Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 47
45
veikin svo skyndilega, að því er virðist með smitberum frá Akureyri.
Skrásetning hefst fyrst í janúar á árinu 1949. Er veikin þá þegar
orðin allútbreidd og heldur áfram að breiðast út þrátt fyrir sam-
komubann, sem þegar var sett á. Þó verður útbreiðslan að teljast hæg,
líklegast vegna samkomubannsins, þvi að hún nær ekki hámarki fyrr
en í febrúarlok, en fellur síðan jafnt og þétt og má teljast um garð
gengin í apríllok, þótt 3 tilfelli kæmu á skrá í maí. Alls voru skrásett
209 tilfelli. Enginn dó. Samkomubann var sett í byrjun janúar og
uppleyst að fullu 21. apríl. Skólar voru opnaðir fyrr, eða í byrjun
marz, með vissum takmörkunum, þegar sýnt þótti, að börn á skóla-
aldri væru tiítölulega ónæm fyrir veikinni, og gafst það vel, því að
veikin hélt áfram að réna jafnt og þétt fyrir það. Þótt mér hafi ekki
onn unnizt tími til að safna þeim gögnum, sem fyrir liggja um veik-
ina, né vinna til fulls úr því, sem þegar hefur verið safnað, skal hér
getið hins helzta um háttu þessa sjúkdóms, eins og hann hefur komið
mér fyrir sjónir hér:
1- Helztu einkenni. Verkir og rígur í hnakka, hálsi, niður eftir
hryggjarsúlu, misjafnlega langt, og út í herðar, voru algengustu
einkennin og nærri alltaf byrjunareinkennin, þótt önnur einkenni
kæmu í ljós síðar og settu aðalsvipinn á sjúkdómsmyndina. Verkir
í fótum mjög áberandi, því næst í handleggjum, þá í baki og
nokkrir fengu verki í kvið og oft iðrakvefseinkenni, sérstaklega
börn. Stundum ollu verkir í kvið sterkum grun um botnlanga-
bólgu. Stundum voru mjög svæsnir verkir í handlegg eða fæti
undanfari lamana, og gátu slíkir verkir, sem ekkert linaði nema
stórir morfínskammtar, staðið í marga sólarhringa, viðstöðulaust.
Hitahækkun var oftast einhver, en mjög óregluleg, stundum hár
hiti, stundum lítill hiti vikum saman, en ómögulegt var að ráða
af hitanum nokkuð um gang veikinnar eftir á. í fullorðnum var
þessi hiti ekki greindur sem frumstig veikinnar, heldur fylgifiskur
fyrst talinna einkenna; einkenni frá öndunarfærum eða meltingar-
færum var yfirleitt ekki um að ræða í fullorðnum. 2 konur, mæðg-
ur, sem bjuggu þó sín í hvoru héraði, mældust hafa 40° hita,
og svo 2—5 mínútum síðar eðlilegan hita. Skyntruflanir voru
mjög áberandi, svo sem tilfinningarlausir blettir hér og sárir
blettir þar; sama var að segja um hita- og kuldaskyn. Stundum
hljóp roði í húðina á blettum, en hvítnaði annars staðar. Erting
og „pirringur“ algeng einkenni, svo og slen og þreyta. Svefnleysi
áberandi í mörgum, en svefndrungi í öðrum. Artdlegar truflanir
mjög áberandi, sérstaklega þunglyndi, en 6 urðu alveg brjálaðir;
batnaði þó öllum neina einum. Um þenna síðast nefnda flokk er
það að segja, að þeir máttu allir kallast andlega „labil“, höfðu
ýmist orðið veikir áður (1), eða áttu nákomna ættingja geð-
bilaða. Þessi sama regla rnátti yfirleitt íeljast eiga við um öll form
veikinnar, að þar lagðist hún að, sem inenn voru viðkvæmastir
fyrir, sérstaklega hvað taugarnar snerti, og því veiktust frekar að
ráði þeir, sem veiklaðir voru fyrir. Lamanir voru mjög óreglu-
legar, ýmist skammæar eða langæar, þó oftast skammæar, allt niður
í nokkra klukkutíma eða augnablik, að sögn fólks, en slíkt var