Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 42
4Ó
Strjálingstilfelli í Rvík, Ólafsvikur, ísafj. og Hofsós, sem hlutaðeig-
andi héraðslæknar gera ekki grein fyrir nema ísaf jarðarlæknir, og 25
tilfelli skráð í Akureyrar í desember, eins og þar væri að hef jast far-
aldur, sem ekkert hefur þó orðið úr, enda telur héraðslæknir hér á eftir,
að enginn kikhósti hafi verið í héraðinu á árinu, og fer hér eitthvað á
milli mála.
Læknar láta þessa getið:
ísafi. Barst beint frá Kaupmannahöfn í sumarhústað hér inni í Firð-
inum, en einangraðist þar, svo að aðeins veiktust 2 systkini, og var
annað tilfellið staðfest með ræktun. Öll yngri börn voru upp úr þessu
bólusett gegn kikhósta og barnaveiki um leið, eins og áður er getið,
og datt veikin svo niður.
Akureyrar. Ekkert tilfelli á árinu.
17. Heilablástur (encephalitis epidemica).1)
Töflur II, III og IV, 17,
Sjúklingafiöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl........ 3 2 3 „ „ 2 „ 7 1 7
Dánir ....... 3 4 „ „ 1 „ 1 „ 1 2
Læknar láta þessa getið:
Akuregrar. Skráð 3 tilfelli af sjúkdómnum, og dóu 2 sjúklinganna úr
bráðri heilabólgu, karlmenn, 42 og 65 ára, en þriðja sjúklingnum batn-
aði til fullnustu.2)
Vopnafi. 1 tilfelli, þriggja mánaða stúlkubarn. Var aðframkomið,
er ég kom til þess, og með rnjög typisk einkenni. Reyndi ég pensilín og
súlfagjöf, en án árangurs. Barnið andaðist, fáum klukkustundum eftir
komu mína.3)
1) Heiti þetta er nú tekið upp i stað hins þrengra heitis: svefnsýki (encephalitis
lethargica), og er það í samræmi við skráningarreglur, sem Alþjóðalieilbrigðis-
stofnunin hefur mælzt til, að fylgt væri, þ. e. að skrá í einu lagi hvers konar
encephalitis með faraldurssniði, hvort sem er með svefnsýkiseinkennum eða ekki,
og hefur þetta vcrið lagt fyrir íslenzka lækna. Sennilega hefði hið víðtækara he*þ
að jafnaði hæft betur vorri skráningu undanfarið, þó að þess megi finna dænn 1
Heilbrigðisskýrslum, að svefnsýkisheitið hafi þrengt skráninguna (sbr. t. d. Heil-
brigðisskýrslur 1947, bls. 45).
2) Sótt þessa hefur héraðslæknir skráð á mánaðarskrá sem encephalitis og
encephalitis acuta infectiosa, en í umsögn sinni í ársskýrslu kallar hann hana
heilasótt og skipar henni niður samkvæmt því heiti, en heilasótt er allt önnur
sótt, þ. e. meningitis cerebrospinalis epideinica. Encephalitis acuta infectiosa s.
epidemica heitir frá tíð Guðmundar Björnssonar (Dánarmeinaskrá 1911) heila~
blástur, og er ekki ástæða til að breyta því. Encephalitis non-epidemica, svo og
hvers konar óskýrgreind encephalitis, er rétt nefnd heilcibólga.
3) Héraðslæknir kallar heilabólgu þessa lieilasótt, en mun þó telja, að verið ha 1
lieilablástur, enda nefnir liana encephalitis acuta (sbr. neðanmálsgrein hér fyrlí
framan).