber. 1 kornabarn dó úr veikinni.
Árnes. 2 af 8 lungnabólgutilfellum (beggja tegunda) læknuðust við
venjulegan skammt af súlfadíazíni, en hin 6 eigi. Grunur minn er sa,
að oft hafi verið búið að gefa smáskammta af súlfalyfjum, þó að Þy1
væri þverneitað. 3 sjúldinganna fengu eftir nokkrar klukkustundu
ofnæmisútbrot af súlfadíazíni, og var því gefið pensilín með fullum
bata. í hinum 3 tilfellunum var strax byrjað á pensilíngjöf; einn tald1
sig hafa ofnæmi fyrir súlfalyfjum, en hin tilfellin roskið fólk, mj°8
þungt haldið. ^
Hólmavíkur. 2 gamlar konur, samfara kvefsótt, og batnaði báðum vel.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli, einkum i júlí—ágúst, samfara snm-
faraldri af kvefi. Væg, og öllurn reiddi vel af.
Blönduós. Á lungnabólgu bar mjög lítið, þrátt fyrir infiúenzu og kvet-
sótt. Kveflungnabólga, sem kom fyrir, reyndist væg, enda var venju-
lega gefið oleopenicillinum, ef grunur lék á aðfarandi Iungnabólgu, er
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.